Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 349
MÁLSTOFA E - JARÐRÆKT/BÚFJÁRRÆKT (FRH.) | 347
Litir og litbrigði íslenska hestsins
Guðni Þorvaldsson1 og Guðrún Stefánsdóttir2
Landbúnaðarháskóla íslands1, Háskólanum á Hólum2
Inngangur
íslenski hrossastofninn býr yfir mikilli Ijölbreytni í litum. Innan stofnsins má finna
flesta aðalliti sem þekkjast í hrossum og íjölmörg blæbrigði af hverjum lit (Stefán
Aðalsteinsson, 2001). Þó heilmikið sé vitað um liti íslenska hestsins hefur ekki verið
gerð kerfisbundin lýsing á blæbrigðum hvers litar. Við vitum t.d. að litblær rauðra
hrossa getur verið svo ljós að hann líkist bleikum hrossum og svo dökkur að hann
nálgast móvindótt. Fax þeirra getur verið með sama lit og búkurinn eða því sem næst
hvítt og allt þar á milli. Að auki getur fax og tagl rauðra hrossa verið gráleitt eða
dökkleitt og fætur geta haft annan lit en búkur o.s.frv. Sum hross hafa ál eða
hringamynstur sem einnig þarf að skrá. Markmið þessa verkefnis er að fá yfirlit yfir
breytileika hvers litar, fyrst og fremst háralit en einnig augnlit, húðlit og lit á hófiim.
Aðferðir
Til hagræðis var ákveðið að skoða hrossin á kynbótasýningum í stað þess að ferðast
um og leita þau uppi. Þetta úrtak nær væntanlega ekki öllum breytileika sem finnst
innan hvers litar og sérstaklega ekki fágætu litanna (litförótt, vindótt, slettuskjótt
o.fl.). Þessa liti þyrfti að leita uppi og skoða sérstaklega. Úrtakið endurspeglar heldur
ekki tíðni hinna ýmsu litablæbrigða í stofhinum í heild, fremur er það vísbending um
tíðnina í virka ræktunarstofninum. Um það bil 7-10% hrossa úr hverjum árgangi
mætir til dóms. Guðlaugur Antonsson (2005) bar saman tíðni einstakra lita annars
vegar hjá ásettum folöldum sem skráð eru í Veraldarfeng (Feng) og hins vegar á
sýningarhrossum og var ágætt samræmi þar á milli. Um 10% fæddra folalda eru ekki
skráð í Feng og gæti sá hluti haft aðra litadreifingu en þau sem eru skráð.
Sérstakt eyðublað var hannað til að lýsa hrossunum. A eyðublaðinu var reynt að hafa
lýsingamar sem mest á krossaformi til að sem minnstur tími færi í skráningu og til að
auðvelda úrvinnslu. Stefnt var að því að taka myndir af hrossunum væri þess kostur.
Auk fæðingamúmers, nafns og upprana hrossanna var eftirfarandi skráð:
Aðallitur. Hér var skráð hvort hrossið væri rautt, brúnt, jarpt, leirljóst, moldótt, bleikt,
bleikálótt, móálótt, hvítt (fölt) eða vindótt.
Litblær. Hér var skráður litblær aðallitarins. í stóram dráttum vora þetta sömu flokkar
og í litakerfi Fengs en þó ekki alltaf. í flestum tilvikum var einungis skipt í þrjá
flokka, ljósan, dökkan og millilit. Rauðum, brúnum, jörpum, leirljósum og moldóttum
hrossum var þó skipt í fleiri flokka.
Mórauður litur. Sum hross hafa mórauðan litblæ þar sem flest önnur eru brún eða
svört. Þessi mórauði blær er missterkur og getur verið bundinn við hluta líkamans.
Hár á búk eða höfði með öðrum lit. í feldi hrossa era stundum hár á stangli með
öðram lit en hin, t.d. geta grá hár verið á stangli í rauðum eða brúnum feldi eða svört
hár í rauðum eða bleikum feldi. Þetta var skráð annars vegar á höfði og hins vegar á
skrokk.
Fœtur. Skoðað var hvort hár með ljósari eða dekkri lit, en hrossið að öðra leyti, væra
á fótum. Hófkransinn (hringurinn rétt ofan við hófinn) er oft ljósari og hófskeggið
getur ýmist verið dekkra eða ljósara. Einnig geta fætur verið dekkri eða ljósari en
búkur. Enn fremur var skoðað hvort grár litur væri á fótum.