Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 350
348 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Kviður og nári. Stundum eru hross ljósari á kvið eða í nára og innan á lærum.
Eyru, snoppa og augu. Mjög algengt er að hross séu með ljósari lit innan í eyrum og
stundum í kringum snoppu og augu. Þetta var skráð þar sem það á við.
Litur á faxi og taglv. Hér var skráð hvort fax og tagl hefði sama lit og búkur eða hvort
það væri dekkra eða ljósara og þá hversu dökkt og hversu ljóst. Einnig var skráð hvort
fax og tagl var einsleitt í lit eða hvort í því væru rendur með öðrum lit og þá hvaða lit.
Einnig var grár litur í faxi og tagli metinn.
All, hringamynstur, freknur og frumrendur. Skoðað var hvort hross hefði ál á baki,
hvort hann væri greinilegur eða óskýr og hvemig hann væri á litinn. Einnig var
skoðað hvort hringamynstur (apalmynstur) væri á skrokk eða freknur á skrokk eða
höfði og hvort frumrendur væm á fram- eða afturfótum og herðum.
Húð, hófar og augu. Skráð var hvort húðlitur væri bleikur/ljós eða dökkur. Fjöldi
dökkra, ljósra, teinóttra og tvílitra hófa var skráður á hverju hrossi. Litur augna var
skoðaður og skráð hvort í þeim væm hringir eða vögl. Einnig var skráð ef hross vom
með ægishjálm (þegar sést í augnhvítuna nánast allan hringinn).
Blesa, stjarna, nös, leistar og sokkar. Þessi atriði vom skráð væm þau til staðar. Stærð
blesu og staðsetning (bein eða skökk) var skráð og einnig stærð á stjömu eða nös.
Viðbótarlitir. Hér er átt við liti sem geta bæst við það sem að ofan hefúr verið nefnt
eins og t.d. grátt, skjótt, slettuskjótt og litförótt. Einnig var tilgreint hve mikið gráu
hrossin höfðu gránað/hvítnað, hvemig skjóttu hrossin vom skjótt og hvemig hlutföllin
væm á milli hvíta og dökka litarins.
Niðurstöður
Mjög mörg atriði vom tekin til skoðunar í þessari rannsókn og verður einungis hægt
að nefna nokkur til sögunnar í þessari grein. Litareinkenni sem eiga við alla liti vom
fremur valin til kynningar hér en þau sem snerta einstaka liti. Þó em blæbrigði
nokkurra lita kynnt. Niðurstöðunum í heild verða gerð skil í sérstakri skýrslu.
í 1. töflu em hrossin sem skoðuð voru flokkuð eftir aðallit. Þó svo að meirihluti
hrossanna sé brúnn, rauður og jarpur er töluverður breytileiki í lit hrossa sem mæta til
dóms. í stómm dráttum er litatíðni þessa úrtaks ekki mjög frábmgðin tíðni lita hjá
ásettum folöldum í Feng (Guðlaugur Antonsson, 2005). Heldur færri skjótt, vindótt og
litforótt koma þó fyrir í þessum hópi en ásetningshópnum en fleiri grá og móálótt.
Tíðni einstakra lita í 1. töflu er miðuð við aðallit hrossanna. Brúnskjótt, brúnlitförótt
og grá hross sem fæðast brún em talin í brúna flokknum, rauðskjótt, rauðlitförótt og
grá hross sem fæðast rauð í þeim rauða o.s.frv. Þetta þarf að hafa í huga þegar verið er
að bera þessar niðurstöður saman við aðrar.