Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 359
MÁLSTOFA E - JARÐRÆKT/BÚFJÁRRÆKT (FRH.) | 357
Hert eftirlit með fóðuröryggi hjá bændum
Þuríður E. Pétursdóttir og Olafur Guðmundsson
Matvœlastofnun
Ný löggjöf
Ný löggjöf um hollustuhætti fóðurs og eftirlit með matvælum og fóðri tók gildi í
Evrópusambandinu 1. janúar 2006. Þessi löggjöf kallaði á breytingar á EES-
samningnum, sérstaklega varðandi ísland. Þær hafa nú gengið eftir með samþykkt
sameiginlegu EES-nefndarinnar frá því í október 2007. Lokahnykkurinn á þessu ferli
verður samþykkt Alþingis Islendinga á þessari löggjöf. Öll löggjöf
Evrópusambandsins um matvæli og fóður getur því, ef fram fer sem horfir, tekið gildi
hér á landi áður en langt um líður.
Þessi nýju lög um matvæli og fóður koma væntanlega til afgreiðslu á Alþingi í
upphafí þessa árs og í kjölfar samþykktar þeirra verða reglugerðir ESB um fóður1 og
eftirlit með fóðurframleiðslu2 innleiddar. í samræmi við samþykkt Sameiginlegu EES-
nefiidarinnar í október 2007 hefur ísland frest ffam til I. maí 2008 til að innleiða
löggjöfma í íslenskan rétt. Eina undantekningin ffá þessu eru reglur sem varða lifandi
dýr (annað en sjávarfang), en þau eru enn utan EES-samningsins.
Megin ákvæði reglugerðanna
Megin ákvæði reglugerðanna er að tryggja heilnæmi og öryggi fóðurs á öllum stigum
framleiðslunnar. Reglugerðimar ná því yfir allan feril fóðursins, frá
gróffóðurframleiðslu bænda, gegnum alla meðferð, blöndun og flutning allt til
fóðranar dýra. Þær ná því yfir ræktun, uppskeru og meðhöndlun fóðurs, þ.e.
ffamleiðslu, flutning, kaup, sölu, pökkun og afhendingu. Reglugerðimar ná einnig
yfir alla fóðrun dýra til manneldis.
í reglugerðunum er fóður skilgreint sem allt sem dýrin éta, þar með talið vatn. Lyf eru
þó undanskilin.
Megin ábyrgð á heilnæmi og öryggi fóðurs hvílir á forstöðumönnum þeirra fyrirtækja
sem framleiða fóður, þ.m.t. bændum. Rík áhersla er lögð á rekjanleika fóðurs og allra
fóðurefna allt frá haga til maga.
Hverjir falla undir reglurnar?
Nú þegar eru í gildi hér á landi lög3 og reglugerð við þau4 ásamt áorðnum breytingum
sem að mestu byggjast á reglum ESB. Nýju reglumar innihalda veigamiklar nýjungar
og breytingar á þessari löggjöf og taka til allra sem koma að meðhöndlun fóðurs, t.d.
rækta eða kaupa fóður og fóðra skepnur til manneldis. Þetta á því við um alla
búfjáreigendur, þ.e. nautgripa- og sauðfjárbændur, alifuglabændur, svínabændur,
1 183/2005/EB - um kröfiir varðandi hollustu fóðurs
2 882/2004/EB - um opinbert eftirlit til að tryggja sannprófun þess að lög um fóður og matvæli og
reglur um dýraheilbrigði og velferð dýra séu virtar.
3 Lög nr. 22/1994 um eftirlit með áburði, sáðvöru og fóðri
4 Reglugerð nr. 340/2001 um eftirlit með fóðri