Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 366
364 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Sjálfsefling samfélaga
Margrét Björk Bjömsdóttir
Böðvarsholti í Staðarsveit
Inngangur
Fjölmiðlar færa þjóðinni oft sögur af vandamálum á landsbyggðinni, brottflutningi
fólks og vonleysi sem brýst út í ýmsum myndum. I þjóðfélagsumræðunni er einnig oft
talað um „landsbyggðarflótta” eða „landsbyggðarvandann”, en fjöldi fólks hefur flutt
af landsbyggðinni til þéttbýlisins undanfama áratugi, og hefur sú þróun komið hart
niður á mörgum landsbyggðarsvæðum. Þessi staðreynd og það að umræðan er ekki
uppbyggjandi fyrir þá sem kjósa að búa úti á landi getur valdið því að fólk sem þar
býr fyllist af svartsýni og vonleysi og hættir að sjá kosti þess að búa í dreifbýlinu.
Ekki bætir úr skák ef landsbyggðafólk þarf á sama tíma að takast á við niðurskurð í
undirstöðuatvinnuvegum svæðisins og fækkun atvinnutækifæra, eins og oft hefur
verið raunin á liðnum ámm. Því má velta því fyrir sér hvort félagslegur stuðningur við
þau samfélög sem lent hafa í hremmingum vegna hnignunar byggðar er ekki það sem
er mest aðkallandi fyrir landsbyggðina, eða hverja þá byggð sem vill styrkja stöðu
sína.
„Landsbyggðaflótti”
Leitað hefur verið leiða til að spoma við neikvæðri byggðaþróun á landsbyggðinni, og
hefur aðaláherslan verið á ýmis átaksverkefni varðandi atvinnuuppbyggingu,
samgöngur og menntamál, og nú í seinni tíð hafa menn horft til uppbyggingar á
ferðaþjónustu til að styðja við og efla byggð í landinu. En þrátt fyrir að þessi
átaksverkefni í atvinnu og byggðamálum fækkar fólki enn á landsbyggðinni. Því vilja
menn nú einnig huga meira að öðmm þáttum til að efla byggðina, en ávalt koma fram
fleiri vísbendingar sem beina sjónum manna að félagslegum þáttum, samfélagsanda
og almennum búsetugæðum byggðarlaganna. En margt bendir til þess að þessa þætti
þurfi að efla og styrkja með einhverjum hætti til að hægt sé að stuðla að sterkari
byggð í landinu.
I byggðarannsóknum hefur komið fram að búseturöskunin stafi að einhverju leiti af
breyttum atvinnuháttum og breyttu gildismati fólks, en einnig virðist vera að
félagsaðstæður, búsetugæði og búsetuánægja hafi mjög mikil áhrif á búferlaflutninga.
I búseturannsókn Stefáns Ólafssonar komu fram áherslur á einstaka þætti, sem fólk
tilgreinir sem áhrifavald í ákvarðanatöku um búferlaflutning milli byggðarlaga. Þar
kom fram að algengustu orsakir sem fólk nefndi fyrir brottflutningi af landsbyggðinni,
voru ófullnægjandi atvinnu- og menntunarframboð í heimabyggð, óánægja með
framfærslukostnað til dæmis vegna húshitunar og nauðsynjavara, og skortur á aðstöðu
til afþreyingar, skemmtana og menningarlífs. Auk þess sem takmarkað framboð á
þjónustu og ófullnægjandi samgöngur í jaðarbyggðum, var oft nefnt sem ástæða fyrir
brottflutningi. En það kom líka í ljós í rannsókninni að fólk flutti í miklum mæli frá
byggðarlögum þar sem atvinnuástand var mjög gott og meðaltekjur vom yfir
landsmeðaltali. Það bendir því til að hvað sem líður einstökum þáttum ytri skilyrða
svo sem atvinnuástandi, þá virðist ákvarðanatakan um búferlaflutning byggð á
huglægu mati einstaklinganna um búsetugæði svæða. Þó svo fólk leitist alltaf við að