Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 368
366 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Sjálfsmynd samfélaga
Sjálfsmynd samfélaga, ímynd og samfélagsandi skiptir miklu máli hvað varðar
uppbyggingu byggða og nýsköpun í atvinnu á landsbyggðinni. Sem fyrr segir er
samfélagsandi afar mismunandi milli byggðarlaga, sem bendir til þess að hann ráðist
að stórum hluta af aðstæðum í nærumhverfi og afstöðu íbúa í hverju samfélagi. Því
má segja að aðgerðir til eflingar bjartsýni, drifkrafts og jákvæðra viðhorfa í
samfélögum séu mjög mikilvægar til að efla búsetu og nýsköpun í hverju byggðarlagi.
Mikilvægt er að slíkt starf fari fram sem næst grasrótinni á hverjum stað, þar sem
samskipti fólks við hvort annað getur haft áhrif á skoðanamyndun og hugarfar.
Langvarandi skortur á frumkvæði, velheppnuðum eða árangursríkum verkefnum í
atvinnu- eða félagslífí hefur keðjuverkandi áhrif og dregur úr þrótti fólks (Elín
Aradóttir og Kjartan Ólafsson, 2004a; Elín Aradóttir og Kjartan Ólafsson, 2004b). Því
geta áhrif hugarfarslegra þátta og hnignun eða styrking samfélagsandans orðið hvað
sterkust í samfélögum þar sem þörf fyrir þróun til hins betra er hvað brýnust. Því þar
sem byggðarlög hafa orðið fyrir búsifjum er hættara við að fólk missi móðinn og hætti
að sjá gæðin sem felast í búsetu á svæðinu og við það skaðast sjálfsmynd slíkra
samfélaga.
Kenningar um sjálfsmynd samfélaga eru sóttar í hugmyndir manna um sjálfsmynd
einstaklinga, þar sem veik sjálfsmynd er sögð valda uppburðar- og framtaksleysi, en
sterk sjálfsmynd kalli fram áræðni og þor (Ray, 2001). Samfélög sem hafa átt í vök að
verjast vegna fólksfækkunar eða annarra hremminga þurfa því að nýta sér staðbundna
sérstöðu, þekkingu og menningu til að endurvekja og byggja upp ímynd svæðisins.
ímynd staða og einstaklinga lagar sig að líðandi stund eftir því sem efni standa til, því
þarf sífellt að endurmeta, viðhalda og skerpa sjálfsmyndina. ímynd staða byggir á
einkennum, eiginleikum og sérstöðu svæðisins, hún er sameiningartákn og hefur
mikið félagslegt gildi fyrir íbúana, hún tengir þá saman, því táknmyndir ímyndarinnar
auðvelda fólki að finna sameiginlega upplifun og styrkja þannig rætumar sínar á
svæðinu. Því er það undir samfélaginu sjálfu komið og þeim íbúum sem þar búa á
hverjum tíma, að halda ímynd svæðisins á lofti með því að viðhalda þekkingunni og
varðveita samfélagssöguna. Með því að efla svæðisvitund íbúanna og staðbundna
þekkingu þeirra, er jafnframt verið að undirstrika sérstöðu svæðisins og þar með
styrkja sjálfsmynd samfélagsins (Ray, 2001; Margrét Björk Bjömsdóttir, 2007). Mjög
mikilvægt er að allir íbúar svæðisins séu meðvitaðir um hvað svæðið hefur upp á að
bjóða, bæði í nútíðinni og til framtíðar, en viti einnig á hvaða gmnni það byggir.
Átthagafræði
Átthagafræði er þekkingarmiðlun sem snýst um nærumhverfi, menningu og náttúm
þess svæðis sem fólk býr í. Þar er saga hins nálæga nýtt til að viðhalda þekkingu á
svæðinu, enda er eðlilegt að byggðasagan spretti sjálfstætt upp og lifi í byggðunum
með fólkinu sem þar býr. Aukin staðbundin þekking íbúanna, styrkir tengsl þeirra við
staðinn, og vekur þá til vitundar um sérstöðu svæðisins sem opnar um leið augu þeirra
fyrir þeim tækifæmm sem þar felast. Þessi samvinna styrkir tengsl fólks við samfélag
sitt og næmmhverfi, og getur því verið hlekkur í byggðastefnu og eitt af ráðunum til
að draga úr byggðaröskun. Þannig er hægt að ljúka upp augum fólks fyrir því jákvæða
og merkilega sem er í þeirra heimabyggð og draga þannig fram sérstöðu svæðisins.
Þetta vekur upp samkennd og stolt, og styrkir rætur fólks og tengingu við