Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Side 369
MÁLSTOFA H - FERÐAMÁL OG SAMFÉLAGSGERÐ | 367
byggðarlagið, sem eykur þannig viljann til að lifa þar og starfa (Eygló Bjömsdóttir,
2005; Þorsteinn Helgason, 2005).
Dreifbýl landsvæði í Evrópu hafa í vaxandi mæli lagt áherslu á menningarauð svæða,
til að efla samfélögin og spoma þannig við hnignun í búsetu á landsbyggðinni. Segja
má að það sé gert með sömu aðferðum og við köllum átthagafræði, þar sem horft er til
sérstöðu og menningar hvers svæðis, eins og matarmenningar, tungumáls, handverks,
þjóðsagna, sjónlistar, tónlistar, leiklistar, bókmennta, sögustaða og fomminja, svo
eitthvað sé nefnt. Auk þess sem áhersla er á að efla vitund og þekkingu íbúanna, á
umhverfi sínu, náttúm, flóra og fánu svæðanna. Þessi aðferðafræði sem kölluð er
„menningarábati” (cultural economy), er notuð til að freista þess að fá íbúana til að
endurmeta sjálfsmynd samfélagsins á menningarlegum granni (Ray, 2001). Með
þessum aðferðum er hægt að afmarka og draga fram sérstöðu svæða og bæta þannig
ímynd þeirra, svo hægt sé að efla þau til ffekari þróunar og þroska. Menning og
staðbundin þekking er lykilþáttur í félags- og efnahagslegri þróun dreifbýlla svæða.
Með því að leggja áherslu á sérstöðu svæðisins og greina það þannig frá öðram
stöðum, er ýtt undir samkennd með íbúunum og tengsl þeirra við svæðið era treyst.
Til þess að fólk myndi tengsl og verði virkir þátttakendur í samfélaginu þarf það að
þekkja umhverfí sitt, sögu, menningu og sérstöðu svæðisins. Mikilvægt er að
varðveita þekkinguna í heimabyggð sem oft leiðir þá bæði til nýrrar þekkingar og
tækifæra á svæðinu. Þessi vitundarvakning hefur góð áhrif á nýsköpunar- og
ffumkvöðlastarf á svæðinu og eflir einnig og bætir ferðaþjónustu á staðnum (Ray,
2001).
Ferðaþjónusta
Eitt af einkennum ferðaþjónustu er hversu víðtæk atvinnugrein hún er, og hve mikið
hún skarast á við flesta þætti samfélagsins. Því má segja að ferðaþjónusta sé ekki
sérstök atvinnugrein í venjulegum skilningi þess orðs, heldur sé hún í raun samsett af
mörgum atvinnugreinum sem eiga viðskipti við ferðamenn, en byggir jafnffamt
rekstur sinn á að sinna öðram viðskiptamannahópum. Þetta eru aðal ástæður þess að
fyrirtæki og starfsfólk þeirra era oft ekki nógu vel meðvituð um mikilvægan þátt sinn
í ferðaþjónustu. Það veldur því líka að erfítt er að ná utan um umfang og ábata
ferðaþjónustunnar (Reid, Mair, George, og Teylor, 2001; Ásgeir Jónsson, 2004;
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, 2005).
Ljóst er að fjöldi fólks og staða hefúr beinan hag af atvinnu vegna ferðaþjónustu og
þeirri starfsemi sem henni er tengd. En áhrif ferðaþjónustu era einnig mun viðameiri
því oft er rætt um bein, óbein og afleidd efnahagsáhrif þessarar starfsemi. Þar sem
ferðaþjónusta er mjög víðtæk og fjölþætt starfsgrein teygir hún viðskiptabönd sín
víða, og þarf að eiga viðskipti við marga og ólíka viðskiptaaðila á ólíkum sviðum í
samfélaginu. Ferðaþjónusta er af þeim sökum mjög mikilvæg fyrir landsbyggðina, þar
sem hún skapar aukin umsvif á svæðinu og eykur fjölbreytni í atvinnu-, þjónustu-,
afþreyingar- og menningartækifæram. Segja má að sérstaða ferðaþjónustunnar sem
atvinnugreinar á landsbyggðinni sé að hún byggir að nokkra leiti á staðbundnum
gæðum svo sem náttúrufegurð og menningarminjum, þetta er því ein af fáum
atvinnugreinum þar sem landsbyggðin hefur hlutfallslega yfirburði yfír
höfuðborgarsvæðið vegna landfræðilegra aðstæðna (Samgönguráðuneytið, 2005;
Ásgeir Jónsson, Njáll T. Friðbertsson og Þórhallur Ásbjörnsson, 2006 ).