Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Side 370
368 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Reynslan sýnir að samspil heildarinnar er það sem skiptir máli við uppbyggingu á
ferðaþjónustu. Framboð margvíslegra þjónustuþátta, gæði stoðkerfísins, samgöngur,
almennt atvinnustig áfangastaðarins og að seglar svæðanna fléttast saman í eina heild
sem myndar áfangastað ferðamannsins. Ferðavaran þarf að vera löguð að
áfangastaðnum með tilliti til þess sem þar er til staðar. Lifandi og öflugar
menningarstofnanir á borð við bókasöfn, héraðsskjalasöfn, minjasöfn, tónlistarskóla,
leikfélög, kóra, kvenfélög og sögufélög geta í samstarfi við ferðaþjónustuaðila staðið
að íjölþættu menningarstarfi, sýningarhaldi, hátíðahöldum og skemmtunum sem laða
að ferðamenn innlenda sem erlenda, jafnframt því að auðga líf íbúanna. Fagmennska í
ferðaþjónustu felst ekki síst í samstarfi sem þessu, því samfélagið allt er liður í því að
mynda ferðavöruna, þar sem allir íbúar svæðisins eru í raun þátttakendur í
ferðaþjónustunni með því einu að vera búsettir á áfangastaðnum (Ray, 2001; Reid,
Mair, George, og Teylor, 2001; Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, 2005). Mörgum er ljós sá
auður sem liggur falinn í menningararfi þjóðarinnar, og ávalt eru fleiri sem gera sér
grein fyrir því að samtímamenning okkar, mannlíf og sérkenni hvers svæðis eru
auðlind sem nýta má ferðaþjónustu til framdráttar. En sagan og menningin verða ekki
sjálfkrafa að seljanlegri vöru og í mörgum tilvikum eru slík verkefni alls ekki á færi
einstaklinga einna, heldur verður að koma til samvinna fjölmargra félaga og stofnana
á viðkomandi svæði (Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, 2005) Því má segja að
eftirsóknaverðast sé fyrir alla aðila ef hægt er að byggja upp áfangastað í
ferðaþjónustu þar sem allt samfélagið er meðvitað um mikilvægi þessa að allir séu
meðvirkir og hluti af heildinni. En það er ekki nóg að efla ímynd og vekja eftirtekt og
áhuga ferðamanna, ferðaþjónustan verður að standa undir væntingum gesta.
Samkeppni áfangastaða í ferðaþjónustu er hörð og því þarf að vanda mjög til verka ef
árangur á að nást. Fjölmörg spennandi tækifæri bíða ferðaþjónustunnar á
landsbyggðinni og miklir möguleikar eru í nýsköpun og vöruþróun sem byggist bæði
á náttúrunni sem menningu, hefðum og sögu samfélaga og svæða (Guðrún Þóra
Gunnarsdóttir og Þorvarður Ámason, 2006).
Sjálfsefling samfélaga
Af þessu má ætla að efling samfélagsandans, skerpi ímyndina og auki mönnum
bjartsýni, dug og þor til nýsköpunar í atvinnu og annarri uppbyggingu, þar sem þeir
skynja samhug samfélagsins og jákvætt viðhorf. Einnig er hægt að segja að
átthagafræði auki samkennd, þar sem hún dregur fram þá þætti í næramhverfi fólks
sem skapa svæðinu og samfélaginu sérstöðu og styrkir þannig átthagaböndin og eflir
samfélagsandann. Tækifæri ferðaþjónustunnar liggja einnig í sérstöðunni og gæði
hennar aukast eftir því sem hægt er að bjóða upp á fjölbreyttari þjónustu, upplifun og
fræðslu á svæðinu. En ferðaþjónusta skapar líka svigrúm til aukinnar þjónustu og
uppbyggingar á landsbyggðinni sem er þá jafnframt til hagsbóta fyrir íbúana. Því
haldast þessir þættir í hendur og geta þannig stuðlað að sterkari byggð.
I sumar fékk ég tækifæri til að sannreyna þessa skoðun mína þar sem mér bauðst að
vinna á stað í Skotlandi þar sem þessi hugmyndafræði hefur verið höfð að leiðarljósi
við uppbyggingu upplýsinga- og samfélagsmiðstöðvar. Þessi staður sem ég hef kosið
að kalla „átthagastofú“ heitir „Here We Are“ og er í litlu samfélagi á vesturströnd
Skotlands (sjá: http://www.hereweare-uk.com/). Þama er unnið að því að afla og
miðla upplýsingum um samfélagið og svæðið, bæði í nútíð og fortíð, auk þess sem
horft er til framtíðar og unnið að uppbyggjandi málefnum fyrir samfélagið.
Hugmyndafræðin að baki „Here We Are“ er að kryfja og skilgreina svæðið, safna