Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Qupperneq 374
372 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
DLG skiptir áfangastöðum niður í tvo meginflokka, sem eru:
- sveita- eða dreifbýlisgisting (þ. Landurlaub)
- landbúnaðartengd ferðaþjónusta (þ. Urlaub auf dem Bauemhof).
Undir hana heyra svo þrír undirflokkar, sem em:
- vínræktarbú
- hestabú og
- lífræn bú.
Aðilar sem sækjast eftir gæðavottun hjá DLG þurfa að sýna fram á að allir þættir
starfseminnar sem snúa að gestum standist nútíma gæðakröfur. Hér má nefna gæði
aðstöðu og þjónustu fyrir gesti, umhverfis- og öryggismál o.s.frv. Eftir að
ferðaþjónustuaðili hefur fengið vottun, þarf hann að standast úttekt þriðja hvert ár
(DLG, án árs).
Sveita- og dreifbýlisgististaðir þurfa að vera í fallegu og friðsælu sveita- eða smá-
þorpaumhverfi og geta verið í ýmiskonar byggingum allt frá fyrrverandi sveitabæ til
gamals kastala (Landtourismus, án árs). Aðilar sem vilja kenna sig við
landbúnaðartengda ferðaþjónustu verða að reka búskap á býlinu. í þessum flokki er
mikil áhersla lögð á að starfsemi í ferðaþjónustu sé í nánum tengslum við starfsemi
búsins og að gestir getið auðveldlega fengið góða innsýn í bústörfin.
Landbúnaðartengd ferðaþjónusta, dæmi frá Rheinland-Pfalz
Til þess að kynna sér landbúnaðartengda ferðaþjónustu í Þýskalandi vom heimsótt
fimm býli, sem valin vom af handahófi, innan DLG í Rheinland- Pfalz og viðtöl tekin
við rekstraraðila.
A öllum bæjunum er í boði fjölbreytt afþreyingardagskrá sem miðuð er við fjölskyldur
en hver einstaklingur getur fundið eitthvað við sitt hæfi. Gestir geta tekið virkan þátt í
bústörfum, t.d. hjálpa þeir við gjafir og mjaltir, taka þátt í smalamennsku og umhirðu
dýranna. Fullorðnir geta prófað að aka dráttarvél eða farið í veiði-, göngu- eða
hjólreiðaferð. Sumstaðar em haldin föndumámskeið og gestimir geta jafnvel prófað að
vinna úr afúrðum búsins og reyna sig í matvælavinnslu, ullarvinnslu og rúningu svo að
fátt eitt sé nefnt. Bömin geta farið í útsýnisferð í heyvagninum, í teyminga- eða reiðtúr
á hestum, með bóndanum á traktor eða tekið þátt í öðmm leikjum.
A flestum bæjum er fjölskrúðugt dýralíf. Fyrir utan hefðbundið búfé eins og kýr,
kindur, svín, hænur, hesta auk hunda og katta em margir með geitur, gæsir og endur,
kanínur, naggrísi, asna, jafnvel páfugla eða önnur dýr. Bömin hafa undir eftirliti
ábúenda eða foreldra góðan aðgang að þessum dýmm og geta, ef aldur þeirra leyfir,
einnig tekið þátt í umhirðu þeirra. Þar sem fjölskyldur með böm er stærsti markhópur
landbúnaðartengdrar ferðaþjónustu í Þýskalandi, em flest býlin mjög bamvæn.
Ibúðimar eða sumarhúsin eiga að vera með öllu innbúi auk þess að vera með öllum
öryggis- og sérbúnaði fyrir böm, svo sem bamarúmum, bamastólum og skiptiborðum,
skápalæsingum, vömum í rafmagnsinnstungum, hliðum við tröppur, o.s.frv. Utandyra
em borð, stólar og sólbekkir fyrir fullorðna og ýmis leiktæki fyrir böm. Nefna má
sandkassa, gröfur, rólur, rennibrautir og jafnvel leiksvæði í heyhlöðu, lítil hús uppi í
trjám eða „gókart“ braut.
Oft er boðið upp á fjölbreytta og margþætta viðbótarþjónustu fyrir gesti gegn
aukagreiðslu.