Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 375
MÁLSTOFA H - FERÐAMÁL OG SAMFÉLAGSGERÐ | 373
Þó að flestar íbúðir séu með eldunaraðstöðu geta gestir keypt morgunverð og jafnvel
heitar máltíðir eftir pöntun. Á mörgum bæjum er hægt að óska eftir nýbökuðum
smábrauðum á morgnana sem eru sett fyrir framan herbergisdymar. Jafnvel er hægt
að biðja um innkaupaþjónustu sem sparar gestunum ferð í kaupstað. Sumir bjóða upp
á bamagæslu hluta dags og sumstaðar er hægt að fara í andlits- og fótsnyrtingu, sánu,
gufubað eða nudd á bænum. Með þessu móti er reynt að tryggja að dvölin verði við
allra hæfí og hver gestur geti fundið sína leið til þess að slaka sem best á, en einnig til
þess að vera virkur, gera eitthvað nýtt og fá hámarks upplifun.
Aðilamir sem heimsóttir vom, ráku allir fjölskyldufyrirtæki með blönduðum búskap
og ferðaþjónustu. Bæimir og umhverfí þeirra var fallegt og friðsælt og andrúmsloft var
notalegt. Þjónustan var margþætt, fjölbreytt en heilsteypt og einkenndist af mikilli
samvem og persónulegum tengslum milli ferðamanna og ábúenda. Ferðaþjónustan er
árstímabundin starfsemi og teygir sig frá febrúarlokum ffam í október. Bæimir fimm
vom með sjálfbæran, vistvænan eða lífrænan búskap og seldu afúrðir sínar beint frá
býlinu.
Til þess að lýsa nánar starfsemi ferðaþjónustubýlis í Þýskalandi verður tekið dæmi af
býlinu Ferienhof Taunusblick sem liggur í Nassau héraðinu í suðvestur Þýskalandi. Á
Taunusblick rekur fjölskyldan býli með geitum, nautgripum og öðrum dýrnrn ásamt
ferðaþjónustu. Aðalbúgreinin er lífræn geitarækt sem skiptist annars vegar í mjólkandi
geitur og hins vegar hjörð sem er nýtt í kjötframleiðslu og landvemd (dt.
Landschaftspflege). Til viðbótar er svo líffæn nautgriparækt vegna kjötframleiðslu.
Gripunum er eingöngu slátraði í heimasláturhúsi eftir pöntun. Á bænum er unnið úr
kjötinu og mjólkurafúrðunum og þessar afúrðir eru síðan seldar ásamt öðm heilsufæði
í lítilli búð sem er líka staðsett á bænum. Býlinu fylgja um 80 hektarar af náttúmlegu
graslendi, þar sem áðumefnd lífræn nauta- og geitarækt fer fram eftir gæðakröfúm
Biolands'. Geitumar sem notaðar era í kjöt- og pylsuffamleiðslu eru af tegundinni
„Burenziegen“. Yfír árið em aldir milli 300 og 400 gripir. Þessi geitategund ber allt
árið og er gripunum yfírleitt slátrað eftir sex mánaða aldur. Með tímanum hefúr byggst
upp viðskiptamannahópur, sem kaupir geitakjöt reglulega, en einnig er talsvert um
lausasölu á kjöti og pylsum. Til þess að tryggja ferskleika og koma í veg fyrir
geymsluvanda er gripunum, eins og áður hefúr verið nefnt, eingöngu slátrað eftir
pöntun.
í Nassauhéraðinu er talsvert af vemduðum svæðum, þar sem reynt er að kalla aftur
fram og viðhalda náttúmlegum gróðri og landslagi. Tilraunir hafa leitt í ljós að létt beit
geita stuðlar að því að flóran og fánan nái aftur sínum náttúralega fjölbreytileika. Eftir
að geitahjörðinni hefur verið beitt á þessum svæðum í nokkur ár hafa sjaldgæfar dýra-
og plöntutegundir breitt úr sér að nýju í meira mæli en annars staðar. Frá apríl fram í
nóvember gengur hirðir með þeim um þessi vemdarsvæði og er þetta fyrsta
geitahjörðin með hirði í Þýskalandi. Fjölskyldan á Taunusblick fær síðan greiðslu fyrir
þessa landvemd.
Heima á bænum er síðan annar geitastofn, sem nefnist „Toggenburger" og notaður er í
mjólkurffamleiðslu. Geitur af þessum stofni bera í lok janúar og eftir burð em geitur
og kiðlingar aðskilin. Kiðlingamir era aldir upp á gervimjólk en geitumar era
mjólkaðar þrisvar sinnum á dag. Mjólkumyt þessara geita er 2-3 lítrar á dag.
Mjólkurgeitumar era hafðar í opnu útihúsi, með aðgangi að beitilandi.
Bioland er eitt af fremstu samtökunum í lífrænni ræktun í Þýskalandi.