Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 376
374 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Á bænum eru síðan fimm fullbúnar fjölskylduíbúðir sem eru notaðar í ferðaþjónusm.
Mikil áhersla er lögð á að búa vel að bamafólki, sem er stærsti gestahópurinn á
Taunusblick. Ibúðimar em bamvænar og ömggar og útiaðstaðan hefur margt að bjóða
bæði bömum og fullorðnum. Á bænum em ýmiskonar gæludýr fyrir krakka en einnig
em þar einn asni og tveir hestar sem em vanir að ganga undir krökkum.
Gestunum gefst kostur á að hjálpa til þegar verið er að mjólka geitumar, og einnig
reyna sig í osta- eða pylsugerð. Allir mega taka þátt í umhirðu dýranna og að sögn
húsfreyju em stórir krakkar ótrúlega duglegir við það. Ef gestir hafa áhuga er farið
með þeim að tína ber eða aðra ávexti og svo em þeir aðstoðaðir við að sulta það sem
þeir hafa tínt. Nánast vikulega em haldin námskeið í stafagöngu fyrir gestina á
bænum. Þeir geta fengið göngustafi lánaða og farið reglulega í gönguferðir með
leiðsögumanni.
Áherslan er á að gestimir hafi þess kost að vera þátttakendur í bústörfum og
landbúnaðurinn er aðalaðdráttaraflið og kjaminn í ímynd ferðaþjónustufyrirtækisins.
Jafnframt er þess gætt að mæta öllum öryggis- og gæðakröfum sem gera verður til
gististaða. (Ferienhof Taunusblick, án árs), (Hiltrud Linscheid, viðtal, júní 2005).
Landbúnaðartengd ferðaþjónusta á Islandi
Segja má að skipulögð ferðaþjónusta í dreifbýli hafi hafist hér á landi á sjöunda
áratugnum þegar Flugfélag Islands hafði milligöngu um dvöl fyrstu erlendu gestanna á
íslensku sveitabýli. Fyrst vom það örfáir bæir sem tóku að sér ferðamenn, en smám
saman bættust fleiri við og upp úr því var Félag ferðaþjónustu bænda stofnað. í
upphafi vom gestir sem nýttu sér þessa þjónustu aðallega erlendis frá. En í lok níunda
áratugarins vom 65% þeirra sem nýttu sér þjónustu skrifstofu samtakanna íslendingar
(Ferðaþjónusta bænda, án árs). Síðan virðist þessi þróun ganga til baka og í dag em
þeir sem bóka sig í gegnum Ferðaþjónustu bænda að stómm hluta erlendir ferðamenn
sem ætla að tryggja sér gistingu á ferðum sínum um Island og bóka þá með góðum
fyrirvara. Islendingar elta frekar sólina, bóka þá beint hjá ferðaþjónustuaðila og oftast
með stuttum fyrirvara (Oddný Halldórsdóttir, viðtal, 9. janúar 2008).
Þegar framboð ferðaþjónustu í dreifbýli er skoðað hér á landi er í rauninni lítið um
landbúnaðartengd ferðaþjónustufyrirtæki á íslandi sem gætu uppfyllt kröfur DLG um
að starfsemi í ferðaþjónustu sé í nánum tengslum við starfsemi búsins o.s.frv. Einna
helst em það nokkur fyrirtæki í hestatengdri ferðaþjónustu sem gætu uppfyllt þessi
skilyrði. En 34% þeirra sem spurðir vom í tengslum við rekstrarkönnun meðal
hestaleigu- og hestaferðafyrirtækja á Islandi bjóða upp á pakkaferðir sem spanna yfir
tvo til tíu daga og er sú þjónusta margþætt og fjölbreytt (Guðrún Helgadóttir og
Ingibjörg Sigurðardóttir, 2004).
Margir bændur hætta strax eða fljótlega í búskap eftir að þeir byrja í ferðaþjónustu
(Berglind Viktorsdóttir, viðtal, 9. janúar 2008). Ekki er óalgengt að flest allt búféð sé
selt, gripahúsunum breytt í gistirými og peningar sem fengust fyrir kvótann settir í
viðgerð húsa og snyrtingu umhverfisins. Bóndabýlið er „þannig“ hreinsað og breytt í
almenna dreifbýlisgistingu, þar sem fátt annað en gamlar sögur og/eða myndir minna á
gamla góða sveitalífið og búskaparhættina. Jafnvel þó að búskapur eigi sér enn stað á
viðkomandi býli er ekki þar með sagt að ferðaþjónustan sé mjög landbúnaðartengd.
Fyrir Islendinga virðist það vera sjálfsagður hlutur að gestir geti farið og skoðað dýrin
og starfsemina. En það er ekki sambærilegt við skipulagða dagskrá og
landbúnaðartengda fræðslu fyrir gestina, þar sem ábúendur fylgjast markvisst með
gestunum hluta af deginum og skýra út, spjalla og fræða á meðan handtökin em sýnd.