Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 377
MÁLSTOFA H - FERÐAMÁL OG SAMFÉLAGSGERÐ | 375
Lausleg skoðun á heimasíðu Ferðaþjónustu bænda sýnir að einungis tólf aðilar eru
með táknið Húsdýr til sýnis/sveitaheimsókn og nefna á sínum heimasíðum afþreyingu
tengda bústörfum þar sem gestum gefst kostur á að fylgjast með og/eða taka þátt í
bústörfum.
Flestir gesta dveljast ekki nema eina eða tvær nætur hjá sama aðila og halda svo áffam
leið sinni. Þetta á við bæði um íslenska gesti og erlenda. Margir ferðaþjónustuaðilar
kvarta undan þessu, þar sem talsvert meiri vinna og þar með kostnaður fellur til við ör
gestaskipti. Margir hafa reynt að lengja dvalartíma gesta sinna með framboði
ýmiskonar afþreyingar, en það hefur gengið misvel (Berglind Viktorsdóttir, viðtal, 9.
janúar 2008).
Það er mjög athyglisvert að skoða í þessu samhengi tölur úr markaðskönnun á
landbúnaðartengdri ferðaþjónustu í Þýskalandi ffá árinu 2005. Þar kemur fram að um
1,6 miljón Þjóðverja hafi dvalist á sveitabæ í Þýskalandi eða nágrannalöndum í fríinu
sínu í a.m.k. 5 daga eða lengur. Meðaldvalartími gesta á hverjum bæ eru rúmir 11
dagar. Við lauslega athugun á landbúnaðartengdri ferðaþjónustu í Þýskalandi kemur í
ljós að flestir aðilar eru með 6-7 daga lágmarks leigutíma á sínu gistirými stóran hluta
af árinu. Eftirspum eftir þessari ferðaþjónustu er mikil og því geta ferðaþjónustuaðilar
sett þessar kröfur um leigutíma og þannig tryggt hámarksnýtingu á húsnæði sínu. í
flestum tilfellum er um misstórar íbúðir eða sumarhús á eða við sveitabæina að ræða.
Flestir gestimir em fjölskyldufólk með böm og koma úr borg eða smábæ (Grimm,
Mainken, Winkler og Ziesemer, 2006). Þessi afgerandi munur á sér sjálfsagt margar
ástæður, en líklegt er að það sé munurinn á milli þjónustuffamboðsins á íslenskum og
þýskum sveitabæjum sem hefur þama talsverð áhrif.
Landbúnaðartengd ferðaþjónusta, vannýtt tækifæri?
Þessi samanburður bendir til að enn séum við ekki að nýta tækifæri og
vaxtarmöguleika í ferðaþjónustu í tengslum við landbúnað á íslandi. En
framkvæmdahugur þeirra sem stefna að sjálfbæmm fjölskyldubúrekstri í dreifbýli á
kannski svolítið erfitt uppdráttar um þessar mundir. Landbúnaður á íslandi hefur verið
um skeið og er enn á krossgötum og óvíst hvaða stefna verður tekin. Landbúnaðurinn
og landbúnaðarstefnan hefúr ekki alltaf fengið hagstæða umfjöllun undanfarin ár og
hlotið talsverða gagnrýni (Haraldur Benediktsson, 2007a). BCröfur samfélagsins snúast
sífellt um hagræðingu, spurt er frekar um magn og verð en gæði. Búin em alltaf að
stækka en að sama skapi fækkar þeim (Haraldur Benediktsson, 2007b). Þetta sama
gerðist og gerist enn í landbúnaði víða erlendis og er tilkoma verksmiðjubúa er ein
afleiðing þessarar þróunar. Skuggahliðar slíkra búa koma æ meira í ljós,
fóðurframleiðsla, losun úrgangs, lyfjanotkun, aðbúnaður, heilsa og vellíðan dýra em
allt þættir sem hafa orðið fyrir vaxandi gagnrýni og einnig hefur verið bent á
hagkvæmnin í rekstri sé ekki alltaf eins mikil og af var látið (Landsbygdens Folk,
2007, 23.október).
Eins og Haraldur Benediktsson (2007a) benti á í ræðu sinni á Búnaðarþingi 2007, þá
má rekja hina hörðu og að mati margra manna ósanngjömu gagnrýni í garð
landbúnaðarins til umtalsverðrar vanþekkingar. Þó að þjóðin standi með starfsemi
landbúnaðarins á íslandi samkvæmt nýrri könnun á vegum Bændasamtakanna (2007),
þá verður samt stöðugt að vera að vinna að því að bæta tengslin milli neytenda og
framleiðenda, þéttbýlis og dreifbýlis. Þar getur þáttur landbúnaðartengdrar
ferðaþjónustu verið mikilvægur. Þá getur landbúnaðartengd ferðaþjónusta gegnt
þýðingarmiklu hlutverki hvað varðar varðveislu þekkingar á vinnubrögðum, handverki
oe iafnvel stuðlað að verðamætaaukninau afúrða. Staða íslenska 2eitastofnsins er til