Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 381
MÁLSTOFA H - FERÐAMÁL OG SAMFÉLAGSGERÐ | 379
íbúar íslenskra sveita treysta nú á tekjur af öðrum atvinnurekstri en landbúnaði (Karl
Benediktsson og Edda Ruth Hlín Waage, 2005). Þannig hafa bændur verið hvattir til
að hasla sér völl í atvinnustarfsemi sem býr við ólíkt rekstrarumhverfi en það sem þeir
eru vanir að starfa í. Sem dæmi um slíka starfsemi má nefna ferðaþjónustu.
Bændur sem stunda hefðbundinn búskap hafa töluverða reynslu af rekstri fyrirtækja
því búrekstur er vissulega fyrirtækjarekstur, enda er bændum sem og öðrum sem
stunda atvinnustarfsemi, skylt að skrá sinn rekstur í fyrirtækja- eða hlutafélagaskrá.
Algengt er að bú séu rekin á kennitölu eigenda eða sem einkahlutafélög en notkun á
því rekstrarformi hefur aukist verulega meðal bænda á undanfömum ámm (íngibjörg
Sigurðardóttir, 2007 A).
Með uppbyggingu á fjölbreyttri atvinnustarfsemi til sveita gefst tækifæri til að nýta
betur ýmsa framleiðsluþætti sem til staðar em. Má þar nefna land, húsakost, vélar og
tæki, bústofn og mannafla. I íslenskri rannsókn í hestaleigum og
hestaferðafyrirtækjum kom í ljós að nokkrar meginástæður reyndust vera fyrir því að
fyrirtækin vom í upphafi stofnuð:
• Að auka tekjumöguleika á býlinu samhliða annarri starfsemi svo sem
landbúnaði, hrossarækt og/eða þjálfun.
• Að auka nýtingu eigna eins og bygginga, lands og hrossa.
• Þróun viðskiptatækifæra til að bregðast við samdrætti í hefðbundnum
landbúnaði.
• Að gera áhugamálið að viðskiptatækifæri (Ingibjörg Sigurðardóttir, 2005),
Eins og sjá má hér að ofan em fyrirtæki í hestatengdri ferðaþjónustu oft stofiiuð til að
bregðast við breyttum aðstæðum í hefðbundnum landbúnaði og til að auka nýtingu
eigna sem og tekjumöguleika á viðkomandi búi.
Aukin ijölbreytni atvinnu og bætt nýting framleiðsluþátta í dreifbýli er af hinu góða.
Stuðningur við slíka uppbyggingu hefur verið nokkur hér á landi. Má þar nefna
námskeiðahald og styrki til þróunar á viðskiptahugmyndum. Nýtt dæmi um slíkt er
verkefnið Vaxtarsprotar sem hefur það meginmarkmið að hvetja og styðja við
ijölbreytta atvinnusköpun til sveita (Þingeyjarsveit, 2008). Fyrir bændur og aðra sem
búa og starfa í dreifbýli em margvísleg tækifæri fólgin í því að setja á fót nýja
starfsemi eða að útvíkka þá starfsemi sem þegar er til staðar á viðkomandi býli. Rétt
er að hafa í huga að “ný” þjónusta þarf ekki að vera ný undir sólinni eins og sagt er.
Þar getur verið um að ræða breyttar útfærslur eða stíl, endurbætta eða útvíkkaða
þjónustu, að þjónustan sé ný hjá viðkomandi fyrirtæki, á viðkomandi svæði eða að um
sé að ræða nýtt fyrirtæki (Ingibjörg Sigurðardóttir, 2006).
í Finnlandi em aðstæður í landbúnaði að sumu leyti sambærilegar við það sem gerist
hérlendis. Miklar breytingar hafa átt sér stað á undanfomum ámm og hafa menn leitað
leiða til að gera fólki kleift að halda áfram búsetu á sínum jörðum þrátt fyrir samdrátt
og/eða breytingar á hefðbundnum landbúnaði. Hafa finnskir bændur m.a. verið
hvattir til að koma á fót nýrri atvinnustarfsemi. Finnskar rannsóknir hafa bent til þess
að mikla fræðslu og þjálfun þurfi til að auðvelda bændum að snúa sér að annars konar
rekstri þ.e. rekstri sem útheimtir mikla þekkingu m.a. á sviði markaðsmála. Því er það
talið vera eitt af stóm viðfangsefnunum í finnskum landbúnaði um þessar mundir að
gera bændum fært að efla frumkvöðlahæfni sína og þekkingu og hæfni á sviði
markaðsmála (Vesala, Peura og McElwee, 2007).
I ljósi þessa má velta því fyrir sér hvemig efla megi íslenska bændur svo þeir eigi
auðveldara með að takast á við rekstur fvrirtækia í rekstrarumhverfi. bar sem