Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 384
382 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
mörgum tilfellum lægra í öðrum greinum ferðaþjónustunnar (Rögnvaldur
Guðmundsson, 2006).
Ljóst má vera að gæði þeirrar þjónustu sem veitt er hverju sinni er mikilvæg forsenda
þess að þjónustufyrirtæki blómstri. Góð þjónusta og jákvætt orðspor fyrirtækja er
mikilvægt vopn í markaðssetningu hverju sinni. Þegar bændur snúa sér að starfsemi
sem felst í að veita þjónustu í stað þess að starfa t.d. við framleiðslu hefðbundinna
landbúnaðarvara, er því ljóst að nauðsynlegt er að leggja ríka áherslu þessa þætti. Til
að svo megi verða er þjálfun og fræðsla nauðsynleg. En það á við um alla þá sem
koma að því að veita þjónustu burtséð frá því úr hvaða atvinnugrein þeir koma.
Mikilvægi þjálfunar og fræðslu þegar skipt er um starfsvettvang
Aukin menntun, þjálfun og leiðbeiningar um rekstur fyrirtækja og þjónustu við
viðskiptavini er sífellt að verða mikilvægari til að rekstraraðilar geti rekið fyrirtæki sín
með hagkvæmum hætti í hinu síbreytilega viðskiptaumhverfí sem fyrirtæki í dag búa
við (Einar K. Guðfmnsson, 2004). I stefnumótun Samgönguráðuneytisins árið 1996
voru settar fram allnokkrar meginstefnur sem fylgja skyldi á komandi árum. Ein
þeirra var að „Rannsóknir, menntun og starfsþjálfun verði efld í samræmi við þarfír
atvinnugreinarinnar” (bls. 15). Þegar skoða á fyrirtæki í ferðaþjónustu er mikilvægt
að hafa í huga sérstöðu og eðli fyrirtækja í greininni. Sérstöðu
ferðaþjónustufyrirtækja er ágætlega lýst með eftirfarandi orðum: „Fyrirtæki í
ferðaþjónustu eru flest mannaflsfrek, byggja á starfsfólki, þekkingu þess og reynslu”
(Amey Einarsdóttir ofl., 2007).
Ef litið er á rannsóknir á ferðaþjónustufyrirtækjum á íslandi, Danmörku, Portúgal,
Astralíu, írlandi og Skotlandi, sést að alls staðar er skortur á fæmi og þekkingu
almennra starfsmanna takmarkandi þáttur þegar kemur að stjómun og stefnumótun
fyrirtækjanna (Lyck, 2002; Costa, 2004; Graham og Lennon, 2002; Lenehan, 2000;
Guðrún Helgadóttir og Harpa Hlín Þórðardóttir, 2004; Amey Einarsdóttir og Sigríður
Þrúður Stefánsdóttir, 2005).
Háönn ferðaþjónustu er víða stutt og því þarf að ráða mikinn fjölda starfsmanna í
stuttan tíma. Starfsmannavelta er yfírleitt mikil og því nýtist þjálfun og fræðsla illa
(Guðrún Helgadóttir og Harpa Hlín Þórðardóttir, 2004; Costa, 2004). Þetta eykur
hættuna á því að starfsmenn séu ekki nægilega hæfir í sínum störfum sem kemur niður
á þjónustugæðum (Costa, 2004). Vísbendingar em um að starfsmenn sem ráðnir em í
skamman tíma séu ekki eins reiðubúnir að leggja sig fram um að ná markmiðum
fyrirtækisins og þeir sem em fastráðnir. A Islandi hefur þó ferðamönnum á lágönn
fjölgað umtalsvert á undanfömum ámm en það styrkir rekstrargrundvöll fyrirtækja í
ferðaþjónustu (Samtök ferðaþjónustunnar, 2006). Þegar háönn ferðaþjónustunnar er
stutt eins og raun ber vitni getur slík starfsemi hentað vel samhliða búskap, til dæmis
sauðfjárbúskap, jafnvel þó að vissulega þurfí að sinna heyskap og öðmm verkum yfír
sumartímann.
Aukin þjálfun og fræðsla starfsmanna, teymisvinna og sanngjöm framkoma við
starfsmenn, virðist leiða til aukinnar starfsánægju, bættra afkasta, minni
starfsmannaveltu, lægri kostnaðar og aukinnar skilvirkni (Bemardin, 2003). í
Danmörku hefur lágt menntunarstig í ferðaþjónustu leitt til þess að greinin er ekki
talin standast nægilega vel samanburð við aðrar atvinnugreinar hvað arðsemi varðar
(Lyck, 2002). Sömu sögu er að segja frá Skotlandi, en þar hefur skortur á menntun
starfsmanna í móttöku ferðamanna verið rannsóknarefni um árabil. Skotar hafa lagt