Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 395
MÁLSTOFA H - FERÐAMÁL OG SAMFÉLAGSGERÐ | 393
Litróf landbúnaðarsamfélagins
Karl Benediktsson, Magnfríður Júlíusdóttir og Anna Karlsdóttir
Land- ogferðamálafrœðiskor Háskóla Islands
Inngangur
Atvinnulíf í sveitum hefur tekið miklum breytingum hér á landi á undanfomum ámm.
Auk þess að sinna hefðbundnu hlutverki sem framleiðendur undirstöðumatvæla hafa
íbúar sveitanna fitjað upp á fjölmörgum markaðstengdum nýjungum, sem bæði varða
vömþróun og þjónustuframboð. Einnig er í vaxandi mæli viðurkennt að bændur hafi
hlutverki að gegna við að sjá samfélaginu fyrir ýmsum almannagæðum, sem markaðir
ná ekki til nema að takmörkuðu leyti. í þessu erindi er gerð grein fyrir
rannsóknaverkefni sem höfundar vinna að, um fjölþætt hlutverk landbúnaðar á Islandi
og nýbreytni í landbúnaðarsamfélaginu. Verkefnið er styrkt af Framleiðnisjóði
landbúnaðarins. Fyrst verður fjallað almennt um breytingar í íslensku
landbúnaðarsamfélagi og þær settar í samhengi við alþjóðlega þróun. Síðan verður
tiltekið greiningarlíkan, sem myndar verkefninu fræðilegan ramma, stuttlega útskýrt.
Loks verður gerð stutt grein fyrir upphafi verkefnisins og framgangi til þessa.
Breytt hlutverk landbúnaðar
Þær breytingar sem em að verða á forsendum landbúnaðar á Islandi eiga eftir að hafa
umtalsverð áhrif á atvinnulíf og búsetu til sveita. Þær eiga sér margvíslegar rætur;
breyttar aðstæður á neytendamarkaði, tækniframfarir, breytingar á stjómunarramma
landbúnaðarins og jafnvel endurskoðun á því hvað felst í hugtakinu „landbúnaður“.
Að þessu leyti er margt svipað með þróuninni á íslandi og í flestum nágrannalöndum
(Marsden 1999; Woods, 2005; Mather o.fl., 2006; Winter, 2006; Halfacree, 2007).
Neytendamarkaður hefur þróast í tvær áttir. Annars vegar krefjast neytendur sífellt
lægra verðs á landbúnaðarvömm. Hins vegar hefur aukin heilsu- og umhverfisvitund
skapað skilyrði fyrir framleiðendur dýrrar gæðavöm, sem oft er vottuð samkvæmt
tilteknum stöðlum. Framleiðsla á hvítu kjöti og eggjum hefúr um alllanga hríð að
mestu verið á forsendum iðnvædds stórbúskapar. Framleiðendur grænmetis hafa
haldið sínu, en glíma við vaxandi samkeppni frá innflutningi. Hinar tvær gömlu
meginstoðir, mjólkurframleiðsla og sauðijárbúskapur, hafa hins vegar þróast á ólíkan
hátt (Benediktsson, 2001; Sigurður Jóhannesson & Sveinn Agnarsson, 2005). Veruleg
samþjöppun og hagræðing hefur orðið í mjólkurframleiðslu, samfara tæknivæðingu,
mikilli fækkun búa og umtalsverðri stækkun þeirra (Bændasamtök íslands, 2007).
Sauðfjárbúskapur er hins vegar enn tiltölulega dreifður og rekinn í smáum einingum,
sem margar hverjar eru ekki færar um að standa undir afkomu fjölskyldu nema aðrir
tekjustofnar komi til samhliða.
Til viðbótar hefðbundinni framleiðslu á búvörum hafa karlar og konur í íslenskri
bændastétt sýnt verulega hugkvæmni í að breikka tekjugrundvöll sinn með því að þróa
nýjar vörur og þjónustu. Nýlegar kynjafræðilegar rannsóknir á umbreytingum í
evrópskum landbúnaði í kjölfar stefnubreytingar hjá Evrópusambandinu sýna að
konur til sveita eru oft á tíðum leiðandi í því að þróa nýjar tekjuleiðir með nýrri vöru
eða atvinnu utan býla (Bock, 2004; Little, 2002; Shorthall, 2002; Little & Jones,
2000).