Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Side 398
396 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
margvíslegar afleiðingar fyrir afkomu búa. Loks geta hræringar í stjómmálum þýtt
umtalsverða óvissu.
c) Reglur og venjur. Þama er átt við ýmsa ytri ramma lagaumhverfis, efnahagslífs,
stjómmála, stofnana og menningar, sem hafa áhrif á hvemig tekst að spila úr þeim
björgum eða auði sem einstaklingar og fjölskyldur í sveitum hafa aðgang að. Reglur
um aðstöðu til úrvinnslu landbúnaðarvara em til að mynda afar mismunandi eftir
löndum. Sums staðar er erfitt að setja á stofn heimavinnslu afurða vegna strangra
krafna til búnaðar og aðstöðu, svo dæmi sé tekið, á meðan annars staðar hvetur kerfið
til slíks. Skipulag stoðkerfisins skiptir einnig afar miklu máli; aðgangur bænda að
þekkingu og tjármagni til að fitja upp á nýbreytni er mismunandi eftir svæðum og
tegundum.
d) Bjargráð. A gmndvelli alls þessa - bjarga/auðs; óvissuþátta, og þess ramma sem
reglur og venjur setja - mótar hver eining sér tiltekna stefnu eða bjargráð1. Tekin er
ákvörðun um breytingar á þeim búskap sem fyrir er, eða um róttækari nýbreytni,
ýmist á sviði landbúnaðarframleiðslu í hefðbundnum skilningi eða einhverja aðra
starfsemi. Þótt aðstæður hverrar einingar séu sérstakar má finna sameiginleg einkenni
— nokkur algeng bjargráð sem fá athygli margra. Þannig var því til dæmis varið um
refarækt í sveitum Islands á sínum tíma. Hún var beinlínis sett fram af yfirvöldum sem
bjargráð á tíma niðurskurðar í hefðbundnum greinum og hlaut mikla athygli um tíma.
A síðari árum hefur ferðaþjónusta verið mjög áberandi eins og fyrr getur - sem eitt
helsta bjargráð íbúa í mörgum sveitum.
e) Útkoma. í fyllingu tímans kemur í ljós hvort þau bjargráð sem gripið er til duga til
að tryggja lífsviðurværi fjölskyldunnar - og hvort þau reynast „sjálfbær“ í
umhverfislegum, efnahagslegum eða félagslegum skilningi.
Þetta sjónarhom beinir þannig athyglinni að mörgum og ólíkum atriðum samtímis, en
mörg önnur greiningarsjónarhom hafa tilhneigingu til að einblína á eina hlið. Það
gefur kost á að setja einstaklinga og fjölskyldur í forgmnn sem gerendur, enda vart
hægt að mæla því í mót að það séu ákvarðanir einstakra gerenda sem mestu máli
skipta um framvindu landbúnaðarsamfélagsins. Samt er ekki hætta á því að missa
sjónar á áhrifum ytri afla, sem oft em afar mikil.
Gagnrýni hefur vissulega komið fram á líkanið. Arce (2003) telur t.d. að í því sé ekki
tekið nægilega tillit til þess að í þróun landbúnaðarsamfélaga takist oft á ólík gildi,
sérstaklega þegar til stendur að framkvæma tiltekin þróunarverkefni sem hönnuð séu
af sérfræðingum (sjá einnig Arce o.fl., 1994; Long, 2001). Ekki sé heldur æskilegt að
tala um bjargir einungis með hagrænum hugtökum, sem auð eða „kapítal“. Aðrir telja
að í líkaninu felist ákveðin hætta á tæknihyggju, sem ekki rími vel við raunveruleg
grasrótarverkefni á sviði samfélagsþróunar (Brocklesby & Fisher, 2003).
Eins og áður sagði mótaðist sjónarhomið um sjálfbært lífsviðurværi upphaflega innan
stofnana sem fást við þróunarsamvinnu í fátækari hlutum heimsins. Það hefur þó
einnig nokkuð verið nýtt á Vesturlöndum, bæði sem greiningartæki og til þess að
skipuleggja tiltekin verkefni (sjá t.d. Butcher o.fl., 2003; Hinshelwood, 2003;
Hocking, 2003). I verkefninu er þetta líkan hugsað til hliðsjónar við túlkun. Auk
þeirra atriða sem það bendir á verður fjallað sérstaklega um hinar landfræðilegu hliðar
á nýbreytni til sveita og þróunina í átt að fjölþættum landbúnaði. Staðsetning býlis og
1 Orðið „bjargráð" er notað hér sem þýðing á enska orðinu livelihood strategy, sem hefur dálítið annan
blæ en hið gamla og góða íslenska hugtak. Áður hefur það verið notað fyrir það sem á ensku kallast
coping strategy (Gunnar Þór Jóhannesson, 2003)