Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 399
MÁLSTOFA H - FERÐAMÁL OG SAMFÉLAGSGERÐ | 397
samgöngur geta ýmist verið hjálp eða hindrun í því að hrinda í framkvæmd tilteknum
bjargráðum.
Rannsóknaverkefnið
Vinna við rannsóknaverkefnið „Litróf landbúnaðarins“, sem getið var í upphafí
greinarinnar, hófst um mitt ár 2007. Rannsóknin skiptist í tvo hluta. Með viðtölum,
sem tekin voru á árinu 2007, var aflað upplýsinga um nýbreytni af margvíslegum toga
í atvinnu og tekjuöflun til sveita. Tekin vom 46 ítarleg viðtöl við alls 75 ábúendur á
býlum. Viðmælendur vom valdir með það að markmiði að afla þekkingar á
mismunandi dæmum eða tegundum bjargráða. Skipting á milli landshluta var sú að
átta viðtöl vom tekin á Vesturlandi, þrjú á Vestljörðum, níu á Norðurlandi vestra, tíu á
Norðurlandi eystra, tíu á Austurlandi og loks sex á Suðurlandi. I viðtölunum vom
ákveðin meginefni höfð til hliðsjónar. Helst þeirra vom saga ábúenda á býli, starfsemi
og tekjuöflun ábúenda á og utan býlis, nýbreytni í starfsemi, hvati og viðhorf til
nýbreytni, viðhorf til og reynsla af stoðkerfí landbúnaðarins og framtíðarsýn á þróun
landbúnaðar sem og byggðaþróun í sveitum.
Að auki var rætt óformlega við tugi bænda, ráðunauta og starfsmenn ýmissa verkefna.
Sérstök áhersla var lögð á að skoða þróun á svæðum sem flokka má sem
,jaðarsvæði“, m.a. vegna fjarlægðar frá afurðastöðvum og stómm
neytendamörkuðum, sem og vegna fólksfækkunar.
Stærstur hluti viðmælenda var á fimmtugs- eða sextugsaldri, alls 56 þeirra. Átta
bændur vora á milli þritugs og fertugs og ellefu þeirra vom sextugir eða eldri.
Áberandi var hve margir viðmælenda höfðu lokið háskólanámi eða vom
bændaskólagengnir, eða ríflega helmingur þeirra. Fjórðungur hafði iðnmenntun að
baki eða hafði lokið stúdentsprófi. Meirihluti ábúenda á býlum hafði tekið við af
foreldmm sínum, í 27 tilvikum af foreldmm karlsins og í sex tilvikum af foreldmm
konunnar. í þrettán tilvikum höfðu ábúendur keypt jörðina án slíkra tengsla. Margir
þeirra vom fæddir og uppaldir á viðkomandi svæði en höfðu ekki möguleika á að taka
við búskap foreldra sinna. Einnig hafði hluti þeirra verið í sveit á viðkomandi svæði
og í framhaldi af því haft löngun til að flytjast þangað búferlum og hefja búskap.
Af þeim sem rætt var við stunduðu flestir sauðfjárbúskap, 31 talsins. Á tíu býlum var
stunduð nautgriparækt, á ellefu þeirra hrossarækt í einhverjum mæli og á fimm búum
garðyrkja eða ylrækt. í öðmm búgreinum vom færri en fimm bændur sem stunduðu
hverja grein fyrir sig. Sjö bændur vom með lífrænt eða vistvænt vottaðan búskap.
Komrækt var stunduð á sex býlum og skógrækt eða landgræðsla á tólf þeirra.
Ferðaþjónustubændur vora fimmtán talsins. Á tólf býlum var unnið handverk. Á
rúmlega tuttugu býlum höfðu ábúendur einhverja innkomu af hlunnindum, flestir af
veiðihlunnindum ýmis konar eða sjávar- og fjöranytjum.
Úrvinnsla úr viðtalsgögnunum stendur enn yfir þegar þetta er ritað. Með ítarlegri
greiningu á mismunandi tilvikum er markmiðið að auka skilning á þeim ljölbreyttu
leiðum sem ábúendur fara til að styrkja stoðir búreksturs og búsetu, auk þess að fá
innsýn í reynslu og viðhorf bænda varðandi nýbreytni. Viðtölin þjóna einnig þeim
tilgangi að leggja gmnn að spumingalista, sem verður sendur til úrtaks 800 býla á
landinu öllu á vormánuðum. Á meðan viðtölin beindust fyrst og fremst að býlum þar
sem fremur óhefðbundnar leiðir hafa verið reyndar mun spumingakönnunin ná til
úrtaks allra býla.