Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 403
MÁLSTOFA H - FERÐAMÁL OG SAMFÉLAGSGERÐ | 401
hefur víða hafit mikil áhrif á traust neytenda og neysluhegðun. Reglur um
upprunamerkingar og rekjanleika matvæla í gegnum ffamleiðslu og dreifingu má því
sjá sem lið í aðgerðum stjómvalda til að auka matvælaöryggi og endurheimta traust
evrópskra neytenda (Knowles, Moody & McEachem, 2007). í nýlegri könnun
Norrænu ráðherranefndarinnar (Nordic Council of Ministers, 2007) kom fram að fólki
þótti mikilvægast að ferskar kjötvömr væm merktar uppmnalandi.
Árið 1992 var gæðamerkingum komið á fót í Evrópusambandinu. Auk
öryggissjónarmiða rekjanleika er markmið merkinganna að auka virði afurða með
vottun gæðatengdra sérkenna og vemdun staðtengdra vömheita eða framleiðsluferla.
Protected Designation of Origin - upprimavernd — vísar bæði til svæðisuppmna og
sérþekkingu við ræktun og/eða vinnslu; Protected Geographical Indication - vernduð
staðartilvísun - vísar til svæðisuppmna matvöm eða vinnslu hennar; Traditional
Speciality Guaranteed - hefðarábyrgð - vísar til þróunar og varðveislu sérkenna í
samsetningu eða framleiðsluaðferð (European Commission, 2007).
Á íslandi hefur umræða um uppmnamerkingar á landbúnaðaraíurðum mest snúist um
aðgreiningu íslenskrar framleiðslu frá innfluttri. Hafa bændur óskað eftir því að lög-
vemduð og samræmd merking verði notuð til aðgreiningar (Ema Bjamadóttir og
Tjörvi Bjamason, 2007). Framleiðendur virðast meira hafa þrýst á upprunamerkingar
en neytendur almennt, m.a. með tilvísan í að hreinleiki og ffamleiðsluskilyrði
íslenskra landbúnaðarafurða veiti sérstöðu sem nota megi við markaðssetningu,
einkum erlendis. Nýleg dæmi um að innflutt grænmeti hafi verið sett í
neytendaumbúðir hér á landi og merkt sem íslenskt hafa beint athyglinni meira að
innanlandsmarkaði. Ytti þetta við garðyrkju- og ylræktarbændum, sem hófú að
sérmerkja afurðir sínar bæði með íslenskri fánarönd og bæjamafni (Samband
garðyrkjubænda, á.á.).
Innanlands hafa staðtengdar merkingar frekar tengst þéttbýliskjömum en býlum og
má þar nefna Húsavíkurhangikjöt, Flúðasveppi og Klausturbleikju. Víðfeðmari
svæðatenging hefur einnig þekkst um tíma og búast má við vexti slíkra tenginga með
áherslu byggðastefnu á þróun vaxtarsamninga landshluta. Þar er hvatt til myndunar
tengslaneta/klasa á ákveðnum sviðum, sköpun ímynda og markaðssetningu svæða (sjá
t.d. Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið, 2006). Á bak við svæðatengingar er gjaman að
finna framleiðendur í sömu grein á viðkomandi svæði sem sameinast um
markaðssetningu, oft í samvinnu við afurðastöð. I kartöflurækt koma upp í hugann
Þykkvibær og Hornafjörður. Meðal sauðfjárbænda má nefna Fjallalamb og
Austurlamb, en það síðamefnda leggur ekki síður áherslu á að kynna einstaka bæi og
ábúendur á umbúðum og á veraldarvefnum, þar sem bein sala til neytenda fer fram.
Enn ein útfærsla á upprunamerkingu er tilvísun í lífræna ræktun í vömmerkinu Móðir
jörð, sem tengt er bæði bæjamafni og héraði í markaðssetningu.
Nokkuð er síðan að farið var að ræða um heimavinnslu afurða og beina sölu þeirra
sem leið til nýsköpunar í íslenskum sveitum og styrkingu á tengslum bænda við
neytendur (sjá t.d. Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, 2001). í kjölfar skipunar
landbúnaðarráðherra á nefnd til athugunar á því hvemig bændur gætu staðið að
heimasölu varð til samstarf sex aðila árið 2005. Markmið þess er að stuðla að aukinni
vinnslu afurða á sveitabýlum og milliliðalausri sölu. Verkefnið nefnist Beint frá býli
og er með skrásett vömmerki undir sama nafni. Rúmur tugur þátttakenda/býla með
mismunandi starfsemi eru nú aðilar að verkefninu (G. Ágúst Pétursson, 2007). Eins og
sjá má í töflu 1 er ekki skortur á hugmyndum um hvað hægt væri að þróa við íslenskar
aðstæður.