Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Qupperneq 404
402 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
1. tafla. Dæmi um matvörur sem mætti framleiða á býlum.
Mjólkurvörur Grænmeti, krydd og ber
Ostar (harðir, mjúkir, mysuostar) Grænmeti (hrátt, soðið, kælt, fryst)
Jógúrt, skyr, ís Grænmetisréttir
Broddmjólk, sauðamjólk, geitamjólk Kryddjurtir, kryddblöndur, kryddsósur
Kjötvörur Hvönn, fjallagrös, söl
Kjöt (grófhlutað, úrbeinað, kælt, fryst, reykt, þurrverkað) Ber, sultur, hlaup
Slátur, bjúgu, pylsur, kæfa Jurtate
Fiskmeti Aðrar vörur
Fiskur (kældur, frystur, reyktur, hertur, siginn, grafinn) Sælgæti
Kornvörur Safar, saftir
Korn (heilt, malað) Öl og aðrir áfengir drykkir
Brauð (bakað, seytt, steikt) Egg
Kökur
Gert með hliðsjón af G. Ágústi Péturssyni (2007).
Reynsla, hvatar og viðhorf bænda á íslandi
Á ellefu býlum af þeim 46 þar sem tekin voru viðtöl, var bein sala afurða stunduð með
mismunandi útfærslum. Á nokkrum býlum til viðbótar voru áætlanir um að þróa beina
sölu, auk tilfella þar sem slík sala hafði verið reynd en var nú hætt. Margskonar
útfærslur á beinni sölu var að finna meðal viðmælenda, hvort sem litið er til einkenna
kaupenda, leiða og staðsetningu viðskipta, eða vegalengdar frá býli til neytanda
vörunnar. Vegalengdir voru allt frá hlaðbúð og veitingastað á býli, til
höfuðborgarsvæðis og útlanda. Auk einstaklinga sem keyptu í gegnum netið heiman
frá eða sem ferðamenn á bænum, var framleiðslan seld til verslana og hótela nær og
fjær. Bein sala þarf því hvorki að þýða staðbundna sölu né að viðskiptin fari fram
augliti til auglitis, eins og ætla má ef orðalagið „food with a farmer’s face“ (sjá t.d.
Schnell, 2007) og „short food supply chains“ (Goodman, 2004), er túlkað of
bókstaflega. Eins og títt er í beinni sölu var yfirleitt áhersla á upprunatengingu við
stað og ákveðin gæði í framleiðsluferlinu.
Algengast var meðal viðmælenda að afurðir sauðfjárbúskapar væru í beinni sölu, þar
af var hlutur lífrænt ræktaðs lambakjöts stór. Aðrar afurðir voru nautakjöt, unnar
kjötvörur, silungur, mjólkurvörur, lífrænt ræktað grænmeti og kom. Á nokkmm
bæjum var salan tengd veitingasölu til ferðamanna og vom fleiri viðmælendur með
slikar áætlanir. Má segja að þar sé um að ræða dæmi um fjölþættingu landbúnaðar
sem rennir stoðum undir nýja tegund dreifbýlisferðaþjónustu, matarferðaþjónustu í
landbúnaði. Evrópskar rannsóknir sem kanna efnahagslegan ávinning af nýbreytni í
átt að fjölþættum landbúnaði hafa sýnt að blanda aukinnar heimavinnslu afurða,
beinnar sölu og ferðaþjónustu geti skilað góðum árangri (Marsden & Smith, 2005). Á
norrænni málstofu um möguleika á slátrun á eða nær býlum, var gefið dæmi um
virðisauka lambs frá slátmn (700 nkr.) til matar á veitingastað (8.000 nkr.) á Berga
Gárd í Noregi. Þar er sláturhús, kjötvinnsla, bændagisting og veitingastaður (Karlsson
& Comell, 2006).
Hvati að nýbreytni í formi heimavinnslu og beinnar sölu afurða var í flestum tilfellum
ljárhagslegur. Litið var á þróun starfseminnar sem leið til aukinna tekna, m.a. með því
að sneiða framhjá fjárfrckurn milliliðum. Virðisauki við vinnslu afurða varð eftir á
býlinu og eins og ein af viðmælendum sagði, þá ákveða þau sjálf verðið á hráefninu í