Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 405
MÁLSTOFA H - FERÐAMÁL OG SAMFÉLAGSGERÐ | 403
stað þess að fá skammtaðar litlar tekjur fyrir t.d. mjólk umfram kvóta. Þar sem
áherslan var mest á beina sölu - samskipti við kaupanda, pökkun, flutning,
upprunamerkingu og markaðssetningu - heyrðist það viðhorf að kaupið væri lítið sem
ekkert fyrir þá miklu vinnu sem þessu fylgdi. Meðal viðmælenda voru bændur á
tveimur bæjum sem voru upphafsfélagar í Austurlambi. Ábúendur voru sammála um
að virðisauki og laun fyrir vinnuna hefðu verið nánast engin. Annar bærinn var hættur
þátttöku í verkefninu á meðan hinn hélt áfram og var meginástæðan að þeim hjónum
fannst skemmtilegt að selja lambakjötið sitt beint til neytenda á þennan hátt. Tölur um
fækkun þátttakenda í Austurlambi styðja að fjárhagslegur ávinningur er ekki mikill,
a.m.k. ekki hingað til. Við upphaf verkefnisins árið 2003 voru tuttugu bæir
þátttakendur en haustið 2007, eftir að verkefninu var breytt i hlutafélag, voru sjö eftir
sem buðu kjöt til sölu á vefsíðu verkefnisins (Austurlamb, 2007).
Annan hvata að beinni sölu má tala um sem hugsjónir í matvælaframleiðslu.
Bændumir höfðu tröllatrú á eigin afúrðum og töldu sig vera að framleiða gæðavöm,
sem mikilvægt væri að koma sem mest á framfæri. Þeim var umhugað um að
neytandinn hefði val og hugnaðist ekki að afúrðir þeirra færa „bara í stóra kistuna í
Bónus eða Hagkaup...og fólk getur ekki valið sér neitt“, eins og einn viðmælenda
sagði (B18 - kk55)'. Hvati margra var einnig að skapa sérstöðu og forskot í
markaðssetningu með uppranamerkingum, hvort sem afurðimar voru merktar
ákveðnu býli eða svæði.
I ljósi mikillar umræðu um aukningu í lífrænum landbúnaði, bæði vestan hafs og í
Evrópu, sem nýbreytni og annan valkost en þann landbúnað sem þróaðist undir
formerkjum nútímavæðingar og stöðugrar framleiðsluaukningar, teljum við ástæðu til
að draga sérstaklega fram reynslu bænda í lífrænni kjötframleiðslu sem rætt var við.
Almennt smnduðu þeir beina sölu og höfðu upprunamerkt afúrðir sínar. Lítill áhugi
hjá afúrðastöðvum á því að sinna lífrænum landbúnaði hafði ýtt þeim út í beina sölu.
Tekið var sem dæmi um áhugaleysi að lífræn ræktun rann yfirleitt saman við
hefðbundna framleiðslu í sölu. Einnig var allur gangur á því hvort afurðaverð fyrir
líffæna framleiðslu var hærra en verð fyrir hefðbundna framleiðslu. Bændumir vora
ósáttir við þessa stöðu, en þeir töldu nægan markað vera fyrir lífræna framleiðslu og
að neytendur væra tilbúnir að greiða hærra verð fyrir lífrænar vörar. Þeir bragðust því
margir hverjir við með því að taka málin í sínar hendur og selja neytandanum
milliliðalaust, eða sérmerkja afurðir sínar og selja þær þannig í verslunum.
Almennt var reynsla af heimavinnslu og beinni sölu fremur blendin. Þau sem lýstu
reynslu sinni sem jákvæðri vora yfirleitt búin að vera að í nokkum tíma. Þau höfðu átt
auðvelt með að afla sér markaðar í gegnum vini og vandamenn og sögðust vart geta
annað eftirspurn. Önnur lentu í erfiðleikum strax í byrjun. Skortur á innviðum eins og
þrífasa rafmagni var nefnt sem hömlur á uppbyggingu og tækniffamfarir á býlum. Það
vora einkum viðmælendur sem stunduðu eða hugðust stunda heimavinnslu afúrða,
sem lögðu áherslu á þann þátt. Bentu þeir á að talsvert munaði í verði á
rafmagnstækjum fyrir einfasa rafmagn eða þrífasa. Einn viðmælenda komst svo að
orði: „Þetta stendur því fyrir þrifúm að fólk geti gert eitthvað í sveitinni. Það era
þessir möguleikar sem fólk hefur í dag, það era rafmagnið og það era fjarskiptin. Og
það er ekkert verið að gera í þessu máli. Bara punktur" (B24 - kk38). Margir sögðu
reglugerðir flóknar og stoðkerfið ósveigjanlegt. í skýrslu nefndar um heimasölu
afúrða bænda (Landbúnaðarráðuneytið, 2005) kemur fram að í Noregi er tekið tillit til
smæðar eininganna þegar kemur að aðbúnaði og tíðni eftirlits. Svigrúm er gefið til
1 Viðtal á býli nr. 18, viðmælandi var 55 ára karl.