Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Side 411
VEGGSPJÖLD | 409
AFFORNORD
áhrif nýskógræktar á vistkerfi, landslag og byggðaþróun.
Edda Sigurdís Oddsdóttir1, Auður Sveinsdóttir2, Ásrún Elmarsdóttir', Bjami Diðrik
Sigurðsson2, Jón Geir Pétursson1, Ólafur Eggertsson1 og Guðmundur Halldórsson1,4.
1Rannsóknastöð skógrcektar, Mógilsá, 116 Reykjavík; 2Landbúnaðarháskóli íslands,
Hvanneyri, 311 Borgarnesi, 3 Náttúrufrœðistofmin íslands, Hlemmi, 101 Reykjavík,
4Landgræðsla ríkisins, Gunnarsholti, 851 Helln.
Útdráttur
Sagt er frá samnorrænu rannsóknaverkefni, AFFORNORD, sem var þemaverkefni
íslenskra stjómvalda árið 2004, í tilefni að formannsári þeirra í Norrænu ráðherra-
nefndinni. Skógaþekja fer minnkandi eftir því sem vestar dregur á Norðurlöndunum
og á þessu svæði hafa farið fram stór skógræktarverkefni, en það er mismunandi
hvenær þau hófust og hvenær þau náðu hámarki. Það er því mjög fróðlegt að bera
saman reynsluna af skógræktinni á milli Danmerkur, V-Svíþjóðar, V-Noregs, Færeyja
og Islands. Verkefninu var ætlað að stuðla að aukinni þekkingu á áhrifum
nýskógræktar á vistkerfí, landslag og byggðaþróun. Til að ná saman þessari þekkingu
var staðið fyrir stórri ráðstefnu á Islandi árið 2005, þar sem safn vísindagreina um efni
verkefnisins var gefið út í sérstakri bók. Einnig vom unnar rannsóknir þar sem safnað
var þekkingu sem lá fyrir (2005-2007), og myndaður var norrænn vinnuhópur sem
hefur dregið saman helstu upplýsingar sem safnast hafa í AFFORNORD verkefninu í
bók, sem kemur út á næstu mánuðum í ritröðinni TemaNord. Bókin ber titilinn:
, H FFORNORD - effects of afforestation on ecosystems, landscape and rural
development”. Hér er sagt frá nokkmm helstu niðurstöðum á áhrifum skógræktarinnar
sem koma fram í henni.
Inngangur
Verkefnið AFFORNORD er samnorrænt verkefni, styrkt af Norrænu
ráðherranefndinni og spratt uppúr íslenska rannsóknaverkefninu SKÓGVIST (Ásrún
Elmarsdóttir ofl., 2003, Ásrún Elmarsdóttir ofl, 2007, Bjami D. Sigurðsson og
Brynhildur Bjamadóttir, 2004). Verkefnið er þemaverkefni Islands á formannsári þess
í Norrænu ráðherranefndinni 2004 og lýkur núna í upphafi þessa árs með útgáfu
bókarinnar: AFFORNORD - effects of afforestation on ecosystems, landscape and
rural development (Guðmundur Halldórsson ofl. (ritstj.), 2008). Þátttakendur í
verkefninu komu frá öllum Norðurlöndunum en fulltrúar Islands vora frá
Rannsóknastöð skógræktar á Mógilsá, Landbúnaðarháskóla íslands og
Náttúraffæðistofnun íslands. Markmið verkefiiisins var að safna saman upplýsingum
um áhrif nýskógræktar á vistkerfi, landslag og byggðaþróun.
Markmið nýskógræktar geta verið ýmis, t.d. að hafa jákvæð áhrif á byggðaþróun,
skapa eða bæta náttúraauðlindir, binda kolefni úr andrúmslofti, endurheimta töpuð
vistkerfi, og bæta lífsgæði. Hins vegar er nýskógrækt aðgerð sem getur haft margþætt
áhrif á umhverfi sitt og það hefur verið bent á að nauðsynlegt væri einnig að taka tillit
til hugsanlegra neikvæðra áhrifa, svo sem á líffræðilegan fjölbreytileika og landslag
(Auður Sveinsdóttir, 2007). Slík umræða hefur ekki síst verið í löndum eins og
íslandi, þar sem nýskógrækt er að hefjast og skógarþekja er mjög lítil. Jákvæð áhrif