Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Síða 412
410 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
nýskógræktar á byggðaþróun hafa einnig verið véfengd (Jón G. Pétursson og Eva
Ritter, 2008).
Markmið AFFORNORD verkefnisins var þríþætt:
1. að tengja saman niðurstöður rannsóknaverkefna á Norðurlöndunum til að sjá
heilsteypta mynd af áhrifum nýskógræktar. Þetta er nauðsynlegt því hámörkun
einnar breytu, t.d. viðarffamleiðni, getur haft neikvæð áhrif á aðrar breytur, t.d.
líffræðilega fjölbreytni og/eða landslag.
2. að standa að sameiginlegum rannsóknum. Þrátt fyrir margar rannsóknir á
skógvistkerfum á Norðurlöndunum, eru ákveðin göt í þekkingu okkar. Ahrif
nýskógræktar á jarðvegsdýr er rannsóknasvið sem ekki hefur verið sinnt
mikið, jafnvel þó það geti gefið mikilvægar upplýsingar um breytingamar á
líffræðilegum fjölbreytileika. Þá em jarðvegsdýr mikilvæg í niðurbrotsferli
lífrænna leifa í jarðvegi og fyrir ffjósemi jarðvegs. Því var ákveðið að leggja
sérstaka áherslu á fjölbreytilcika eins jarðvegsdýrahóps, mordýra
(Collembola). Skipulagðar vora rannsóknir á Islandi, Færeyjum, Noregi og
Danmörku þar sem áhrif nýskógræktar á mordýr vora rannsökuð. Niðurstöður
hluta þeirra rannsókna liggja nú þegar fyrir (Ame Fjellberg ofl., 2007,
Guðmundur Halldórsson og Edda S. Oddsdóttir, 2007, Edda S. Oddsdóttir ofl.,
2008).
3. að miðla þekkingu með námsskeiðum, vinnufundum og ráðstefnu. Árið 2005
var haldin alþjóðleg ráðstefna á vegum verkefnisins í Reykholti um áhrif
nýskógræktar á vistkerfí, landslag og byggðaþróun. Á ráðstefnunni vora
tæplega 100 þátttakendur ffá 15 löndum. Haldnar vora þrjár samhliða
málstofur þar sem rætt var um áhrif nýskógræktar á vistkerfi, landslag og
byggðaþróun og nýjustu rannsóknaniðurstöður kynntar. Ráðstefnurit með 43
vísindagreinum hefur verið birt (Guðmundur Halldórsson ofl (ritstj)., 2007).
Auk ráðstefnunnar hefur verkefnið staðið fyrir námskeiðum fyrir doktorsnema
og nokkram vinnufundum.
Sem fyrr segir verður lokaafurð verkefnisins bókin, AFFORNORD - effects of
afforestation on ecosystem, landscape and rural development. I henni verða dregin
saman áhrif nýskógræktar á vistkerfi, landslag og byggðaþróun. I þeirri samantekt
verður byggt á upplýsingum sem fengist hafa í verkefninu, t.d. niðurtöður einstakra
vekefna samstarfsaðila, sameiginlegri rannsókn á jarðvegsdýrum og ekki síst af
ráðstefnunni frá 2005. Bókin er nú á lokastigum handrits og mun koma út á næstu
mánuðum.
Helstu niðurstöður verkefnisins.
I AFFORNORD verkefninu kom berlega í ljós að breytingar sem verða í kjölfar
nýskógræktar era margvíslegar og oft mismunandi eftir aðstæðum og/eða viðhorfi
þess sem dæmir. Því er oft erfitt að alhæfa um áhrifin. Hins vegar kom einnig í ljós
það era ákveðin atriði sem virðast vera mikilvæg:
• Skipulagning og umhirða era mikilvægur þáttur í áhrifum nýskógræktar á
líffræðilegan fjölbreytileika, landslag, heilsu manna og byggðaþróun.
Tilgangur nýskógræktarinnar verður því að liggja fyrir strax á
undirbúningsstigi. Einnig er mikilvægt að gera sér strax grein fyrir að ákveðnir
árekstrar geta verið milli skóga sem hugsaðir era til viðarframleiðslu og þeirra