Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 413
VEGGSPJÖLD | 411
sem aðallega eru hugsaðir til annarra nota, svo sem útivist, endurheimt
vistkerfa eða kolefnisbindingar.
• Mikilvægt er að taka tillit til landslags, jarðmyndana og menningararfs sem
einkenna hvem stað við skipulagningu nýskógræktar. Þar þarf að vemda svæði
með náttúrumyndum, tegundum eða fomminjum sem em mikilvæg hvort
heldur á lands- eða heimsvísu.
• Þar sem ræktaður er upp skógur á opnu landi, t.d. mólendi, verður mikil
breyting á lífríki. Tegundasamsetning breytist og innan vissra hópa lífvera, t.d.
plantna verður rýmun á tegundafjölda, á meðan að aukning verður í öðmm
hópum, t.d. sveppum og mordýmm í jarðvegi. í íslensku rannsóknunum varð
engin afgerandi breyting á tegundaijölda með skógrækt, þegar allir
lífVemhópar vom bomir saman en tegundasamsetning breyttist mikið í öllum
hópum.
• Reynslan hér á landi og annarsstaðar hefur sýnt að nýskógræktarverkefni hafa
jákvæð áhrif á byggðaþróun á meðan að verið er að koma skóginum á legg.
Það þarf hinsvegar að tryggja að skógurinn nýtist einnig samfélaginu til
framtíðar. A svæðum þar sem skógamýting er ekki hluti af menningu
samfélagsins er nauðsynlegt að kenna íbúum að nýta þessa nýju auðlind.
Nágrannar okkar hafa ítrekað bent á verkefhið „Grænni skógar”, sem eitthvað
sem þeir óskuðu að þeir hefðu gert hjá sér á sínum tíma.
• Góð umhirða skóga er mikilvæg til að viðhalda upphafsmarkmiðum
nýskógræktar eða til að laga þá að nýjum markmiðum. Þannig getur grisjun
gert skóginn aðgengilegri og meira aðlaðandi, bæði fyrir menn og aðrar
lífvemr. Flestir skógareigendur fá meginhluta tekna af viðarframleiðslu og það
hefúr verið aðal hvatinn til góðrar skógammhirðu. Aðrir þættir, t.d.
kolefnisbinding og útivist, geta einnig gefið skógareigendum arð og til að
hámarka hann þarf að miða skógammhirðu við þær þarfir. Þá má ekki gleyma
því að vaxandi hluti skógareigenda kemur úr þéttbýli. Þessi hópur hefúr
gjaman aðrar hugmyndir um nytjar af skóginum og landinu en gamalgrónir
bændur.
Leiðin fram á við.
Það leikur enginn vafi á því að nýskógrækt hefur bæði jákvæð og neikvæð áhrif á
vistkerfi, landslag og byggðaþróun. Engin landnotkun, hvort sem það er skógrækt eða
önnur notkun, getur mætt öllum umhverfismarkmiðum á sama tíma. Neikvæð áhrif
em óhjákvæmileg, jafnvel þó vandað sé til verks. Ætíð verður að meta hvort vegi
meira, núverandi náttúmfar eða þörfin fyrir umhverfi sem skapar vinnu og gagnast
þannig þjóðfélaginu.
Þá er einnig mikilvægt að hafa í huga að það er almenn hneigð manna að vera á móti
miklum og snöggum breytingum. Því mun nýskógrækt, jafnvel á svæðum þar sem
engin tré em fyrir, alltaf verða neikvæð og til skaða í huga sumra. Besta leiðin til að
tryggja að sjónarmið sem flestra nái ffam að ganga er að markmið skógræktar séu ljós
og styrkja skipulagningu nýskógræktar og taka þar strax tillit til ijölþættra áhrifa
hennar í vinnu framkvæmdaaðila.