Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 421
VEGGSPJÖLD | 419
Áhrif Mýraelda á fugla
Guðmundur A. Guðmundsson, Kristinn Haukur Skarphéðinsson og Freydis
Vigfusdóttir
Náttúrufræðistofnun Islands, Hlemmi 3, 105 Reykjavík
Inngangur
Snemma vors 2006 geisuðu sinueldar á Mýrum og fóru yfir 73 km2 svæði, en alls
brunnu 68 km2 gróðurlendis. Einstakt tækifæri gafst til rannsókna á áhrifum sinubruna
á gróður og dýralíf og var því ráðist í úttekt á gróðri, smádýrum, fuglum og lífríki
vatna innan og utan brunna svæðisins sumarið 2006. Itarleg grein var gerð fyrir
þessum rannsóknum á Fræðaþingi landbúnaðarins 2007 (Borgþór Magnússon o.fl.
2007, Guðmundur Guðjónsson o.fl. 2007, Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir 2007,
Jámgerður Grétarsdóttir & Jón Guðmundsson 2007, María Ingimarsdóttir o.fl. 2007).
Akveðið var að fylgjast með fuglalífi svæðisins í fimm ár með árlegum mælingum á
þéttleika mófugla og verður hér fjallað um niðurstöður tveggja fyrstu áranna (2006 og
2007).
Erlendar rannsóknir á áhrifum bmna á fuglalíf hafa margar hveijar sýnt fram á
tímabundin jákvæð áhrif bmna á varp og viðkomu sumra tegunda en neikvæð á aðrar
(Tharme o.fl. 2001). Sú varð einnig raunin á Mýrum 2006. Þéttleiki flestra
fuglategunda reyndist svipaður innan sem utan brunna svæðisins. Heildarþéttleiki
mófugla var engu að síður marktækt hærri á bmnna svæðinu og hið sama átti við um
algengustu tegundimar, hrossagauk og þúfutittling. Reyndust báðar þeirra marktækt
algengari á bmnnu landi en óbmnnu, þvert á það sem búist hafði verið við. Hærri
þéttleiki fugla á bmnnu landi var skýrður með bættum fæðuskilyrðum, en veiðanleiki
smádýra í gildrur var marktækt meiri á bmnnum svæðum en óbmnnum (María
Ingimarsdóttir o.fl. 2007).
Aðferðir
ítarleg grein hefur verið gerð fyrir aðferðum við fuglarannsóknir á Mýmm 2006 og
staðsetningu fuglatalningarsniða (María Ingimarsdóttir o.fl. 2007) og var sömu
aðferðum beitt 2007. Fuglatalningar fóm fram dagana 10., 11. og 13. júní 2006 og 11.
- 12. júní 2007. í úttektinni 2006 vom fuglar taldir á alls 297 punktum (146 óbmnnum
og 151 bmnnum) á níu sniðum sem skipað var þremur saman í þrjú fjarlægðarbelti frá
ströndu (1-2 km, 5-6 km, 10-11 km). Árið 2007 var talið á sex sniðum af þeim níu
sem talin vom 2006. Sýnataka var minkuð um þriðjung með því að telja á tveimur
samliggjandi sniðum á hverju fjarlægðarbelti (miðsniði sleppt). Sömu punktar vom
heimsóttir og sömu aðferðum beitt.
Athugendur gengu eftir sniði að athugunarpunktum með hjálp GPS tækis. Athugun á
hverjum punkti stóð í fimm mínútur og vom allir fuglar og atferli þeirra skráð,
fjarlægð til þeirra metin og teiknuð á kort. Við úrvinnslu vom athuganir á fuglum sem
sýndu varpatferli skráðar í fjarlægðabil með 10 m upplausn samkvæmt kortlagningu.
Fuglar sem ekki sýndu varpatferli, t.d. flugu hjá eða voru við fæðuleit vom skráðir en
sleppt í þéttleikamati. Þéttleiki varpfugla var reiknaður með forritinu DISTANCE
fyrir punktmælingar (Thomas o.fl. 2006). Mismunandi líkön fyrir sýnileika vom
prófuð og það valið sem gaf þrengst öryggismörk. Við útreikninga vom notuð fimm