Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Qupperneq 423
VEGGSPJÖLD | 421
Það er athyglisvert að viðbrögð allra fuglategunda við afleiðingum brunans halda sér
milli ára. Vonir standa til að hægt verði að fylgjast með framvindu fuglalífs á svæðinu
í nokkur ár til viðbótar. Eitt af vandamálum við túlkun þessara gagna er að varpstofnar
mófugla eru hvergi vaktaðir hér á landi. Náttúrulegar sveiflur í algengni þeirra eru því
óþekktar. Löngu tímabært er að hefja víðtæka vöktun mófugla á Islandi, enda verpa
sumir þeirra hér í það ríkum mæli að þeir teljast til íslenskra ábyrgðartegunda.
1. tafla. Þéttleiki (pör/km2) mófugla á óbrunnu og brunnu landi á Mýrum sumrin 2006 og 2007.
Niðurstöður t-prófa á dreifingu tíðnigagna af óbrunnu og brunnu landi fyrir hvort árið um sig eru sýndar
ásamt líkum (P), e.m. = ekki marktækt.
2006 2007
Líkan* Óbmnnið Pör/km2 N=101 Bmnnið Pör/km2 N=105 Óbmnnið Pör/km2 N=97 Bmnnið Pör/km2 N=101 2006 F-próf P 2007 F-próf P
Heiðlóa UH 8,0 8,4 9,4 9,7 e.m. e.m.
Lóuþræll UH 20,0 26,4 17,6 20,6 <0,05 e.m.
Stelkur UC 8,7 7,0 11,3 6,8 e.m. <0,05
Hrossagaukur UH 48,2 53,2 32,3 42,0 <0,05 <0,01
Spói UC 8,9 9,3 9,7 8,0 e.m. e.m.
Jaðrakan UC 1,6 0,8 0,9 0,9 <0,05 e.m.
Þúfutittlingur UH 77,6 97,4 52,7 65,9 <0,001 <0,05
Allir fuglar UC 157,0 176,2 130,2 141,7 <0,05 <0,05
* UH = Uniform Hermite, UC = Uniform Cosine
Þakkir
Halldór Walter Stefánsson tók þátt í fiiglatalningum 2007. Bryndís Marteinsdóttir vann við
gagnainnslátt og Olafur Karl Nielsen reiknaði þéttleika.
Heimildir
Borgþór Magnússon, Guðmundur Guðjónsson, Þröstur Þorsteinsson & Bjarni Kristinn Þorsteinsson,
2007. Framvinda Mýraelda 2006 og landið sem brann. Frœðaþing Landbúnaðarins 2007: 319-331.
Guðmundur Guðjónsson, Sigrún Jónsdóttir & Regína Hreinsdóttir, 2007. Gróðurkort af brunasvæði á
Mýrum. Frœðaþing Landbúnaðarins 2007: 482-487.
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir, 2007. Sveppir eftir sinubrunann á Mýrum 2006. Frœðaþing
Landbúnaðarins 2007: 568-571.
Jámgerður Grétarsdóttir & Jón Guðmundsson, 2007. Skammtímaáhrif sinubruna á Mýmm 2006 á
gróðurfar og uppskeru. Frœðaþing Landbúnaðarins 2007: 332-340.
María Ingimarsdóttir, Guðmundur A. Guðmundsson & Erling Olafsson, 2007. Skammtímaáhrif
sinuelda á Mýrum 2006 á smádýr og fugla. Fræðaþing Landbúnaðarins 2007: 341-348.
Tharme, A.P., R.E. Green, D. Baines, I.P. Bainbridge & M.O’Brien, 2001. The effect of management
for red grouse shooting on the population density of breeding birds on heather-dominated moors. J.
Appl. Ecol. 38: 439-457.
Thomas, L., Laake, J.L., Strindberg, S., Marques, F.F.C., Buckland, S.T., Borchers, D.L., Anderson,
D.R., Bumham, K.P., Hedley, S.L., Pollard, J.H., Bishop, J.R.B. & Marques, T.A., 2006. Distance 5.0.
Release “x"'. Research Unit for Wildlife Population Assessment, University of St. Andrews, UK.