Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 424
422 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Áhrif Mýraelda vorið 2006 á eðlis- og efnaþætti vatns sumarið 2007
Hilmar J. Malmquist, Finnur Ingimarsson,
Haraldur R. Ingvason og Stefán Már Stefánsson
Náttúrufrœðistofa Kópavogs - Hamraborg 6a - IS-200 Kópavogur - natkop.is
Ágrip
Mæliniðurstöður á eðlis- og efnaþáttum í vötnum á Mýrum í Hraunhreppi sumarið
2007, ári eftir Mýraelda, benda ekki til þess að eldamir hafi haft nein umtalsverð áhrif
á vatnsgæði. Engu að síður var um merkjanleg áhrif að ræða, rétt eins og sumarið
2006. Þetta lýsti sér í hærri rafleiðni og einkum í meiri basavirkni í vötnunum á
bmnnu svæði en óbmnnu og má líklega rekja til hærri katjónastyrks (Ca, Mg og Na) í
vötnunum á bmnna svæðinu. Styrkur næringarefnanna fosfórs, fosfats og
köfnunarefnis var óvenju lítill í vötnunum á bmnna svæðinu og líktist helst því sem
búast má við í djúpum næringarsnauðum vötnum. Þvert á það sem reiknað var með
var næringarefnastyrkur í vötnunum á bmnna svæðinu í langflestum tilfellum töluvert
minni en í vötnunum á óbmnna svæðinu. Rýrt næringarefiiaástand vatnanna kann að
standa í sambandi við öran endurvöxt gróðurs á brunna svæðinu. Sett er ffam sú
tilgáta að mikil nýmyndun plöntuvefs á bmnna svæðinu, einkum meðal smárunna,
bindi næringarefnin og komi i veg fyrir að þau skili sér út í vötnin. Þegar fram líða
stundir ætti jafnvægi að nást í gróðurframvindunni og næringarefnastyrkur í
vötnunum á bmnna svæðinu að verða svipaður því sem mælist í vötnunum á óbmnna
svæðinu.
Inngangur
í kjölfar gróðureldanna miklu sem geisuðu á Mýmm 30. mars til 1. apríl 2006 gafst
áhugavert tækifæri til að kanna áhrif eldanna á lífríki svæðisins. Eldamir fóm hratt
yfir og alls bmnnu um 68 km2 lands og er ekki kunnugt um meiri gróðurelda hér á
landi (Borgþór Magnússon o.fl. 2007, Guðmundur Guðjónsson o.fl. 2007).
Áhrif gróðurelda á Islandi hafa fremur lítið verið rannsökuð. Þær fáu rannsóknir sem
til em hafa beinst mest að skammtímaáhrifum á gróður og jarðvegsdýr (Þóra Ellen
Þórhallsdóttir & Magnús Jóhannsson 1992, Guðmundur Halldórsson 1996, Jámgerður
Grétarsdóttir & Jón Guðmundsson 2007, María Ingimarsdóttir o.fl. 2007). Engin
rannsókn hefur farið fram hérlendis á áhrifum gróðurelda á vötn og líffíki þeirra fyrr
en nú.
Náttúmfræðistofu Kópavogs var falið að sjá um rannsóknir á vatnalífríki og eðlis- og
efnaþáttum í vatni vegna Mýraeldanna. Vel gróið votlendi er ríkjandi landgerð á
Mýrum, með mikið af blautum flóa, mýrlendi og fjölda vatna og tjama. Rannsóknir á
fyrsta sumri eftir bmnann bentu ekki til að hann hefði haft nein umtalsverð áhrif á
vötnin, hvorki á eðlis- og efnaþætti (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2007) né lífríki
(Haraldur R. Ingvason o.fl. 2007). Engu að síður komu fram vísbendingar um væg
brunaáhrif á efnasamsetningu vatns, sem lýstu sér m.a. í hærri styrk nokkurra katjóna
(Ca, K, Mg og Na) og meiri rafleiðni og basavirkni í vötnum á bmnnu svæði en
óbmnnu (Hilmar J. Malmquist o.fl. 2007). Brunaáhrif af þessu tagi í vötnum, einkum
aukin basavirkni vegna aukins styrks katjóna, em þekkt erlendis frá (Gresswell 1999,
Earl & Blinn 2003, Eriksson o.fl. 2004).