Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Side 425
VEGGSPJÖLD | 423
Hér verður fjallað um niðurstöður mælinga á eðlis- og efnaþáttum sumarið 2007, ári
eftir Mýraelda. Ráðgert er að halda mælingum áfram sumrin 2009 og 2011 og er það
gert m.a. í ljósi þess að afar misjafnt er hversu fljótt áhrif gróðurelda kunna að koma
fram og hve lengi þau vara. Ahrifin ráðast mest af því um hvaða efni er að ræða, gerð
og eðli eldsmatar, vatnafræðilegum aðstæðum og veðurfarsþáttum, einkum og sér í
lagi úrkomu (Gresswell 1999, Scrimgeour o.fl. 2001, Earl & Blinn 2003). Með
hliðsjón af því hve tíðarfar var þurrt á Mýrum lengst af ffá lokum eldanna og frarn á
haustið 2006 (Veðurstofa íslands 2007), og að teknu tilliti til lítils vatnsflæðis almennt
á svæðinu (Freysteinn Sigurðsson o.fl. 2006), kemur ekki á óvart að áhrifin hafi verið
væg, a.m.k. til að byrja með.
Efniviður og aðferðir
Meginmarkmið með eðlis- og efnafræðirannsókninni er að varpa ljósi á hugsanleg
áhrif Mýraelda á vatnsgæði, sem aftur geta haft áhrif á vatnalífriki og þ.a.l. á fiska og
fugla sem lifa á vatnalífverum. I þessu skyni voru valin þrjú vötn á brunnu svæði og
önnur þrjú á óbrunnu svæði til viðmiðunar (1. tafla). Mælingar og sýnatökur fóru fram
í þrígang sumarið 2007 (26. júní, 25. júlí og 23. ágúst) og staðið eins að allri
framkvæmd og gert var sumarið 2006 (sjá Hilmar J. Malmquist o.fl. 2007), nema
hvað mælingum á blaðgrænu-a var bætt við sumarið 2007.
Eitt vatnssýni (1 1) til blaðgrænumælinga var tekið í hvert skipti úti fyrir miðju hvers
vatns á 20-40 cm dýpi. Sýnin voru höfð í kæli (~ 5 °C) í 5-12 klst., þá síuð á Whatman
GF/C síupappír (Cat No 1822 047), síupappírinn frystur og blaðgrænan mæld síðar á
rannsóknastofu. Til að leysa blaðgrænuna úr sýninu var síupappírinn lagður í 96%
etanól og hafður í myrkri í kæliskáp í 24 klst. Blaðgræna-a var mæld við
bylgjulengdina 665 nm með ljósgleypnimæli (HACH, DR 5000) á Veiðimálastofnun.
1. tafia. Vatnafræðileg einkenni vatna sem rannsökuð eru m.t.t. eðlis- og efnaþátta
vegna Mýraelda 2006. Vötnum á hvoru svæði er raðað frá vinstri til hægri eftir
minnkandi fjarlægð frá sjó. Rennslismælingar voru gerðar 20.7.2006 í útfalli Brókar- og
Skíðsvatns.
Óbrunnið svæði Bmnnið svæði
Brókarvatn Fúsavatn Hólsvatn Sauravatn Skíðsvatn Steinatjöm
Hæð y. sjó (m) 35 10 14 35 25 10
Flatarmál (km2) 0,46 0,35 1,40 0,84 0,22 0,55
Meðaldýpi (m) 1,2* 0,8 0,8 0,5 0,8 1,0
Mesta dýpi (m) 4,0* 1,0 1,5 0,6 1,5 1,5
Rúmmál (Gl) 0,6 0,3 u 0,4 0,2 0,6
Afrennsli (1/s) 13,1 Nei Nei Nei 7,5 Já
* Hákon Aðalsteinsson 1989.
Efnagreining á vatnssýnum var sem fyrr gerð á ósíuðum sýnum og fór fram hjá Norsk
Instutt for Vattenforskning (NIVA) í Osló. Samhliða vatnssýnatöku fóru fram
mælingar á staðnum á vatnshita (± 0,1 °C), sýrustigi (pH ± 0,01) og rafleiðni (± 0,1
pS/cm). Mæliniðurstöður á rafleiðni eru leiðréttar fyrir 25°C. Sýnataka og mælingar
fóm jafnan fram milli kl. 10 og 16. Mæliniðurstöður eru birtar sem meðaltöl (±
staðalskekkja) nema annað sé tekið fram.