Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 429
VEGGSPJÖLD | 427
köfnunarefnis var öllu hærri í Sauravatni árið 1997 en sumrin 2006 (Hilmar J.
Malmquist o.fl. 2007, 4. tafla) og 2007. Styrksgildi flestra efna í Hólsvatni 1997 voru
aftur á móti svipuð og sumrin 2006 og 2007.
Ekki verður séð að neitt í umhverfi svæðanna tveggja sem vötnin eru staðsett á geti
varpað ljósi á þennan mun í styrk næringarefha eftir að Mýraeldar geisuðu. Til dæmis
er mjög álíka háttað um gerð, eðli og umsvif í landbúnaði á báðum svæðum. Hið sama
gildir í meginatriðum um gróðurfar og vatnajarðfræðilega þætti. Þá er ljóst samkvæmt
blaðgrænumælingunum að lítill næringarefnastyrkur í vötnunum á brunna svæðinu
stafaði ekki af því að næringarefnin hafi verið tekin upp og bundin í sviflægum
frumframleiðendum, en magn blaðgrænu-a reyndist yfirleitt langtum minna í
vötnunum á brunna svæðinu en því óbrunna.
Þetta vekur upp spumingar um hvað hafi orðið af næringarefnunum sem losnuðu úr
læðingi við bmnann, en bmninn kostaði svæðið umtalsvert magn af lífrænu efni, eða
sem nemur nær tveimur tonnum á hektara (Jámgerður Grétarsdóttir & Jón
Guðmundsson 2007). Næringarefhin í þessu lífræna efni hafa ekki skilað sér út í
vötnin á bmnna svæðinu, a.m.k. ekki enn sem komið er.
Vegna ólíkra eðliseiginleika efna er ekki við öðm að búast en að þau skili sér í
misjöfnum mæli úti vötnin. Þannig má e.t.v. ætla að það taki fosfór lengri tíma að
berast út í vötnin en köfnunarefni, m.a. vegna jarðræns uppmna og flutningsleiða
fosfórs og tilhneigingu fosfatjóna til að loða við jarðvegsagnir (Gimingham 1972, Earl
& Blinn 2003). Köfnunarefni er aftur á móti að miklu leyti loftborið og má reikna
með að það hafi í meira mæli en fosfór rokið á haf út í NNA strekkingnum sem ríkti á
meðan eldamir bmnnu.
Ef til vill er skýringa á litlum næringaefnastyrk í vötnunum á branna svæðinu einnig
að leita í viðbrögðum og framvindu gróðurs í kjölfar eldanna. Vert er að benda á að
eldamir höfðu sér í lagi neikvæð áhrif á smámnnategundir á borð við fjalldrapa,
beitilyng, krækilyng og bláberjalyng, og þ.a.l. var lífþyngd þeirra mun minni á bmnna
svæðinu (Jámgerður Grétarsdóttir & Jón Guðmundsson 2007). A hinn bóginn var
endurvöxtur plantna, einkum klófífu, stara, bláberjalyngs og fjalldrapa, umtalsverður
strax sumarið 2006. Þannig er hugsanlegt í ljósi mikillar nýmyndunar plöntuvefs að
tiltæk næringarefni í kjölfar eldanna hafi verið tekin upp og séu enn að miklu leyti
bundin í góðrinum umhverfis vötnin.
Ef það er tilfellið að lítill næringarefnastyrkur í vötnunum á bmnna svæðinu stafi af
upptöku og bindingu efna í gróðri umhverfis vötnin verður að ætla að
næringarefnastyrkur í vötnunum á óbrunna svæðinu sé keimlíkur því sem mælst hefur
í gmnnum vötnum annars staðar á landinu þar sem gróðureldar hafa ekki bmnnið og
kringumstæður að öðm leyti meira eða minna náttúmlegar. Á hinn bóginn verður þá
að gera ráð fyrir að næringarefnastyrkur í vötnunum á bmnna svæðinu sé í lægri
kantinum miðað við sambærileg, gmnn vötn.
Við eftirgrennslan á gögnum annars staðar frá lítur út fyrir að renna megi allgildum
stoðum undir framansagðar væntingar. Hvað varðar t.d. fosfór (T-P) var styrkur hans í
vötnunum á bmnna svæðinu á bilinu 9—26 pg/1 og að meðaltali 16 pg/l (± 1,7 st.sk.),
sem er umtalsvert minni styrkur en yfirleitt mælist í gmnnum vötnum á láglendi hér á
landi, þ.e. á bilinu 20-40 jj.g/1 (Hilmar J. Malmquist o.fl. 1999, 2004, 2006, Skjelkvale
o.fl. 2001). Fosfórstyrkur í vötnunum á óbmnna svæðinu á Mýmm er hins vegar mjög
áþekkur síðastnefndu styrksgildunum. Fosfatstyrkur í vötnunum á bmnna svæðinu var
á bilinu 2—8 pg/1 og að meðaltali 4,8 pg/1 (± 0,52 st.sk.), sem einnig er vemlega