Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Síða 430
428 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
minna en jafnan mælist í grunnum vötnum á láglendi, þ.e. á bilinu 5—20 gg/1 (Hilmar
J. Malmquist o.fl. 1999, 2006). Svipaða sögu er að segja af köfnunarefni (T-N), en
styrkur þess í vötnunum á brunna svæðinu var á bilinu 235-430 jj.g/1 og að meðaltali
311 pg/1 (± 23 st.sk.), sem er nokkru minna en iðulega mælist í álíka grunnum vötnum
á láglendi, eða 350—550 pg/1 (Hilmar J. Malmquist o.fl. 1999, 2004, 2006, Skjelkvale
o.fl. 2001, Tryggvi Þórðarson 2006).
Skjóta má frekari stoðum undir þá tilgátu að ástand næringarefna í vötnunum á brunna
svæðinu á Mýrum hafi verið óvenju rýrt með því að skírskota til reglugerðar nr.
796/1999 um vamir gegn mengun vatns, en í henni er að finna m.a. umhverfismörk
fyrir næringarefni í vötnum (Umhverfisráðuneytið 1999). Samkvæmt reglugerðinni
falla vötnin á óbrunna svæðinu í flokk næringarefnaríkra vatna m.t.t. fosfórs (T-P) og
köfnunarefnis (T-N) (umhverfísmörk II og III fyrir T-P og T-N fyrir gmnn vötn), rétt
eins og búast má við af gmnnum og gróskumiklum vötnum á láglendi. Vötnin á
bmnna svæðinu falla aftur á móti í flokk næringarfátækra vatna (umhverfísmörk I
fyrir gmnn vötn), sem er eins og fyrr segir óvenjulegt þegar um er að ræða jafn gmnn
vötn og raun ber vitni á láglendi.
Með hliðsjón af umhverfísmörkum fyrir magn blaðgrænu-a í fyrmefndri reglugerð
(Umhverfisráðuneytið 1999) er jafnframt ljóst að blaðgrænumagn í vötnunum á
bmnna svæðinu á Mýrum, sem var á bilinu 1,8—6,3 gg/1 og að meðaltali 4,3 ju.g/1 (±
0,5 st.sk.), er nær því að vera eins og búast má við í djúpum næringarrýmm og
lífsnauðum fjallavötnum (umhverfismörk I og II fyrir djúp vötn). Blaðgrænumagn í
vötnunum á óbrunna svæðinu var hins vegar mjög mikið, á bilinu 1,8—31,2 jig/1 og að
meðaltali 16,7 j.ig/1 (± 3,9 st.sk.) og í takt við það sem búast má við m.t.t. dýpis og
staðsetningar vatnanna (umhverfismörk III til IV).
Þrátt fyrir að Mýraeldar hafi ekki haft nein umtalsverð áhrif á vatnsgæði sumarið
2007, var engu að síður um merkjanleg áhrif að ræða, rétt eins og sumarið 2006
(Hilmar J. Malmquist o.fl. 2007). Þetta lýsti sér í hærri rafleiðni og einkum í meiri
basavirkni í vötnunum á bmnna svæðinu en því óbranna. Aukna rafleiðni og
basavirkni má mjög líklega rekja til hærri katjónastyrks, sér í lagi á kalsíum og
magnesíum, í vötnunum á bmnna svæðinu. Ahrif af þessu tagi í vötnum í kjölfar
gróðurelda em vel kunn erlendis og gott dæmi um það er skógarbmninn í Tyresta
þjóðgarðinum í Svíþjóð árið 1999 (Eriksson o.fl. 2004).
Aukning í rafleiðni og sér í lagi í basavirkni eftir því sem leið á sumarið átti sér stað í
öllum vötnum á báðum svæðum og gerðist samhliða lækkun á vatnsborði. Þetta var
líka tilfellið sumarið 2006. Nærtækast er að skýra þessa aukningu sem afleiðingu af
uppgufun vatns, en lækkun vatnsborðsins stemmir vel við fremur hlýja og úrkomulitla
tíð sem einkenndi Mýrar bæði sumrin 2006 og 2007 (Veðurstofa íslands 2007, 2008).
Það verður forvitnilegt að fylgjast áfram með framvindu mála í vötnunum á Mýram á
komandi ámm. Standist tilgátan um að lítill styrkur næringarefna í vötnunum á branna
svæðinu stafi af bindingu þeirra í öram vexti háplantna, þá má reikna með að
næringarefnastyrkurinn vaxi smám saman á ný þegar vöxtur gróðursins hefur náð
jafnvægi og að hann verði svipaður því sem mælist í vötnunum á óbranna svæðinu.
Þakkir
Rakel Júlía Sigursteinsdóttir og Þóra Hrafnsdóttir aðstoðuðu við vettvangsvinnu. Þóra
og Jámgerður Grétarsdóttir lásu yfir handrit þessarar greinar og færðu margt til betri
vegar.