Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 439
VEGGSPJÖLD | 437
Endurheimt Kolviðarnesvatns syðra
Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir1, Erla Björk Ömólfsdóttir2, Jón S. Ólafsson' og Sigurður
Már Einarsson3
1 Veiðimálastofnun, Keldnaholti, 112 Reykjavík, 2VÖR Sjávarrannsóknarsetur við
Breiðajjörð, Norðurtanga, 355 Ólafsvík, 3 Veiðimálastofnun, Hvanneyrargötu 3, 311
Borgarnes
Ráðist var í endurheimt Kolviðamesvatns syðra í Eyja - og Miklaholtshreppi árið
2001 en 1963 hafði vatnið verið ræst fram í þeim tilgangi að nýta landið til beitar fyrir
búfénað. Vegagerðin stóð að framkvæmdinni í samvinnu við ábúendur á bænum
Kolviðamesi en endurheimt Kolviðamesvatns syðra var mótvægisaðgerð vegna
röskunar votlendis við gerð Vatnaleiðar.
Markmið þessarar könnunar á lífríki Kolviðamesvatns syðra var að fá mælingu
fljótlega eftir endurheimt og afla þannig grunnupplýsinga sem síðar mætti nota til að
meta framvindu lífríkis í vatninu. Kolviðamesvatn syðra (1. mynd) er í landi
jarðarinnar Kolviðamess í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi. Vatnið var
gmnnt (Jón Oddson munnlegar upplýsingar í Sigurður Már Einarsson 2001) en við
framræsluna hvarf nánast allt vatn úr vatnsstæðinu fyrir utan smáar tjamir umhverfis
lindir (Amþór Garðarsson o.fl. 2006). Endurheimtin byggðist á því að loka útfalli til
suðurs um skurð, lagfæra og opna fyrir uppmnalegt útfall vatnsins og búa til tvo
hólma úti í vatninu (Auðunn Hálfdánarson 2001, Amþór Garðarsson o.fl. 2006).
Lokað var fyrir frárennslið 29. ágúst 2001 (Skessuhom 2001) og var vatnsstæðið
orðið fullt af vatni snemma hausts sama ár (Amþór Garðarsson o.fl. 2006).
Aðaláhersla var lögð á að kanna krabbadýrafánu vatnsins og var svifsýnum safnað
sumarið 2003. Þann 12. júní var svifsýni tekið á einum stað í vatninu en 15. júlí og 8.
ágúst var svifsýnum safnað á þremur stöðum. Krabbadýrin vom greind til ættkvísla og
tegunda eins og kostur var.
Krabbadýrafánan í Kolviðamesvatni syðra samanstóð af tólf tegundum eða hópum og
vom vatnaflær (Cladocera) algengasti hópurinn. Alls fundust sex ættkvíslir vatnaflóa
sem er sambærilegt við fjölda ættkvísla vatnaflóa í tjömum og smávötnum á
Vesturöræfum, Eyjabökkum og Múla (Hákon Aðalsteinsson 1980) og í tjömum í
Fuglaffiðlandinu í Flóa (Gróa Valgerður Ingimundardóttir 2003). Þegar leið á sumarið
varð ein tegund mánaflóa, Alona guttata, ríkjandi í Kolviðamesvatni og fór hlutdeild
hennar af fjölda vatnaflóa úr því að vera 12,5% í sýnatöku 12. júní í 89,7% - 98% í
sýnatöku 15. júlí. í sýnatöku 8. ágúst minnkaði hlutdeild A. guttata niður í 61,4% -
82,7% af heildarfjölda vatnaflóa og hlutdeild annarra vatnaflóa jókst að sama skapi. í
Kolviðamesvatni syðra fundust einkum botnlæg krabbadýr en ekki er ólíklegt að sú
tegundasamsetning sem þama fyrirfannst endurspegli þá tegundasamsetningu sem var
í þeim gmnnu tjömum sem í vatnsskálinni vora fyrir endurheimt vatnsins.
Áhrif endurheimtar vatna á næringarefhabúskap, samfélag svifþörunga, svifdýra og
botndýra við íslenskar aðstæður er lítt þekkt en með áframhaldandi rannsóknum í
Kolviðamesvatni syðra væri hægt að byggja upp þekkingu á landnámi og framvindu
vatnalífs í gmnnum stöðuvötnum við endurheimt þeirra. Til að skilja eðli og meta
árangur endurheimtarinnar er mikilvægt að halda úti reglubundinni vöktun á
vistkerfinu. Auk þess væri mikill akkur í að vatn af svipaðri gerð (lögun, stærð og
dýpi) í nágrenninu væri einnig vaktað og notað til viðmiðunar. Þannig skapast