Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 441
VEGGSPJÖLD | 439
Endurnýjun plantna eftir sinubrunann á Mýrum
Jámgerður Grétarsdóttir
Landbúnaðarháskóla íslands, Keldnaholti, 112 Reykjavík
Ágrip
Um mánaðarmótin mars-apríl 2006 brann 68 km2 landsvæði í Hraunhreppi á Mýrum.
Sumarið 2007 var gerð úttekt á endumýjun plantna í kjölfar gróðureldanna. í
úttektinni kom í ljós að þekja háplantna, mosa og sinu var meiri á brunna svæðinu
sumarið 2007, samanborið við samskonar úttekt á brunna svæðinu sumarið 2006, og
þekja sviðins yfirborðs hafði minnkað. Engar nýjar háplöntutegundir fundust sumarið
2007 og sömu plöntutegundir vom ríkjandi á bmnna svæðinu sumurin 2007 og 2006.
Nokkrar tegundir; beitilyng, krækilyng, mýrelfting og vallhæra, höfðu aukið
útbreiðslu sína á bmnna landinu samanborið við sumarið 2006. Flestar
háplöntutegundir vaxa upp á ný af rót eða stofni í bmnna landinu en einstaka tegund
eins og t.d. beitilyng vex þó aðallega upp af fræi. Samkvæmt þessum fyrstu
niðurstöðum um áhrif bmna á gróðurfar svæðisins virðist sem sömu háplöntutegundir,
og er að finna á óbmnnum viðmiðunarsvæðum, verði fljótt ríkjandi i gróðurfarinu.
Inngangur
Um mánaðarmót mars-apríl 2006 bmnnu 68 km2 lands í miklum gróðureldum í
Hraunhreppi á Mýrum í Borgarbyggð (Borgþór Magnússon o.fl. 2007). Svæðið sem
brann var að mestum hluta þýfður klófífuflói með fjalldrapa og bláberjalyngi
(Guðmundur Guðjónsson o.fl. 2007). Þess háttar gróðurfar er ekki algengt á landinu
utan Mýranna og hafa áhrif bmna á slík gróðurlendi ekki áður verið rannsökuð hér á
landi.
Sumarið 2006 var gerð fyrsta úttekt á áhrifum sinubmnans á gróður á svæðinu
(Jámgerður Grétarsdóttir og Jón Guðmundsson 2007). Þá var borið saman gróðurfar á
brunnum svæðum og óbrunnum svæðum. Sú úttekt sýndi að bmninn hafði haft
veruleg áhrif á gróður, mest á viðarkenndar plöntur og mosa og færri tegundir
háplantna og fléttna fundust á bmnna svæðinu en því óbmnna. Endurvöxtur var þó
umtalsverður, sérstaklega af klófífu, bláberjalyngi og fjalldrapa í þúfiim, og klófifu og
stömm í lægðum. Vegna mikillar endumýjunar plantna á bmnna svæðinu var ákveðið
að fylgjast nánar með því ferli og því var ráðist í þá úttekt sem hér er greint frá.
Endumýjun háplantna í kjölfar bmna getur orðið með endurvexti upp af bmnnum
stofni eða rót, vexti plantna út frá óbmnnum gróðurblettum, fræforða í jarðvegi eða
með nýju aðkomnu fræi. Dýpt branans, sem ræðst af hitastigi og hversu hratt eldurinn
fer yfír, ræður miklu um hvemig endumýjunin á sér stað. Þegar áhrif eldsins ná
aðeins gmnnt ofan í svörðinn sleppa vaxtarbroddar og bmm við skemmdir og
endurvöxtur á sér stað. Þegar bmni er hins vegar djúpur, verður endumýjun háplantna
gjaman af fræi, bæði af fræforða og aðkomnu ffæi (Gimingham 1972, Schimmel &
Granström 1996). Hæfileiki einstakra plöntutegunda til að vaxa upp af rót eða
varðveitast sem fræ í jarðvegi er þó mjög mismunandi milli tegunda (Grime o.fl.
2007).
I þessari grein er skýrt frá niðurstöðum úttektar sumarið 2007 á endumýjun plantna á
bmnna svæðinu á Mýrum. Markmið rannsóknarinnar var m.a. að leita svara við
eftirfarandi soumingum: