Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 442
440 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
• Hafa háplöntur, mosar eða fléttur aukið hlutdeild sína í gróðurfarinu frá
sumrinu 2006 á brunna svæðinu á Mýrum?
• Hafa nýjar háplöntutegundir bæst við frá sumrinu 2006 á brunna svæðinu?
• Hafa orðið breytingar í algengni einstakra háplantna á brunna svæðinu?
• Hvaða háplöntur endumýja sig upp af rót og hvaða plöntur endumýja sig af
fræi á bmnna svæðinu?
Gróðureldamir á Mýrum gáfu tilefni til íjölþættra rannsókna á lífríki svæðisins og em
þessar rannsóknir unnar í samstarfi við Náttúrufræðistofnun íslands,
Náttúmfræðistofu Kópavogs og Jarðvísindastofnun Háskóla Islands.
Rannsóknarsvæðið og aðferðir
Rannsóknin var unnin á svæðinu sem brann í Mýraeldum 2006 (Jámgerður
Grétarsdóttir og Jón Guðmundsson 2007). Gróðurmælingar fóm fram 19-21 -júni 2007
annars vegar, hins vegar 21-22.ágúst 2007. Mælingar vom gerðar í níu (2 m x 50 m)
reitum á bmnna svæðinu, sem var helmingur þeirra reita sem mældur var sumarið
2006 (sjá nánar um val á reitum í grein Jámgerðar Grétarsdóttur og Jóns
Guðmundssonar 2007). Lagðir vom út átta smáreitir (1 m x 0,33 m) í hverjum reit til
gróðurgreininga, á nákvæmlega sömu stöðum og í úttektinni árið á undan. í hverjum
smáreit var heildarþekja háplantna, mosa, fléttna, sinu, lágplöntuskánar og sviðins
yfirborðs metin samkvæmt Braun-Blanquet þekjuskala. Fræplöntur sem fundust í
smáreitum vora skráðar til tegunda. Skráð var hvort endumýjun plantna væri af
gömlum stofni eða rót, þar sem hægt var að sjá slíkt, og fræplöntur frá árinu 2006 og
2007 taldar í átta 0,5 m x 0,33 m smáreitum á reitunum níu. Heildarfjöldi smáreita í
úttektinni var 72.
Samanburður á þekju plöntuhópa í úttektum 2006 og 2007 var gerður með pömðu t-
prófi (paired t-test).
Niðurstöður
Niðurstöður leiddu í ljós að heildarþekja háplantna, mosa og sinu í bmnnu landi jókst
marktækt frá árinu á undan, og hlutdeild sviðins yfirborðs minnkaði (l.mynd).
Háplöntutegundum, sem fundust í reitunum níu á brannu landi, fjölgaði ekki milli
áranna 2006 (31) og 2007 (31) og engar nýjar plöntutegundir bættust við
tegundalistann frá árinu 2006 (Jámgerður Grétarsdóttir og Jón Guðmundsson 2007).
Mælingar á þekju einstakra háplantna vom ekki gerðar í þessari úttekt eins og í
úttektinni 2006, en mælingar á tíðni segja einnig til um breytingar í algengni tegunda.
Nokkrar háplöntutegundir vom algengari í úttektinni 2007 samanborið við úttektina
2006. Beitilyng (Calluna vnlgaris) fannst í 22 smáreitum af 72 í úttektinni 2007,
samanborið við 9 reiti af 72 árið 2006. Krækilyng (Empetrum nigrwn) fannst í 44
smáreitum af 72 árið 2007, samanborðið við 37 af 72 árið 2006. Mýrelfting
(Equisetum palustré) fannst í 29 smáreitum af 72 árið 2007, samanborið við 18 af 72
árið 2006. Vallhæra (Luzula multiflora) fannst í 17 smáreitum af 72 árið 2007,
samanborið við 11 reiti af 72 árið 2006. Aðrar háplöntutegundir fundust í álíka
mörgum smáreitum árið 2007 og 2006.