Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Síða 443
VEGGSPJÖLD | 441
70
60
Háplöntur Mosar
Mosar Fléttur Sina Sviðið
yfirborð
1. mynd Meðalþekja (± staðalskekkja) háplantna, mosa, fléttna, sinu og sviðins
yfírborðs, annars vegar í gróðurúttekt 2006 (Ijósari súlur), hins vegar í gróðurúttekt
2007 (dekkri súlur) í brunnu landi á Mýrum. Marktækur munur á viðkomandi
mæliþætti er táknaður með stjörnum á þennan hátt: *:p<0,05, ***: p< 0,001, e.m.:
ekki marktækur munur, n=9.
Skráð var hvort endumýjun plantna væri af gömlum stofni eða rót þar sem hægt var
að sjá slíkt, og einnig hvort fræplöntur voru til staðar í smáreitum. Fræplöntur (ffá
2006 og 2007) fundust hjá 10 háplöntutegundum af 31 sem fundust í úttektinni 2007.
Fræplöntur fjalldrapa (Betula nana) fundust í 45 % smáreita (20/44) þar sem fjalldrapi
var til staðar, en endurvöxtur af rót eða stofni í 84 % smáreita (37/44). Fræplöntur
beitilyngs fundust í 82 % smáreita (18/22) þar sem beitilyng var til staðar, en
endurvöxtur af rót eða stofni í 27 % smáreita (6/22). Fræplöntur krækilyngs fundust í
25 % smáreita (11/44) þar sem krækilyng var til staðar, en endurvöxtur af rót eða
stofni í 93 % smáreita (41/44). Fræplöntur klófífu fundust í 20 % smáreita (14/71) þar
sem klófífa var til staðar, en endurvöxtur af rót eða stofni í 100 % smáreita (71/71).
Einnig fundust fræplöntur í mun minna magni af eftirtöldum háplöntutegundum:
smjörgrasi (Bartsia alpina), augnfró (Euphrasia frigida), blávingli (Festuca vivipara),
lyfjagrasi (Pinguicula vulgaris), bláberjalyngi (Vaccinium uliginosum) og mýrfjólu
(Viola palustris). Vallhæra (Luzula multiflora) var ein þeirra tegunda sem erfitt var að
segja til um hvort væri að vaxa upp af rót eða hvort um fræplöntur frá 2006 var að
ræða. Tegundir eins og starir (Carex spp.) og mýrafmnungur (Trichophorum
caespitosum) uxu í öllum tilfellum upp af rót.
Fjöldi fræplantna var mjög misjafn milli háplöntutegunda og var mikill breytileiki í
fjölda fræplanta í smáreitunum. Fjöldi fræplantna af beitilyngi frá 2006 var
langmestur og var meðalfjöldi þeirra 45,6 m 2 (± 25,8 m"~) en mesti fjöldi sem fannst
var 1376 m"2. Mjög margir smáreitir voru þó með engar fræplöntur beitilyngs. Fjöldi
fræplanta frá 2007 af beitilyngi var 1,2 m’" (± 0,69 m"“), en mestur fjöldi var 30 m'2.
Meðalfjöldi fræplantna af fjalldrapa frá 2006 var 8,5 m'2 (± 4,57 m"2), en mestur Qöldi
var 285 m"2. Meðalfjöldi fræplanta frá 2007 af fjalldrapa var 2,8 m"2 (± 1,36 m"2), og
mestur fjöldi 79 m"2. Aðrar háplöntutegundir höfðu færri fræplöntur en 1,0 m"2.
Umræður
Mikil endumýjun plantna á sér stað á svæðinu sem brann í gróðureldunum miklu á
Mýrum snemma vors 2006. Háplöntuþekja, mosi og sina var marktækt meiri í bmnna