Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 444
442 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
landinu sumarið 2007 samanborið við sumarið 2006. Landið er að lokast á ný eftir
mikla röskun og var þekja sviðins yfirborðs marktækt minni sumarið 2007
samanborið við 2006. Enn sem komið er hafa engar nýjar háplöntutegundir bæst við á
svæðinu miðað við gróðurúttektina 2006 og virðast það því vera sömu tegundir og eru
á óbrunna viðmiðunarsvæðinu sem vaxa upp í kjölfar brunans (Jámgerður
Grétarsdóttir og Jón Guðmundsson 2007). Engar plöntur virðast heldur vera að hverfa
úr bmnna landinu en sami fjöldi háplantna fannst í þeim níu reitum sem mældir vom
árið 2007 og 2006.
Bmnnið land einkennist af sömu háplöntutegundum og í úttektinni 2006 en það eru:
klófífa, blábeijalyng, fjalldrapi, belgjastör (Carex paniceá), mýrastör (C. nigrá),
vetrarkvíðastör (C.chordorrhiza), krækilyng og mýrafinnungur. Einnig em flóastör
(Carex limosá), beitilyng og vallhæra töluvert algengar. Vissar háplöntur virðast vera
að auka útbreiðslu sína á brunna svæðinu og vom algengari í úttektinni 2007
samanborið við úttektina 2006. Þetta em beitilyng, krækilyng, mýrelfting og vallhæra.
Smámnnamir beitilyng og krækilyng vom meðal þeirra tegunda sem bmninn hafði
hvað mest áhrif á og var lítill endurvöxtur komin af stað sumarið 2006. Þessar
tegundir virðast þó vera að ná sér á strik aftur. Beitilyng endumýjar sig að mestu leyti
af fræi (82%) en í færri tilfellum var um endurvöxt (27%) að ræða. Fræplöntur
beitilyngs vom mjög áberandi á blettum í bmnna landinu þar sem fjöldi fræplanta var
allt að 1376 plöntur m"2, en þekkt er að beitilyng myndi fræ allt að 1 milljón ffæja m"2
(Grime o.fl. 2007). Meðalfjöldi fræplantna af beitilyngi ffá 2006 var 45,6 m"2 sem var
margfalt meiri fjöldi en fannst meðal annara háplöntutegunda. Þó var mikill
breytileiki í fjölda fræplantna innan branna svæðsins og vom mjög margir smáreitir
án fræplanta. Beitilyng myndar varanlegan ffæforða í jarðvegi og er mikill fjöldi
fræplanta af beitilyngi í kjölfar bmna vel þekkt af erlendum rannsóknum (Grime o.fl.
2007). Endumýjun beitilyngs er einnig tengt aldri plantnanna en rannsóknir
Gimingham (1972) sýndu að það óx aðallega upp af fræi í gömlum beitilyngsbreiðum
en af rót í yngri breiðum.
Krækilyngið endumýjar sig aftur á móti fremur upp af brannum stofni eða rót (93%)
þó ffæplöntur fínnast einnig (25%). Fjölgun krækilyngs með fræplöntum er þó ekki
algeng. Það myndar miðlungsfjölda fremur stórra ffæja, myndar ekki varanlegan
fræforða í jarðvegi eins og beitilyng og Ijölgar sér yfírleitt með vaxtaræxlun (Grime
o.fl. 2007). Krækilyngið er seinna að ná sér á strik samanborið við t.d. blábeijalyngið
sem hafði náð töluverðri þekju á ný strax sumarið eftir brana (Jámgerður Grétarsdóttir
og Jón Guðmundsson 2007). Bláberjalyngið myndar nokkuð djúpstæðar jarðrenglur
sem gæti verið ástæða þess hversu vel og fljótt það óx upp aftur í kjölfar bmnans. Fáar
fræplöntur af bláberjalyngi fundust í úttektinni og er það í samræmi við erlendar
rannsóknir (Anne-Laure Jacquemart 1996). Fjalldrapi endumýjar sig bæði af bmnnum
stofni eða rót (84%) og ffæi (45%) á Mýmnum. Þekkt er að fjalldrapi endumýji sig
fljótt eftir bmna með rótarskotum ef hiti eldsins er ekki of mikill (de Groot o.fl. 1997).
Endumýjun fjalldrapa af fræi er mjög misjöfn og virðist tengjast því hversu
norðarlega tegundin finnst (de Groot o.fl. 1997, Alsos o.fl. 2003).
Vallhæra var mjög áberandi þegar horft var yfir branna svæðið á Mýmnum í sumarið
2007. Erfitt var að segja til um hvort plöntumar væm að vaxa upp af fræi ffá 2006
eða hvort þær væm að vaxa upp af rót á ný eftir bmnann. Vallhæra myndar nokkum
fræforða í jarðvegi en fræíjöldi er ekki mikill (Grime o.fl. 2007). Aðstæður í bmnna
landinu virðast henta mýrelftingu, sem myndar djúpstæðar jarðrenglur og ijölgar sér
að langmestu leyti með vaxtaræxlun og breiðir gjaman úr sér eftir rask (Grime o.fl.
20071.