Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 450
448 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Er möguleiki að byggja kynbótamat á keppniseiginleikum ?
E. Albertsdóttirl, S. Eriksson2, A. Násholm2, E. Strandberg2 and T. Arnasonl,
1Landbúnaðarhákóli íslands, Hvanneyri, 311 Borgarnes, ísland, 2Sænski
Landbúnaðarháskólinn, Box 7023, 750 07 Uppsala, Svíþjóð
Yfirlit
Kannaður var sá möguleiki að bæta keppniseiginleikum inn í kynbótamat íslenska
hestsins. Línuleg einstaklingslíkön voru notuð við mat á erfðastuðlum. Alls innihéldu
keppnisgögnin 18.982 dóma 3.790 hrossa sem tóku þátt í keppni á íslandi og í Svíþjóð
1998-2004. Metnir voru 10 keppniseiginleikar: íjórgangur (3), fimmgangur (3), tölt (3)
og skeið (1), þar af voru þrír nýir samsettir keppniseiginleikar. Metið arfgengi
keppniseiginleika lá á bilinu 0,18-0,35. Metin erfðafylgni milli keppniseiginleika var
almennt sterk og jákvæð. Erfðafylgni var metin milli kynbótaeiginleika, samsettra
keppniseiginleika og gæðingaskeiðs. Kynbótagögnin samanstóðu af 16.401
einstaklingsdómi frá árunum 1990 til 2005 frá ellefu löndum. Sterk jákvæð erfðafylgni
var almennt metin milli hæfileikadóma og keppniseiginleika. Meðalhá erfðafylgni var
metin milli sumra byggingareiginleika og flestra keppniseiginleika. Ut frá niðurstöðum
rannsóknarinnar var ályktað að hægt væri að bæta samsettu keppniseiginleikunum og
einum upprunalegum keppniseiginleika inn í núverandi kynbótamat.
Inngangur
Islenski hesturinn er fjölhæfur reiðhestur með fimm gangtegundir. Hann hentar vel til
útreiða og keppni, bæði fyrir fullorðna og böm. Ræktunarmarkmið íslenska hestsins er
skilgreint með sautján ræktunareiginleikum sem skiptast upp í átta byggingareiginleika,
átta reiðhæfileika og hæð á herðar. Þessir eiginleikar era metnir og dæmdir á línulegum
skala (5-10) á kynbótasýningum þar sem þrír viðurkenndir kynbótadómarar sjá um
dómgæslu. Frá og með árinu 2005 byggist kynbótamat íslenska hestsins á kynbótadómum
ellefu landa sem lúta alþjóðlegum kynbótareglum.
Keppni fyrir íslensk hross njóta mikilla vinsælda meðal hestamanna. Hægt er skipta
keppnum upp í þrjár mismunandi gerðir: íþróttakeppni, skeiðkappreiðar og
gæðingakeppni. Þrír eða fimm viðurkenndir dómarar sjá um að dæma íþrótta- og
gæðingakeppni. Einkunnir eru gefúar á bilunum 0-10 (íþróttakeppni) og 5-10
(gæðingakeppni). Innan hvers keppnisforms era nokkrar greinar sem í aðalatriðum ganga
út á að sýna hrossin á mismunandi gangtegundum. Gróflega má flokka greinamar í tölt,
Ijórgang, fimmgang og skeið. íþróttakeppni og gæðingakeppni svipar til um margt. Bæði
keppnisformin fara að stóram hluta fram á hringvelli (aðeins ein grein fer fram á beinni
braut) þar sem gæði gangtegundanna, fegurð í reið og vilji hrossa era metin.
Meginmunurinn felst í því að í íþróttakeppni er meira lagt upp úr tæknilegri útfærslu og
nákvæmni í gangskiptingum heldur en er gert í gæðingakeppni. Hins vegar er mikið lagt
upp úr vilja og vasklegri framgöngu hrossanna í gæðingakeppni og þessu til áherslu era
gefnar séreinkunnir fyrir vilja og fegurð í reið. I skeiðkappreiðum er hrossum riðið skeið
á skilgreindum vegalengdum og tíminn er mældur í sekúndum.