Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 452
450 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
erfðastuðlum fyrir keppniseiginleikana fólu einnig í sér slembihrif einstaklings,
slembihrif viðvarandi umhverfisþátta og slembihrif umhverfisskekkju.
Erfðastuðlar voru metnir með DMU forritapakkanum (Jensen og Madsen, 2000).
Einbreytu og tvíbreytulíkön voru notuð við útreikninga. Aðferð hámarkslíkinda var beitt
við mat á (sam)breytileikastuðlum en nánari útskýringar aðferða og úrlausna er hægt að
nálgast í Albertsdóttir et al. (2007a, 2007b).
Niðurstöður
Metið arfgengi og erfðafylgni kynbótaeiginleika var í samræmi við fyrri niðurstöður
(Ámason og Sigurðsson, 2004). Metið arfgengi lá á bilinu 0.20-0.67 (1. tafla).
Erfðafylgni kynbótaeiginleikanna: hæð á herðar; háls, herðar og bógar; bak og lend; og
samræmi var meðalhá. Þessir byggingareiginleikar sýndu í mörgum tilfellum sterka
erfðafylgni við eftirtalda reiðhæfileika: Hægt tölt; tölt; stökk; vilji og geðslag; og fegurð í
reið. Erfðafylgni milli reiðhæfileika innbyrðis var há að undanskildum nokkmm gildum
milli fets eða skeiðs og annarra reiðhæfileika. Fyrir frekari niðurstöður um arfgengi og
erfðafylgni kynbótaeiginleika er vísað til Albertsdóttir et al. (2007b).
Metið arfgengi íþróttakeppniseiginleika (1. tafla) var 0,18-0,23; 0,33 og 0,35 fyrir
gæðingakeppniseiginleika; og 0,19-0,22 fyrir samsettu eiginleikana. Staðalskekkja metins
arfgengis lá á bilinu 0,05-0,23 þar sem hæstu gildin áttu við gæðingakeppniseiginleikana
og lægstu gildin fylgdu samsettu eiginleikunum. Tvímælingagildi keppniseiginleika var
almennt um 60%. Metið arfgengi keppniseiginleikanna hækkaði töluvert þegar sterkt
tengdir kynbótaeiginleikar og keppniseiginleikar vom metnir í tvíbreytuútreikningum.
1. tafla. Arfgengi (h2) staðaiskekkja úr einbreytuútreikningum.
Kynbótaeiginleikar h2 Kynbótaeiginleikar h2 Keppniseiginleikar h'
Hæð á herðar 0.67 o.o2 Hægt tölt 0.38 o.o4 T1 0.18
Prúðleiki 0-46 o.o3 Fet 0.20 o.o3 T2 0.23
Höfhð 0.29 o.o2 Tölt 0.39 o.o2 VI 0.19
Háls, herðar og bógar 0-39 o.o2 Brokk 0.38 o.o2 F1 0.19
Bak og lend 0-29 o.o2 Skeið (allar eink.) 0.58 o.o8 PPl 0.21
Samræmi 0.38 o.o2 Skeið (eink. > 5.5) 0.34 o.o2 B-flokkur 0.33
Fótagerð 0-37 o.o2 Stökk 0.36 o.o2 A-flokkur 0.35
Réttleiki 0.22 o.o2 Vilji og geð. 0.37 o.o2 Tölt(kepp) 0.19
Hófar 0-36 o.o2 Fegurð í reið 0-31 o.o2 4-gangur 0.22
5-gangur 0.22
Erfðafylgni (2. tafla) íþróttakeppniseiginleikanna var í flestum tilfellum há; milli
gæðingakeppniseiginleika 0,43; milli sambærilegra íþrótta- og gæðingakeppniseiginleika
0,93-1,00; og milli samsettu eiginleikana 0,62-0,90 (3. tafla) Staðalskekkja metinnar
erfðafylgni keppniseiginleikanna lá á bilinu 0,05-0,51, þar sem lægri gildi áttu við
samsettu eiginleikanna en uppmnalegu keppniseiginleikana.