Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Síða 454
452 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Ályktanir
Metnir erfðastuðlar keppniseiginleikanna sýna að hægt er að fella þá inn í kynbótamatið.
Ur tölífæðigreiningunum fengust stöðugustu útkomumar og nákvæmasta matið fyrir
samsettu eiginleikana og með þeim fæst einfaldari nálgun við mismunandi keppnishæfni
hrossa í tölti, fjórgangi og fimmgangi. Almennt var því ályktað að samsettu eiginleikamir
ásamt gæðingaskeiði væru heppilegastir til þess að byggja kynbótamatið á. Gæðingaskeið
tryggir að tekið sé tillit til allra hliða keppnishæfni.
Við mat á erfðastuðlum keppnisgagna annarra hrossakynja er það þekkt vandamál að þeir
em oft á tíðum skekktir sökum úrvals í gögnunum (Koenen o.fl., 2004). Urval í gögnum
hefur almennt þau áhrif að metinn erfðabreytileiki minnar. Núverandi rannsókn sýndi að
þegar sterkt tengdir kynbóta- og keppniseiginleikar vom metnir samtímis þá hækkaði
metið arfgengi keppniseiginleikanna. Þetta er vísbending þess að kynbótagögn, sem em
talin síður valin en keppnisgögn, dragi úr áhrifum úrvals í keppnisgögnum. Þessi
niðurstaða styður því eindregið samtímis kynbótamat keppnis- og kynbótaeiginleika. Enn
fremur endurspeglar kynbótamat sem byggir á bæði keppnis- og kynbótaeiginleikum
betur hið eiginlega ræktunarmarkmið að fá fram íjölhæfa reiðhesta, hentuga hvort sem er
til útreiða eða keppni.
Mat á erfðafylgni kynbóta- og keppniseiginleika staðfestir að sambærilegir eiginleikar era
dæmdir á áþekkan hátt í kynbótasýningum og keppni. Byggingareiginleikinn, hófar, var
sterkar tengdur keppniseiginleikum en kynbótaeiginleikum sem bendir til að sterkir og
endingagóðir hófar séu mikilvægur eiginleiki fyrir keppnishross. Almennt virðist mega
álykta að að kynbóta- og keppniseiginleikar ráðist að stómm hluta af sömu erfðum.
Með því að bæta keppnisgögnum inn í kynbótamatið er farið að nota nýja gagnaveitu þar
sem við bætist mikið af upplýsingum um nýja einstaklinga vegna þess að stór hluti
keppnishrossa em geldingar sem sjaldnast em dæmdir á kynbótasýningum. Væntanlegur
afrakstur þess er áreiðanlegra kynbótamat með auknum upplýsingum. Enn fremur má
ætla að þessi viðbót gagna geti skilað töluverðum efnahagslegum ávinningi þar sem að
keppnishross em bæði verðmæt og eftirsótt. Áður en hægt er að hefjast handa við
sameiginlegt kynbótamat kynbóta- og keppnisgagna þarf þó að tryggja nægilegt aðgengi
staðlaðra keppnisgagna.
Heimildir
Albertsdóttir, E., Eriksson, S., Nasholm, A., Strandberg, E., Ámason, T., 2007a. Genetic analysis of
competition data on Icelandic horses. Livest. Sci. 110, 242-250.
Albertsdóttir, E., Eriksson, S., Násholm, A., Strandberg, E., Ámason, T., 2007b. Genetic analysis of
correlations between competition traits and traits scored at breeding field-tests in Icelandic horses. Livest.
Sci. (2007), doi: 10.1016/j.livsci.2007.04.022.
Árnason T., Sigurdsson, Á., 2004. Intemational genetic evaluations of the Icelandic horse. 55thAnnual
Meeting of the EAAP, Bled, Slovenia, September 5-9. Paper HG5.3.
Jensen and Madsen, 2000. In: A user’s guide to DMU. A package for analyzing multivariate mixed models,
Danish Institute of Agricultural Sciences. Research Centre Foulum, Denmark, p 18.
SAS Institute Inc. 2004. SAS OnlineDoc® 9.1.3. Cary, NC: SAS Institute Inc
Koenen E.P.C., Aldridge, L.I., Philipsson, J., 2004. An overview of breeding objectives for Warmblood
sport horses. Livest. Prod. Sci. 88, 77-84.