Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Síða 456
454 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Ræktunartilraun, framkvæmd
Tilraun var gerð á Korpu sumarið 2007 og valinn staður á dæmigerðu mólendi. Sett
var niður 25. maí. Landið var finunnið og hryggir gerðir fyrirfram. Uðað var með
Afaloni til að verjast illgresi og með Shirlani þrívegis sem fyrirbyggjandi vöm gegn
kartöflumyglu.
Sprettutími var i stórreitum. Tekið var upp 20. ágúst og 11. september. Sprettutími
var því 87 og 109 dagar. Nokkum veginn samfelldur þurrkur var í sex vikur frá 10.
júní til 20. júlí. Hann mun hafa haft einhver áhrif á uppskeru, en þó ekki eins mikil og
óttast var.
Aburðarliðir vom í millireitum. Bomir vom saman þrír mismunandi
áburðarskammtar. I fyrsta lagi var staðaláburðurinn einn saman, það vom 750 kg af
Garðáburði á hektara eða 90N-37P-105K. I öðm lagi var aukaskammtur af fosfór, 30
kg P/ha í þrífosfati, til viðbótar við staðaláburðinn. I þriðja lagi var aukaskammtur af
nitri, 30 kg N/ha í kalkammon, ofan á staðaláburðinn.
Yrkin tíu vom í smáreitum. Utsæði var bæði misstórt og misgott og fyrirfram var séð,
að ekki næðist réttlátur samanburður milli allra yrkjanna. Útsæði af yrkjunum Arrow,
Madeleine, Matador, Riviera og Sofia kom beint frá Hollandi. Það var stórt (þvermál
>50 mm) og vel útlítandi. Útsæði af yrkjunum Belana, Inova og Piccolo star var
fengið úr Þykkvabæ. Útsæðið var stórt af þeim tveimur fyrmefndu, en lítilfjörlegt af
Piccolo star. Útsæði af staðalyrkjunum, Premier og Gullauga, var afar smátt (þvermál
< 35 mm).
Þurrefnishlutur var ákvarðaður á sex kartöflum af meðalstærð úr hverjum reit. Sterkja
var ákvörðuð á um það bil einu kg af kartöflum úr hverjum reit. Við þá ákvörðun em
kartöflumar vegnar þurrar fyrst og síðan í vatni og sterkjan reiknuð út eftir
eðlisþyngd.
Ræktunartilraun, niðurstöður
Milli áburðarliða fannst ekki marktækur munur i nokkurri mældri stærð. Um samspil
var heldur ekki að ræða. Því var öllum uppskemtölum úr mismunandi áburðarliðum
slegið saman og með því fjölgaði samreitum í tilrauninni úr 2 í 6.
Mikill uppskemmunur var eftir uppskemtímum. Grös féllu ekki þá 22 daga, sem vom
á milli upptökutíma og kartöflur bættu miklu við sig. Ekki var eingöngu um það að
ræða að kartöflur stækkuðu, heldur hafði tíndum kartöflum fjölgað líka:
1. tafla. Uppskera eftir upptökutíma, meðaltal yrkja. Frítölur fyrir skekkju em 97.
Uppskera, fersk Kartöflur Þurrefni Sterkja Uppskera
Tekið upp g undir grasi t á ha fj. undir grasi % % t þe.á ha
20 ágúst 214 14,2 5,92 18,6 14,6 2,63
11. sept. 317 21,1 6,75 18,8 14,9 3,97
Meðaltal 266 17,7 6,33 18,7 14,7 3,31
Staðalfrávik 50 3,3 1,27 1,2 0,9 0,65