Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 457
VEGGSPJÖLD | 455
2. tafla. Fjöldi kartaflna í einstökum stærðarflokkum eftir upptökutíma, meðaltal
yrkja. Frítölur fyrir skekkju eru 97.
Fjöldi kartaflna undir grasi, flokkaðar eftir þvermáli
Tekið upp > 55 mm 45-55 mm 35—45 mm < 35 mm alls
20. ágúst 0,23 0,98 2,13 2,58 5,92
11. sept. 0,67 1,43 2,28 2,38 6,75
Meðaltal 0,45 1,20 2,20 2,47 6,33
Staðalfrávik 0,32 0,44 0,67 0,93 1,27
Munur milli uppskerutíma var marktækur, hvað varðaði uppskeru og heildaríjölda
kartaflna undir grasi. Einnig hafði kartöflum í tveimur stærri flokkunum (þvermál >
45 mm) fjölgað marktækt milli uppskerutíma. í smærri flokkunum tveimur (þvermál
< 45 mm) var fjöldi kartaflna óbreyttur. Þurrefnishlutur og sterkja breyttist ekki milli
uppskerutíma og var það athyglisverð niðurstaða. Samspil milli yrkja og
uppskerutíma fannst einungis í einni mælistærð, það er fjölda kartaflna með þvermál
45-55 mm. í þeim flokki hafði kartöflum af yrkjum ræktuðum af íslensku útsæði
fjölgað um meira en helming, en einungis um 10% af yrkjunum, sem ræktuð voru af
útsæði frá Hollandi.
Annað samspil milli yrkja og uppskerutíma fannst ekki. Að því athuguðu var talið rétt
að nota meðaltal uppskerutíma til að bera yrkin saman og verður það gert hér eftir.
Þannig eru yrkin borin saman í tólf samreitum.
Eins og að framan segir, var útsæði mjög misstórt eftir yrkjum. I grófum dráttum má
flokka það niður í tvennt. Af yrkjunum Gullauga, Premier og Piccolo star var útsæðið
mjög smátt og tæpast heilbrigt af því síðastnefnda. Af hinum sjö var útsæði stórt og
mátti teljast vel útlítandi. Gæði útsæðis höfðu greinileg áhrif á uppskeru úr
tilrauninni.
3. tafla. Uppskera af einstökum yrkjum, meðaltal upptökutíma. Yrkjum er raðað eftir
uppskeru ferskra kartaflna. Frítölur fyrir skekkju eru 97.
Uppskera, fersk Kartöflur Þurrefni Sterkja Uppskera
Yrki g undir grasi t á ha fj. undir grasi % % t þe.á ha
Matador 430 28,7 7,9 15,4 12,3 4,4
Madeleine 327 21,8 5,3 16,4 12,8 3,6
Riviera 321 21,4 5,7 18,1 14,5 3,9
Belana 303 20,2 9,5 20,8 16,3 4,2
Arrow 286 19,1 4,2 16,3 13,1 3,1
Inova 254 16,9 7,2 19,4 15,1 3,3
Sofia 224 14,9 7,2 17,6 14,4 2,6
Gullauga 190 12,7 7,0 23,4 18,1 3,0
Premier 182 12,1 4,6 20,9 16,1 2,5
Piccolo star 141 9,4 5,0 18,5 14,4 1,7
Meðaltal 266 17,7 6,3 18,7 14,7 3,3
Staðalfrávik 50 3,3 1,3 1,2 0,9 0,6