Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 459
VEGGSPJÖLD | 457
Hér er þegar komin ástæða til að benda á yrkið Belana. Það gengur næst Gullauga að
þurrefiiis- og sterkjuinnihaldi og þurrefnið er meira en 20%. Með því mælir líka, að
ekkert yrki hefur jafnmargar kartöflur undir hverju grasi.
Vinnsluprófun, framkvæmd
Öll uppskera af næststærsta flokknum (þvermál 45—55 mm) var tekin í vinnsluprófun.
Af yrkinu Piccolo star var uppskera af þeim flokki ekki nógu mikil og það gekk því úr
skaftinu. Verklegur þáttur vinnslunnar var unninn hjá fyrirtækinu „Hollt og gott“ að
Fosshálsi í Reykjavík. Um 5 kg af hverju yrki voru sett í skrælara í 3 mínútur.. Sýnin
voru vigtuð og mynduð fyrir og eftir skrælingu. Eftir þetta var um 1,5 kg tekið og sett
í tvo lofttæmipoka og pakkað loftþétt. Mat var lagt á hversu vel kartöflur voru
skrældar eftir þennan vinnslutíma og var kartöflum gefin einkunn, 100% eru mjög vel
skrældar kartöflur, 90% skræling er góð og svo koll af kolli.
Eftir að komið var aftur í tilraunaaðstöðu Matís voru pokar settir í gufúofn í rúmlega
30 mínútur við 100°C og fulla gufú. Pokamir vom skoðaðir fyrir hitameðhöndlun og
svo aftur eftir að búið var að kæla þá niður með ísvatni í kæliskáp yfir nótt.
Kartöflumar í pokunum voru metnar eftir útliti, lit og hversu mikinn brúnan vökva var
að finna í pakkningu en það er merki um ensímvirkni viðkomandi kartöfluafbrigðis.
Vinnsluprófun, niðurstöður
Það vakti nokkra athygli hversu mikill litarmunur var á milli kartöfluafbrigða, þótt
horft væri ffamhjá grænleitu kartöflunum. Belana afbrigðið gaf mjög gular kartöflur á
meðan Arrow og Matador kartöflumar vom hvítar. Einnig vom sum afbrigði með
mjög mislitar kartöflur, Riviera afbrigðið gaf hvítar og gular kartöflur, auk þess að
innihalda fjölmargar grænar. Það sama var uppá teningnum hjá Gullauga.
6. tafla. Niðurstöður úr vinnsluprófun. Sama röð yrkja og áður.
Yrki Þyngd kartaflna, grömm fyrir- eftir skrælingu Nýting % Skræling % (mat) Litur* Brúnn vökvi
Matador 4991 4211 84,4 90 Hv. Nei
Madeleine 5006 4526 90,4 90 Gu. Gr. Aðeins
Riviera 5016 4416 88,0 90 Gu. Hv. Nokkur
Belana 4970 4296 86,4 95 Gu. Nei
Arrow 4379 3956 90,3 95 Hv.Gr. Nei
Inova 4992 4670 93,5 90 Gu.Gr. Aðeins
Sofia 4993 4448 89,1 95 Gu.Gr Nei
Gullauga 4168 3838 92,1 70 Gu.Hv.Gr. Töluverður
Premier 3173 2979 93,9 80 Gu.Gr. Nokkur
*Hv = hvítar, Gu = gular, Gr = grænar.