Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 460
458 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Nýting eftir 3 mínútna skrælingu í vél var á bilinu 84% til 94%. Sofia, Arrow og
Belana afbrigðin voru metin best skrældu afbrigðin eftir 3 mínútna skrælingu. Hins
vegar gáfu þessi afbrigði nokkuð mismunandi nýtniniðurstöður; Arrow best með 90%
nýtingu.
Ensímvirkni getur verið afar mismunandi í kartöflum og hafa komið upp vandamál,
þar sem brúnn vökvi myndast við vinnslu. íslensku afbrigðin Premier og Gullauga
höfðu þennan brúna vökva í pakkningunum, einnig Riviera og vottur var hjá Inova og
Madeleine. Engin rýmun kom fram við suðu enda pokar vel lokaðir. Kartöflumar
héldu lit sínum og lögun og ekki varð vart við sýnilegar gæðabreytingar.
Þau afbrigði, sem eru ræktuð í stómm stíl hér á landi (Premier og Gullauga), komu
einna verst út. Hvoragt þeirra var nægilega vel skrælt eftir 3 mínútur, en að vísu hefði
mátt skræla þau í lengri tíma. Gullauga hafði hins vegar mjög djúp augu, en það hefði
þýtt töluvert meiri skrælingu til að kartöflumar væra tilbúnar til neyslu.
Belana afbrigðið leit mjög vel út, enginn brúnn vökvi í pakkningu og kartöflumar
fallega gular og vel skrældar, en nýtingin aðeins 86%. Matador og Arrow era einnig
afbrigði sem vert væri að skoða nánar, bæði afbrigðin gáfu óvenju hvítar kartöflur.
ÁJyktanir
Mismunandi áburður á kartöflur hafði hvorki áhrif á uppskera, þurrefnishlut né sterkju
í þessari rannsókn. Mismunandi sprettutími hafði að sjálfsögðu áhrif á uppskera og
stærðarflokka kartaflna, en hvorki á þurrefnishlut né sterkju. Afgerandi munur var
hins vegar í öllum mældum atriðum milli yrkja.
Vinnsluprófún sýndi, að þau yrki, sem mest era ræktuð hér (Premier og Gullauga),
henta illa til ffamleiðslu á forsoðnum kartöflum. Bæði einkennast þau af mikilli
ensimvirkni og Gullauga hefur auk þess mjög djúp augu og er erfitt í skrælingu.
Með þeim fyrirvara að þetta er einungis eins árs tilraun, leyfum við okkur þó að mæla
með yrkinu Belana sem hráefni í forsoðnar kartöflur. Það gefur þurrefnisríkar
kartöflur með litla ensímvirkni, margar kartöflur undir grasi og flestar þeirra í
æskilegum stærðarflokki.
Þakkir
Auk þeirra, sem nefndir era í texta, viljum við færa þeim Sigríði Dalmannsdóttur og
Margot Backx bestu þakkir fyrir aðstoð við upptöku og flokkun.
Heimildir
Hannes Hafsteinsson og Olafur Reykdal 2004. Viðbrögð við breyttum neysluvenjum. Fræðaþing
landbúnaðarins 2004. 47-54.
Hólmgeir Bjömsson 1997. Tilraun með vaxandi áburð á kartöflur 1995. Ráðunautafundur 1997.
165-176.
Hólmgeir Bjömsson 2004. Niturþörf kartaflna (veggspjald). Fræðaþing landbúnaðarins 2004. 306-
310.
Hólmgeir Bjömsson og Þórdís Anna Kristjánsdóttir 2005. Jarðræktarrannsóknir 2004. Rit Lbhí nr. 6.
Valur N Gunnlaugsson og Olafúr Reykdal 2000. Gæði grænmetis á íslenskum markaði 1998-1999.
Fjölrit Rala nr. 202, 77 bls.