Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Blaðsíða 473
VEGGSPJÖLD | 471
aðrir hópar (F3495 = 4,680, p = 0,004). Enginn munur var á milli ára (F1495 = 1,018, p
= 0,314), né heldur voru tengsl á milli ára og aldurs- og kynjahópa (F3495 = 0,416,/? =
0,741).
Stærð
2. mynd. Tengsl stærðar og þyngdar hjá rjúpu á Norðausturlandi 2006 og 2007.
Stærðargildi byggja á meginþáttagreiningu (ás nr. 1). Holdastuðull hvers fugls er
fúndinn sem frávik hans frá aðhvarfslínu.
3. mynd. Samanburður á holdastuðli rjúpna á Norðausturland 2006 og 2007 skipt eftir
aldri og kyni fúgla. Sýnt er meðaltal ± 95% öryggismörk.
Miltað vó að meðaltali 0,062 g (n = 102, s = 0,0208, spönn 0,019-0,114 g).
Marktækur munur var á stærð milta eftir aldurshópum (F\^ = 25,633, p « 0,001), en
ekki eftir kyni (Fi,98 = 0,369, p = 0,545) né heldur voru tengsl á milli kyns og aldurs
(Fi,98 = 0,369, p = 0,545). Hvorki var fylgni á milli þyngdar milta og líkamsþyngdar
(r = -0,040, n = 102) né stærðar fúgls (r = -0,045). Af þessum sökum var þyngd milta
ekki stöðluð miðað við líkamsþyngd eða stærð.
Búrsa vó að meðaltali 0,241 g (n = 59, s = 0,0662, spönn 0,094-0,368 g). Ekki var
marktækur munur á milli kynja í þyngd á búrsu (Flsi - 1,1018,/? = 0,298). Marktæk
fylgni var á milli búrsuþyngdar og líkamsþyngdar (r = 0,266, p = 0,042) en ekki á
milli búrsuþyngdar og stærðar fugls (r = 0,175, p = 0,184). Þyngd á búrsu var því
stöðluð (búrsustuðull) með því að finna frávik frá línulegu aðhvarfi þessarar breytu og
líkamsþyngdar sem skýribreytu.