Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 481
VEGGSPJÖLD | 479
umhverfishiti er nógu hár til að okratoxín A geti myndast. Sveppaeiturefnin aflatoxín
myndast hins vegar sennilega ekki á akri hér á landi vegna lágs umhverfishita.
Islenskt kom gæti haft nokkra sérstöðu varðandi sveppaeitur. Ymis sveppaeitur geta
borist með innfluttu fóðri og einnig geta verið þær aðstæður í fóðurgeymslum að
sveppaeitur myndist.
Örvemr berast á kom úr jarðvegi og eftir ýmsum leiðum við skurð og meðhöndlun.
Margar tegundir gerla geta verið til staðar og þarf sérstaklega að huga að
grómyndandi gerlum og kólígerlum. Venjulega skipta gerlar á komi litlu máli þar sem
þeir ná ekki að ijölga sér, enda er vatnsvirknin orðin lág í komi sem hefur þomað á
akri eða hefur verið þurrkað. Það þarf þó að hafa í huga að sumir gerlar og hitaþolin
gró geta lifað af geymslu og mjölvinnslu. Sérstaklega þarf að huga að Bacillus
gerlum í þessu sambandi.
Sýni og aðferðir
Langtímatilraun Landbúnaðarháskóla Islands (Lbhí) um samanburð á byggyrkjum var
nýtt til sýnatöku haustið 2007. Byggið var ræktað á Möðruvöllum í Eyjafirði,
Vindheimum í Skagafirði, Korpu við Reykjavík og Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum.
Sýni vom tekin af þremur sexraða yrkjum (Tiril, Lavrans og Lómi), þremur tvíraða
yrkjum (Kríu, Barbro og Mitju) og einu nöktu yrki (Netto frá Noregi). Netto var nú
var ræktað í fyrsta skipti á íslandi. Til viðbótar vom fengin sýni frá bændum í
Belgsholti í Melasveit (Kría), Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum (Kría) og Vallanesi á
Fljótsdalshéraði (Tiril). Eitt sýni af fóðurbyggi var blanda af innfluttu byggi frá
Danmörku og Þýskalandi. Byggið var þurrkað þar til vatnsinnihald þess var um 10%.
Hluti af hverju sýni var heilmalaður og annar hluti af sumum sýnum var afhýddur
fyrir mölun.
Prótein var mælt með Kjeldahl aðferð og reiknað út með því að margfalda niðurstöðu
fyrir köfnunarefni með 5,83. Aska var fundin eftir brennslu sýnis við 550 °C í 4 klst.
Vatnsinnihald var mælt með þurrkun sýnis við 100 + 3 °C í 4 klst. Beta-glúkanar vom
mældir með ensímaðferð frá Megazyme (EBC aðferð 3.11.1). Heildannagn trefjaefna
var mælt hjá LUFA-ITL í Þýskalandi með AOAC aðferð. Sterkja var reiknuð sem
mismunur: 100 - vatn - prótein - aska - fita - heildarmagn trefjaefna. Fita var aðeins
mæld í þremur safnsýnum í þessu verkefni og vom eftirfarandi niðurstöður notaðar
við útreikninga: Fita í heilu komi 2,4 g/lOOg, fíta í afhýddu tilraunakomi 1,9 g/lOOg
og fita í afhýddu komi frá bændum 2,1 g/lOOg. Snefilefnin kvikasilfur, kadmín og blý
vom mæld með ICP massagreini. Sveppaeiturefnin okratoxín A, fúmonisín Bi og
fúmonisín B2 vom mæld með vökvagreiningu (HPLC) í Þýskalandi.
Heildargerlafjöldi loftháðra örvera var ákvarðaður við 30 °C. Allar örvemgreiningar
vom byggðar á NMKL-aðferðum og útfærðar á rannsóknastofu Matís.
Niðurstöður
í 1. töflu em niðurstöður efnagreininga á heilu byggi gefnar upp fyrir votvigt. í tilraun
Lbhí voru sex yrki (Tiril, Lavrans, Lómur, Kría, Barbro og Mitja) borin saman á
fjórum ræktunarstöðum. Hámarktækur munur (p<0,001) kom fram fyrir prótein, ösku
og beta-glúkana eftir ræktunarstað en aðeins fyrir prótein eftir yrkjum (tölfræðilegt
uppgjör var byggt á þurrefnisgrunni). Prótein var á bilinu 8-13 g/lOOg og að meðaltali
10 g/lOOg. Það var greinilega lægst í byggi frá Korpu. Prótein hefur verið mælt í
ýmsum byggyrkjum í Noregi og reyndist vera á bilinu 7-14 g/lOOg, í Arve 9 g/lOOg