Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Side 482
480 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
en í Lavrans 10 g/lOOg (Holtekjnlen o.fl. 2006). Prótein í innfluttu fóðurbyggi var
mælt til samanburðar og reyndist vera 10,7 g/lOOg. Af þessum samanburði má ráða að
prótein í íslensku byggi sé ámóta mikið og erlendis gerist. í samanburðinum er miðað
við að köfnunarefni sé margfaldað með 5,83 og byggið innihaldi um 10 g af vatni í
100g.
1. tafla. Efnainnihald í heilu byggi (votvigt).
Ræktunarstaður Prótein g/lOOg Aska g/lOOg Sterkja g/lOOg p-glúkanar g/lOOg Vatn g/lOOg
Heilt tilraunabygg l; Möðruvellir 10,4 + 0,8 2,60 + 0,08 56,8 + 1,1 1,59 + 0,27 10,1 +0,2
Vindheimar 10,6 + 0,8 2,23 + 0,05 57,1 + 1,0 2,60 + 0,28 10,0 + 0,4
Korpa 9,0 ± 1,1 2,01 ±0,11 58,9 ±1,1 3,06 ± 0,43 10,1 ±0,6
Þorvaldseyri 11,3 ±0,7 2,29 ± 0,07 56,8 ±0,6 3,18 ±0,43 9,5 + 0,6
Meðaltal 10,3 ±1,2 2,28 ±0,23 57,4+1,3 2,61+0,72 9,9 + 0,5
Heilt bændabygg 21 Belgsholt 13,2 2,24 55,5 2,51 8,9
Þorvaldseyri 11,1 2,04 59,7 4,24 7,1
Vallanes 10,4 2,74 53,7 1,47 9,9
Meðaltal 11,6 2,34 56,3 2,74 8,6
Meðaltal og SD fyrir sex yrki: Tiril, Lavrans, Lómur, Kría, Barbro, Mitja. 2) Eitt yrki á hverjum stað.
Styrkur beta-glúkana getur verið mjög breytilegur (2-7 g/lOOg) eftir yrkjum
samkvæmt niðurstöðum frá Noregi (Holtekjolcn o.fl. 2006). Niðurstöður fyrir
byggyrkin Arve og Lavrans voru um 3 g beta-glúkanar/lOOg. Svipaðar niðurstöður
fengust fyrir íslenska byggið nema fyrir bygg frá Möðruvöllum en þar voru gildin
lægri.
Niðurstöður fyrir nakið bygg (yrkið Netto) og afhýtt tilraunabygg frá Möðruvöllum
koma fram í 2. töflu. Hlutfall próteins og sterkju var hærra í nöktu byggi en heilu enda
hefur hýðið að stórum hluta fallið af. Beta-glúkanar voru mjög breytilegir í nakta
bygginu. Hæstu gildin fyrir beta-glúkana voru fyrir sýni af nöktu byggi og
bændabyggi. Notkun á nöktu byggi gæti verið leið til að auka magn beta-glúkana í
bökunarvörum.
Við afhýðingu byggsins eykst sterkjan marktækt (p<0,001) en hlutfall ösku og
próteins lækkar. Heldur meira er af beta-glúkönum í afhýddu en heilu byggi. Það er
því ljóst að beta-glúkanar tapast lítið með hýðinu. Beta-glúkanar eru hluti
treijaefnanna. Heildarmagn trefjaefna var mælt í heilu tilraunabyggi, öðru en nöktu
byggi, frá Möðruvöllum (meðaltal 17,7 g/lOOg), safnsýni fyrir nakið bygg (10,5
g/lOOg) og afhýddu byggi (meðaltal 10,1 g/lOOg). Mælingar vom gerðar á hvítu hveiti
til samanburðar og var heildannagn trefjaefna 2,9 g/lOOg en beta-glúkanar mældust
ekki.
Mest sterkja var í nöktu byggi, um 64 g/lOOg og hlutfall sterkjunnar hækkar
greinilega við afhýðingu á heilu byggi. Norskar niðurstöður em lægri, 46-58 g/lOOg
(Holtekjolen o.fl. 2006). Hafa þarf í huga að skekkja getur verið í niðurstöðum fyrir
sterkju í íslenska bygginu þar sem hún er reiknuð sem mismunur. Útreikningamir
byggja á heildarmagni trefjaefna sem vom ekki mæld í öllum sýnum.