Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 483
VEGGSPJÖLD | 481
2. tafla. Efnainnihald í nöktu og afhýddu byggi (votvigt).
Ræktunarstaður Prótein Aska Sterkja þ-glúkanar Vatn
g/lOOg g/lOOg g/lOOg g/100g g/100g
Nakið tilraunabygg
Möðruvellir 10,1 2,42 64,7 1,43 10,3
Vindheimar 11,6 1,87 63,7 2,05 10,4
Korpa 11,8 1,34 64,3 4,32 10,1
Þorvaldseyri 11,9 1,77 63,8 2,96 10,0
Meðaltal 11,3 1,85 64,1 2,69 10,2
Afhýtt tilraunabygg
Möðruvellir 10,0 + 0,8 1,48 + 0,12 60,8 + 0,7 1,75 + 0,20 15,9 + 0,2
Afhýtt bændabygg 3) Belgsholt 13,2 1,47 62,0 2,86 10,5
Þorvaldseyri 10,8 1,29 65,1 4,50 10,0
Vallanes 9,6 1,62 65,9 3,06 10,1
Meðaltal 11,2 1,46 64,4 3,47 10,2
Eitt yrki: Netto. 2) Meðaltal og SD fyrir sex yrki: Tiril, Lavrans, Lómur, Kría, Barbro, Mitja. 3) Eitt
yrki á hverjum stað.
Öryggi byggs var metið með mælingum á þungmálmum (kvikasilfri, kadmíni og blýi),
sveppaeitri (okratoxíni A og fúmonisínum Bi og B2) og mælingum á örverum
(gerlafjölda, myglusveppum, gersveppum, kólígerlum, saurkólígerlum, Bacillus
cereus og Clostridium perfringens). Fjöldi sýna í þessum mælingum var á bilinu 3-
10.
Kvikasilfúr var mælt í þremur sýnum af afhýddu byggi frá bændum og þremur sýnum
af heilu byggi úr tilraun Landbúnaðarháskólans. Efnið reyndist undir
greiningarmörkum í öllum sýnunum. Styrkur kadmíns var að meðaltali 1,0 pg/lOOg í
sömu sýnum og styrkur blýs 1,0 pg/100g. Styrkur blýs var mun lægri en í einu sýni af
innfluttu fóðurbyggi.
I 3. töflu koma fram niðurstöður örverumælinga. Gerlatjöldinn var lægri í afhýddu
byggi en heilu. Heila byggið var tilraunabygg sem var ekki ætlað til manneldis. Afhýtt
malað bygg er það bygg sem notað er til brauðgerðar. Gerlafjöldi var mældur í þremur
sýnum af hveiti til samanburðar og var hann á bilinu 600 til 7.200 í grammi.
Gerlafjöldinn er lágur í hveitinu þar sem það er unnið og pakkað í lokuðu kerfí.
Gerlafjöldinn í bygginu er ekki áhyggjuefni heldur ætti frekar að líta á einstakar
tegundir örvera sem geta valdið skaða. Venjulega skipta gerlar á komi litlu máli þar
sem þeir ná ekki að fjölga sér. Það þarf þó að hafa í huga að sumir gerlar og hitaþolin
gró geta lifað af geymslu og mjölvinnslu (National Research Council 1985).
Myglusveppir geta valdið skaða í byggi ef það blotnar og því ber að kappkosta að
halda þeim í lágmarki. Myglusveppir skipta einnig máli vegna þess að sumar tegundir
þeirra geta myndað sveppaeitur ef komið er rakt og hiti nægur. Fjöldi myglusveppa í
afhýddu byggi var lágur og sambærilegur við það sem mældist í hveiti.
Viðmiðunargildi fyrir myglusveppi í komi og mjöli er 10.000 í einu grammi (Matís
2007) og er ástand vömnnar álitið ófullnægjandi ef niðurstaðan er yfír
viðmiðunargildi. Myglusveppir í afhýdda bygginu vom langt undir viðmiðunargildinu
en tvö sýni úr tilraun Lbhí vom yfir gildinu.