Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 485
VEGGSPJÖLD | 483
Lífmassa- og rúmmálsföl] fyrir ung lerkitré (Larix sibirica) á
Austurlandi
Brynhildur Bjamadóttir1, Anna Cecilia Inghammar2 og
Bjami D. Sigurðsson2.
1Rannsóknarstöð Skógræktar ríkisins, Mógilsá, 116 Reykjavík
2Landbúnaðarháskóla íslands, Hvanneyri, 311 Borgarnesi
Útdráttur
í þessu verkefni, sem var liður í að rannsaka til hlítar kolefnisbúskap lerkiskógar, vora
útbúin lífmassa- og rúmmálsföll fyrir ung lerkitré. Sumarið 2004 voru 30 tré felld og
mæld í landi Vallaness á Fljótsdalshéraði. Út frá mælingum á bolþvermáli og hæð
vom útbúin föll til að áætla lífmassa bols, greina, nála og róta. Einnig vom útbúin föll
sem áætla heildarlífmassa ofanjarðar og bolrúmmál. Niðurstöðumar sýna mikilvægi
þess að útbúa sérstök lífmassaföll fyrir ung tré, í stað þess að nota föll sem gerð hafa
verið fyrir eldri og stærri tré. Rannsóknin sýndi að áður birt lífmassaföll fyrir eldri og
stærri tré höfðu tilhneigingu til að vanmeta lífmassa og þar með kolefnisforða ungra
trjáa.
Inngangur
I dag er notkun á lífmassa- og rúmmálsföllum ein algengasta aðferðin við mat á
lífmassa og viðarrúmmáli skóga (Parresol 1999). Með því að útbúa lífmassa- og
rúmmálsföll má meta lífmassa og rúmmál trjáa út frá auðmælanlegum stærðum, svo
sem bolþvermáli og hæð trjáa (Pardé 1980). Nú til dags era þessi föll oftast útbúin
með hjálp línulegra fjölbreytuhvarfa (Parresol 1999).
Haustið 2003 hófst rannsókn á kolefnisbúskap ungrar lerkigróðursetningar í landi
Vallaness á Fljótsdalshéraði (Bjarai D. Sigurðsson og Brynhildur Bjamadóttir 2004).
Einn liður í rannsókninni var að útbúa lífmassa- og rúmmálsföll fyrir ung lerkitré.
Tvær eldri rannsóknir höfðu áður birt föll fyrir lerkitré hérlendis, en þau voru ætluð
eldri og stærri lerkitrjám en þeim sem um ræddi í þessari rannsókn. Ragnhildur
Sigurðardóttir (2000) birti föll fyrir lerkitré með þvermál í brjósthæð á bilinu 8,9-28,9
og Amór Snorrason og Stefán Freyr Einarsson (2006) birtu föll fyrir lerkitré með
þvermál í brjósthæð á bilinu 3,3-31,6 cm. Ekki reyndist unnt að nota þessi föll fyrir
ungu lerkitrén í Vallanesi þar sem sum trén náðu ekki upp í brjósthæð, en
meðalþvermál í 0,5 m hæð var á bilinu 1,2-9,0 cm.
Við undirritun Kyoto-samningsins samþykktu íslensk stjómvöld að standa skil á
kolefnisforða skóglenda. Kolefnisbindingu sem á sér stað í skógum gróðursettum eftir
1990 ber að taka með í kolefnisbókhald landsins (Sigurdsson et al. 2007). Notkun
lífmassafalla auðveldar mjög þetta mat á kolefiiisbindingu. Þau föll sem hér eru kynnt
ættu því að nýtast við mat á kolefnisbindingu hjá ungum lerkitrjám. Hafa verður þó í
huga að úrtaksþýðið í þessari rannsókn er staðbundið og byggist eingöngu á einum
trjálundi á austurlandi.
Markmið rannsóknarinnar sem hér er kynnt var að útbúa lífinassa- og rúmmálsföll
fyrir ung lerkitré á austurlandi. Útbúin voru föll til að áætla lífmassa bols, greina, nála,
og róta. Einnig voru útbúin föll sem áætla heildarlífmassa ofanjarðar og bolrúmmál.