Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 486
484 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Niðurstöðumar vom svo bomar saman við föll sem þegar höfðu verið birt fyrir
lerkitré á Islandi.
Efni og aðferðir
Uppskerumælingar fóm fram í Vallanesi sumarið 2004. Umrædd gróðursetning
samanstendur af síberíulerkitrjám (Larix sibirica) af kvæminu Pinega sem gróðursett
voru árið 1992. Þrjátíu tré í sex þvermálsflokkum vom valin tilviljanakennt úr hópi
svipaðra trjáa á staðnum. Bolþvermál í 50 og 130 cm hæð frá jörðu var mælt, sem og
hæð aðalstofns. Því næst vom trén höggvin og hverju tré skipt í þijú jafn löng
hæðarbil. Lífmassa í hveiju bili var skipt í trjábol, lifandi og dauðar greinar og barr.
Hver vefjagerð var sett í bréfpoka og þurrkuð í þurrkofni við 85°C þar til þyngd var
orðin stöðug. Vigtun fór fram um leið og sýnin vom tekin úr þurrkofninum.
I október árið 2006 vom 9 tré valin tilviljanakennt af svæðinu til að útbúa lífmassaföll
fyrir grófrætur. Trén dreifðust jafnt í þvermálsflokka og vom mæld á sama hátt og
fyrri tré. Grófrætur og rótarháls vom grafin upp og grófrætur skilgreindar sem allar
rætur neðanjarðar með þvermál niður að 2 mm. Sýnin vom sett í bréfpoka og þurrkuð
við 85°C þar til þyngd var orðin stöðug. Vigtun fór fram um leið og sýnin vom tekin
úr þurrkofninum.
Prófuð voru 3 afleidd föll með hjálp fjölbreytuaðhvarfs. Öll föllin innihéldu háðu
breytuna bolþvermál (D), en einungis eitt fallið innhélt breytuna hæð (H). Þar sem
sum trén höfðu ekki náð 130 cm hæð var þvermál ávallt miðað við hæð í 50 cm. Við
úrvinnslu var öllum breytum, bæði háðum og óháðum, umbreytt yfir á logarithmískt
form (ln) til að gera samband þeirra línulegt. Niðurstöðumar vora svo bomar saman
við fyrrgreind lífmassa- og rúmmálsföll sem til vora fyrir lerki hér á landi.
Niðurstöður og umræður
í 1. töflu má sjá þau föll sem best reyndust meta lífmassa og/eða bolrúmmál trjánna í
rannsókninni. Gæði fallanna vom metin eftir aðhvarfsstuðli þeirra og frávikshlutfalli
og þurftu föllin að standast ákveðin lágmarks gæði. I efri hluta töflunnar má sjá besta
fallið sem einungis byggir á háðu breytunni þvermál í 50 cm (D). Neðri hluti töflunnar
sýnir fall sem byggir á tveimur háðum breytum, þvermáli og hæð. I flestum tilfellum
reyndist breytan hæð ekki auka gæði jölhunnar marktækt (P>0,05 fyrir H). Þetta
samræmist vel öðmm sambærilegum rannsóknum þar sem úrtaksþýðið er staðbundið
og lítill breytileiki í vaxtarformi trjánna (Parresol 1999). I fyrmefndri rannsókn
Amórs Snorrasonar og Stefáns Freys Einarssonar (2006), þar sem notað var
landsþekjandi úrtak reyndist breytan hæð marktækt auka gæði fallanna enda
vaxtarskilyrði og vaxtarform trjáa breytilegra milli landshluta. Föll sem mátu lífmassa
neðanjarðar, það er á grófrótum og grófrótum ásamt rótarhálsi, sýndu þó betri fylgni
við tvær háðar breytur, þ.e þvermál og hæð (1. tafla).
Föllin reyndust vera nokkuð misjöfn að gæðum. Bestu föllin vora þau sem spá fyrir
um heildarlífmassa (r2=0,991 og CV=13,2%) og bolrúmmál (r2=0,991 og CV=13,9)
og nota eingöngu háðu breytuna þvermál.
Samanburður á þeim föllum sem hér em kynnt og föllum úr fyrri rannsóknum á lerki,
undirstrika nauðsyn þess að útbúa sérstök föll fyrir ung tré. A 1. mynd má sjá dæmi
um þennan samanburð. Þar sést að fall útbúið af Snorrasyni og Einarssyni (2006)
vanmat heildarlífmassa nokkuð jafht fyrir alla stærðarflokka ungra trjáa, á meðan fall