Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 498
496 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Augljóslega er árangur af því að auka sáðmagn því spretta er þá mun fyrri til.
Hinsvegar er ekki hægt að sjá áhrif á nýtinguna, það sem ræður henni mest er hve
repjan er mikið sprottin.
I raun virðist svo að bitið magn sé ótrúlega jafnt, hvort sem uppskera er meiri eða
minni, enda var augljóst við skoðun að kýrnar bitu aðeins blöðkur, en stönglar og
blaðstilkar voru skildir eftir. Að jafnaði var bitið magn um 350 g/m2.
Athugnanir 2006
Athuganir 2006 voru gerðar á svipaðan hátt,. en í stað þéttrar og gisinnar repju gátu
kýmar nú valið milli 5 stofna af vetrarrepju, Akela, Barcoli, Delta, Hobson og
Interval. Sáð var 13. maí, sáðmagn 10 kg/ha, og borið á um leið 1000 kg Græðir 5
(15-15-15).
Akela er dvergrepja, þ.e.a.s stöngull hennar er stuttur og hún mátti víkja nokkuð í
samkeppni við arfa. Akela sýndi engin merki blómgunar. Barcoli, Delta og Hobson
eru risarepjur og þegar á leið blómstruðu þau nokkuð, Hobson þó sýnu minnst..
Interval, sem einnig er risarepja byrjaði snemma að blómstra og var í lok
athugunartíma mjög hávaxin og nánast blaðlaus og lagðist að auki svo ekki var unnt
að uppskerumeta leifamar með slætti. Interval er því sleppt úr töílunni. Þá misfómst
uppskerumælingar á Delta tvo fyrstu athugunardagana.
Mælidagar vora færri en 2005 og náðu yfir skemmri tíma. Niðurstöður þeirra em
dregnar saman í 2. töflu.
2. tafla. Uppskera og nýting randbeittrar repju á Hvanneyri 2006.
Dags. U Akela B % U Barcoli B % U Delta B % U Hobson B %
27.7 29 287 100 37 366 100 Ekki mæld 25 248 100
3.8 33 326 100 28 252 100 Ekki mæld 25 253 100
10.8 43 302 71 53 380 72 37 322 86 51 452 88
17.8 43 309 72 53 302 73 46 311 68 62 465 75
24.8 50 302 60 53 322 57 34 363 67 62 409 66
U= uppskera í hkg þe/ha B=bitin uppskera, g þe/m2 %= hlutfallsleg nýting
Niðurstöðutölur em allbreytilegar. Niðurstöðumar styðja þó mælingamar frá 2005,
þ.e. hlutfallsleg nýting lækkar með aukinni uppskem, og bitið magn er nokkuð
stöðugt. Hér fer saman að Hobson er í senn uppskerumestur og mest er bitið af
honum. Það styður við grænfóðurtilraun á Hvanneyri 2006, en í henni var Hobson
blaðríkastur þessara stofna.
Niðurstöður
Aukið sáðmagn á vetrarrepju flýtir fyrir því að komin sé viðunandi uppskera, en hefur
ekki áhrif á nýtingu við svipað uppskemmagn.
Bitið magn er nær óháð heildamppskemmagni þegar uppskera er komin yfír 35-40
hkg þe/ha, og er eftir það um 350 g þe/m2. Kýmar bittu nær eingöngu blöð en stönglar
og blaðstilkar tróðust niður.
Færsla um meira en u.þ.b. 1,5 metra leiddi til mjög lélegrar nýtingar.
I athugun 2006 nýttist Hobson betur en aðrir stofnar, enda blaðríkastur.