Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 509
VEGGSPJÖLD | 507
Sérstaða íslensks lambakjöts
Guðjón Þorkelsson, Sveinn Margeirsson og Guðmundur H. Gunnarsson
Matís ohf
Inngangur
Islenskt lambakjöt er sérstakt. Sérstaðan byggist á íslenska sauðfjárstofni num,
landinu, loftslaginu, framleiðslukerfinu, hefðinni og menningunni í íslenskum
landbúnaði. Ef tryggja á markaðsstöðu lambakjöts á íslandi og hjá kaupendum í
öðrum löndum verður að gera út á þessa sérstöðu með því að kynna, vernda og
staðfesta hana. Það verður gert með því að tryggja gæði og sérstöðu þess frá bónda að
borði neytenda. .
Lambakjöt, markaðir framtíðarinnar
Sérmarkaðir og sérvörur eru framtíðin í sölu á lambakjöti. Þar er gert út á hefðir,
ímynd, uppruna, veitingahús, ferðaþjónustu, staðbundna matvælaframleiðslu og
vinnslu og sölu heima á bóndabæjunum. Einn liður í því er að fá upprunann
vemdaðan eða opinberlega viðurkenndan þannig að hægt sé að merkja afurðir svæði
eða landi og jafnvel gæðum. Koma þarf á merkingum með skilgreindum uppruna- og
gæðakröfum. Islenskt kerfi myndi viðurkenna uppruna en gera greinarmun á vörum
ffamleiddum eftir almennum gæðakröfum og vömm með sérstöðu varðandi
framleiðsluaðferð, bragð og magn hráefna. Einnig þarf íslenskt lambakjöt og vömr úr
íslensku lambakjöti að hljóta aðþjóðlega viðurkenningu fyrir uppmna og sérstöðu. Þar
liggur beinast við að sækja um slíka viðurkenningu samkvæmt reglum
Evrópusambandsins um vemdun uppmna, vemdun vísunar til landsvæðis og vemdun
hefðbundinnar sérstöðu til að koma á framfæri og vemda ákveðnar tegundir matvæla.
Þær vom settar til að örva fjölbreytni í framleiðslu matvæla, koma í veg fyrir
misnotkun á vömheitum og eftirlíkingar og til að upplýsa neytendur um sérkenni
vömnnar.
Vemdun uppmna er notuð til að lýsa matvælum sem framleidd em og unnin með
viðurkenndum hætti á sérstöku svæði og í undantekningartilfellum landi. Auk
uppmna og framleiðsluaðferða felast í vemdinni gæði eða einkenni sem em að mestu
eða algjörlega til komin til vegna mannlegra þátta og umhverfisþátta viðkomandi
landsvæðis. Vömlýsing með nafni vöm, lýsingu á hráefnum, eðlis-, eftia-, örvem- og
bragðeinkennum verður að fylgja merkingunni. Einnig þarf að skilgreina landsvæðið
°g leggja ffam sannanir fyrir því að varan sé af svæðinu og lýsa framleiðsluaðferðum.
Nokkrar gerðir lambakjöts í Evrópu njóta þessarar verndar m.a. lambakjöt frá
Orkneyjum, Hjaltlandi og Wales.
Matvæli má merkja með vísunar til landsvæðis ef hægt er að tengja það við a.m.k. eitt
stig framleiðslu, vinnslu eða framreiðslu og að gott orðspor vömnnar myndi nýtast í
markaðsstarfi. Vemdun sérstöðu vísar svo til hefðbundinna einkenna við framleiðslu
eða samsetningu.