Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Side 514
512 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
að hausti, hafi önnur bragðgæði en lamb sem elst upp á landi þar sem t.d. hvönn er
áberandi og á heppilegu vaxtarstigi til beitar.
Megintilgangurinn var að staðfesta að breytingar yrðu á bragði lambakjöts, sé um
verulegan mun á beitilandi að ræða. Annar tilgangur með rannsókninni var að kanna
hvemig væri best að standa að slíkri athugun, hver kostnaðurinn og umfangið þyrfti
að vera til að hægt væri að fá þessa staðfestingu á bragðmun og þá eins hvemig
hugsanlegum neytendum líkaði afurðin.
í þessu tiltekna verkefni var það hvönnin og áhrif hennar sem kanna skyldi. Angelica
archangelica, öðm nafni Ætihvönn, er nokkuð algeng um allt land. Kjörlendi hennar
er gróðurmiklir gilhvammar og lautir, vatnsbakkar, hólmar, meðfram lindarlækjum, í
sjávarhömmm og víðar. Hún hefur ekki verið ræktuð til beitar svo vitað sé nema ef
vera skyldi í byrjun landnáms. Hvönn var áður fyrr talin til búdrýginda og var einnig
talin allra meina bót. Hvönnin var m.a. notuð til að gefa bragð í mat, hún reynist vera
góð sem kryddjurt og því áhugavert að gera athugun á því hverju það skilar sér í
bragðgæðum á kjöti að ala lömb upp að hluta til á hvönn fyrir slátmn. Nú er áhugi
fyrir þessari jurt mikið að aukast á nýjan leik, samhliða bættri vitund fólks um þau
efni sem það setur ofan í sig.
Til þess að hægt sé að ala lömb upp á hvönn fyrir slátmn þarf að koma upp
beitarhólfum sem samanstendur af hvönn, ræktuðu landi og úthagabeit til að tryggja
þeirn nægilegt fóður. Ekki er talið að lömb þrífíst eingöngu á hvönn en hins vegar er
talið að ef hvönnin er tiltæk á heppilegu vaxtarstigi muni lömbin kjósa að bíta hana
ásamt öðmm gróðri.
Úr þessu verkefni áttu að koma svör við tveimur spumingum
• Verður bragðmunur á kjöti lamba sem alið hefur verið í úteyjum í sex vikur og
er það bragð æskilegt að mati skynmatshóps?
• Hverju þarf að kosta til, til að marktækar niðurstöður fáist?
Framkvæmdin
Sauðfjárbændumir Halla Steinólfsdóttir og Guðmundur Gíslason, hvatamenn
verkefnisins, lögðu til 12 smálömb, af báðum kynjum, frá fyrra ári. Var helmingi
þeirra komið fyrir í júnímánuði í eyju þar sem hvönn er ríkjandi og hinum
helmingnum (samanburðarhópur) var komið fyrir á ræktuðu landi og úthagabeit.
Útbúa þurfti beitarhólf fyrir samanburðarhópinn þar sem honum var tryggð nægileg
beit til að lömbin verði samanburðarhæf.
Skynmatshópur Matís var fenginn til að meta eftir sérstökum aðferðum hvort munur
væri milli hópa á bragði, lykt og áferð kjötsins. Á Matís er skynmatsstjóri sem hefur á
sínum snærum skynmatshóp sem er þjálfaður í mismunandi skynmatsprófum. Gerð
var heildargreining á kjötinu, þar sem greindir voru allir skynmatsþættir eins og
bragð, lykt, útlit og áferð. Á Matís er sérhönnuð aðstaða (útbúin samkvæmt
leiðbeiningum og kröfum alþjóðlegra staðla, m.a. um sýnaundirbúning, lýsingu og
loftræstingu (ISO 8589, 1988)) til skynmats með tölvubúnaði til að slá inn niðurstöður
ásamt úrvinnsluforriti (FIZZ). Skynmatshópurinn á Matís samanstendur af alls 18
manns. Hópurinn er þjálfaður samkvæmt Intemational standards (ISO 8586-1, 1993).
Það er einnig hægt að framkvæma neytendakönnun á tiltölulega einfaldan hátt. Með
því að nota bæði skynmatshóp og neytendur fást góðar upplýsingar um bæði hvort
neytendum líkar við kjötið og af hverju.