Fræðaþing landbúnaðarins - 08.02.2008, Page 552
550 | FRÆÐAÞING LANDBÚNAÐARINS 5, 2008
Uppskera: Lómur og Skúmur hafa verið reyndir í yrkjatilraunum allt frá sumrinu
2004 og hafa verið bornir þar saman við öll þau yrki, sem notuð eru hérlendis og
einnig við kynbótaefnivið frá grannlöndunum. Brot af niðurstöðum sést í 1. töflu.
Eins og áður segir hentar sexraðabygg norðanlands, en tvíraða syðra. Lómur og
Skúmur eru einstakir í hópi byggyrkja að því leyti, að þeir eru á toppnum í báðum
landshlutum jafnt. Judit er nýtt sænskt yrki, sem hefur komið upp jafnhliða Lómi og
Skúmi. Þeir bræður skila 6% uppskeru umfram Judit, en ef miðað er við yrki, sem
hafa verið í ræktun undanfarin ár, er uppskeruaukinn 12% nyrðra. Syðra er uppskeru-
aukinn umfram erlendu tvíraðayrkin nokkum veginn sá sami eða tæp 12%.
Nú er Arve annað foreldri nýju yrkjanna og ef horft er á uppskeru á landinu öllu skila
nýju yrkin 40% uppskem umfram foreldrið. Þetta hlýtur að vekja fúrðu, en fram má
bera tvær skýringartilgátur: I fyrsta lagi hefur eitthvað tapast af korni af Arve í
veðmm. I öðm lagi em skiptin milli koms og hálms öll önnur í nýju yrkjunum en í
Arve. Lómur og Skúmur nýta mun stærri hluta af tillífuðu kolefni í kom en Arve, en
að sama skapi minna í hálm.
Komgæði: Komið af Lómi og Skúmi er fremur smátt, en sker sig þó ekki úr öðm
sexraðakomi svo marktækt sé, en er að sjálfsögðu smærra en tvíraðabygg. Rúmþyngd
koms af Lómi og Skúmi er sú sama og af öðm sexraðabyggi, en talsvert minni en í
tvíraðabyggi.
Þroskaferill: Lómur og Skúmur teljast báðir fljótþroska, en em þó misfljótir, eins og
sést í 2. töflu:
2. tafla. Hæð undir ax og þroski í tilraunum 2004-2007. Hæð og skriðdagur úr
tilraunum á Korpu, þurrefnishlutur úr öllum tilraununum 16.
Yrki Uppruni gerð Hæð sm Skrið dagur í júlí Þurrefni við skurð %
Lómur íslenskt 6r 60 18 60
Skúmur íslenskt 6r 60 19 57
Judit sænskt 6r 95 19 61
Tiril norskt 6r 98 19 62
Olsok norskt 6r 102 20 63
Arve norskt 6r 104 17 63
Kría íslenskt 2r 81 18 60
Filippa sænskt 2r 88 23 54
Saana finnskt 2r 85 27 54
Rekyl sænskt 2r 84 23 52
í tilraunum á Korpu síðastliðin fjögur ár hefur Lómur skriðið að meðaltali 18. júlí,
degi síðar en Arve, en fyrr en önnur sexraðayrki. Þurrefnishlutur Lóms og Skúms
mælist ívið lakari við skurð en þroskaferill gefur tilefni til og er það vegna þess, hve
títumikið axið þomar seint eftir rigningu.
Ekki er einhlítt, að það sé kostur að kom sé fljótþroska. Þau sumur hafa komið, að
íslensku yrkin Kría og þó einkum Skegla hafa reynst of fljótþroska. Þá hefúr söfúun
sterkju í íslensku yrkjunum stöðvast við fullan þroska áður en sumarið er búið, en
erlend seinþroska yrki hafa haldið áfram að bæta við sig og farið fram úr þeim